Upprisa Volla
Sjötta ár
Spoiler Spoiler Spoiler Spoiler Spoiler Spoiler
Kafli 1.
Hann horfði upp í stjörnurnar og hugsaði hvort hann mundi einhvern tímann getað lifað eðlilegu lífi, hann hugsaði líka um Sirius guðföður sinn, hann táraðist þegar hann hugsaði um hann, afhverju þurfti hann að deyja afhverju þurfa allir sem ég elska að deyja.
Þetta er ekki réttlátt hugsaði hann. Jæja best að fara að klára lærdóminn þó að það væri ennþá mánuður í Hogwarts þá var hann alltaf svo lengi að læra því hann fékk aldrei tíma til þess nema á nóttinni. Hann opnaði koffortið sitt og dró upp bókina *Fantastic Beasts and Where to Find Them* og byrjaði að fletta bókinni, hann staðnæmdist á Basilicunni og mundi eftir þeirri sem hann drap í Leyniklefanum og brosti þegar hann mundi hvað Ginny hafði alltaf verið svo hrifin af honum og jafnvel meira eftir að hann bjargaði henni, og svo var það líka Hermione hún hafði orðið fallegri og fallegri eftir því sem árin liðu en hann vissi það að Ron hafði alltaf verið dáldið hrifinn af henni.
Ohh hvað var hann að hugsa, hann var ekki einu sinni byrjaður á heimavinnunni og klukkan var orðin 3 um nóttina.
Næsta dag vaknaði hann snemma sennilega á undan öllum í húsinu því hann heyrði hroturnar í Vernoni frænda, hann klæddi sig í nýju fötin sem Hermione sendi honum sem sumargjöf rétt í byrjun sumarsins enn hann var ekki búinn að heyra neitt í henni né Ron þó að eftir tvo daga þá ætti hann afmæli og yrði 16 ára, hann hafði sent þeim báðum bréf en hafði aðeins fengið ein skilaboð til baka að hann ætti ekki að vera senda Hedwig út þar sem að margar uglur hefðu verið drepnar yfir sumarið af fylgismönnum Voldemorts.
Eftir að hann kláraði morgunmatinn fór hann upp í herbergið sitt og reyndi að láta lítið fyrir sér fara það sem eftir var af deginum.
* * *
Dagarnir tveir liðu hægt en 30 Júlý kom loks og leið hann áfallalaust fyrir sig fyrir utan nokkur skammaryrði frá Vernoni. KL: 00.01 fagnaði Harry því að hann var orðinn 16 ára gamall, en enn komu engar uglur frá Ron eða Hermione, Harry varð miður sín, ekki gátu þau hafa gleymt afmælinu hans.
Jæja best að fara bara að sofa hugsaði hann með sér og leið og hann lagði hausinn á koddann sofnaði hann…
Harry vaknaði um nóttina við að einhver var að segja nafnið hans hver gat þetta eiginlega verið eftir að hann setti upp gleraugun sín og sá hver þetta var brá honum ekkert smá, Dumbledore, Lupin!!! Hvað eruð þið að gera hér.
Komdu við megum engan tíma missa, sagði Lupin, við verðum að koma þér á öruggann stað það er ekki öruggt hér lengur.
Þeir tóku saman dótið hans og fóru út, þá tók Dumbledore upp lítinn hlut sem hann sagði vera leiðarlykil, þeir snertu hann allir, byrjuðu að snúast og lentu svo harkalega á jörðinni, þegar Harry leit upp sá hann sér til mikillar undrunar að þeir voru í Hogsmeade.
Þegar þeir voru komnir upp í Hogwartskastala óskaði Dumbledore Harry hamingju með afmælið síðan sagði Dumbledore honum að hann ætti að eyða restinni af sumrinu hérna við þjálfun í Vörnum Gegn Myrku Öflunum. Lupin þjálfar þig.
Ok sko þetta er kannski ekki alveg rosalegt enn þetta lagast eftir því sem fleiri kaflar koma.
Ég er búinn að skrifa kafla 2-3 og 4 og ætla að reyna að senda einn á viku eða eikkað sollis :)