Riddaravagninn
“Þú þarft ekki annað en að réttaa fram sprotann, stíga um borð og við flytjum þig hvert sem þú óskar.”
– Stan Shunpike


Riddaravagninn er þriggja hæða, áberandi fjólublár rúta þar sem nafnið Riddaravagninn er skrifað með gullnum stöfum á framrúðuna. Riddaravagninn aðstoðar nornir og galdramenn sem eru strandaglópar; eina sem þau þurfa að gera er að halda út hendinni sem þau nota til að galdra. Það er einnig mögulegt að bóka sæti (í rauninni rúm) í Riddaravagninum fyrir ferðir í kringum Bretland.
Vagnvörður Riddaravagnsins er Stan Shunspike. Hann er í fjólubláum einkennisbúningi, með stór útstæð eyru, með talsvert af bólum. Stan er um 18 ára. Ökumaðurinn er Ernie Prang, roskinn galdramaður með þykk gleraugu.
Ökumaðurinn og vagnvörðurinn sitja fremst í vagninum í armstólum. Það eru engin önnur sæti um borð, heldur eru um tíu rúm á hverri hæð í vagninum. Lýsing kemur frá kertastæðum á veggjum. Lítill tréstigi er á milli hæða. Ferðin með vagninum er mjög skrikkjótt þar sem hann virðist stökkva frá einum stað til annars.
Frá Runnaflöt og til London kostar ellefu skikkur. Ef maður borgar þrjár skikkur extra fær maður heitt súkkulaði og ef maður borgar eina enn fær maður heita vatnsflösku og tannbursta að eigin vali.
Samkvæmt Stan, þá getur Riddaravagninn farið hvert sem þú vilt svo lengi sem það er á landi.
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*