![Skrýtið hvernig þetta breytist](/media/contentimages/9060.jpg)
Myndirnar virkuðu illa á mig, og mér fannst svipbrigðin sem leikararnir notuðu mjög lélegar og mér fannst ég sjá í gegnum plottið. Það sem mér fannst samt verra var hvað vinahópurinn var byrjaður að tala um þetta allt saman, og þetta samtal virkaði mjög geeky fyrir mér, þar sem ég vissi auðvitað ekkert um hvað þau voru að tala, þannig hljóða geeky umræður oftast fyrir leikmönnum.
Hins vegar þá breytti ég um skoðun þegar pabbi var byrjaður að hafa áhuga á þessu. Pabbi minn er sá eini sem ég get treyst fyrir góðum bókmenntum, og ég gat lesið það úfrá eldmóðinum í að lesa þessar bækur (hann var innan við viku með fyrstu fjórar, og tvo daga með fimmtu) að þetta gæti ekki verið svo slæmt. Þannig að ég byrjaði að lesa. Ég var reyndar búinn að sjá fyrir endann á fyrstu tveimur þar sem ég var búinn að sjá kvikmyndirnar, en samt sem áður, þá fannst mér bækurnar mjög vel skrifaðar, og þær eru þúsund sinnum betri en myndirnar. Ég hélt áfram að lesa og varð hooked og er núna kominn vel á veg í Order of the phoenix.
Augljóslega þá er stærsta eftirsjáin í þessu öllu saman, að ég lét eitthvað jafn heimskulegt og fordómar, hindra það að ég læsi þessar bókmenntir fyrr. Ég var byrjaður að hljóma eins og bitur kelling þegar einhver talaði um Harry Potter. Annars þá er ég samt á móti sumu sem tengist Harry Potter æðinu. Það er allt þetta merchandice. Mér finnst það óþarfi, það er bara til að koma óorði á J.K., eins og að segja að hún sé bara að þessu fyrir peninga og þannig. Og ef það á að gera kvikmyndir útfrá jafn góðum bókmenntum sem þessu, þá á að gera það almennilega!!! Þeim tókst ekki einu sinni að hafa háralitinn á Dudley réttann. Auðvitað á Dudley að vera ljóshærður, og það sem meira er, hrokkinnhærður. Ekki dökkt slétt hár eins og í myndunum.
Hvað með ykkur hotendur góðir? Lentuð þið í einhverju svipuðu?