Í litlu snobbuðu hverfi í suður-London býr stelpa að nafni, Sally Price. Hún er ljóshærð, með brún augu og er ákaflega fíngerð. Pabbi hennar heitir Nell G er slökkviliðsmaður og mamma hennar heitir Lily og á stóra fatavöruverslun og börn jafnt sem fullorðna. Sally er einkabarn þeirra. Hún er oftast í fínum fötum (að ósk mömmu hennar) og á mjög stórt herbergi.
***
Price er galdraætt. Hver einasti meðlimur hennar er útskrifaður úr Hogwarts og hefur gegnt ábyrgðarfullum störfum innan galdramálaráðuneytisins og margt annað. Samtals hafa 3 í fjölskyldunni gegnt stöðu galdramálaráðherra. (Fyrirgefið mistökin þegar ég sagði hver einasti meðlimur, ég meinti flestir!) Amma Sallyar sleit þau bönd. Hún neitaði að ganga í Hogwarts og hefur lifað eðlilegu lífi allt sitt líf. Nell , sonur hennar, fékk reyndar að vita að hann væri af galdraætt en hann neitaði líkt og mamma sín að ganga í Hogwarts því hann vildi ekki yfirgefa alla vini sína sem hann átti í grunnskóla. Hann sagði engum frá því að hann hefði galdrablóð fyrr en hann eignaðist Sally.
Þegar Sally var 7 ára komu mamma hennar og pabbi inn til hennar þar sem hún var að vatnslita. Þau litu hvort á annað en svo tók Nell til máls: “Sally mín við þurfum að segja þér svolítið”.
Sally leit á þau. “Af hverju eruð þið svona alvarlega”.
Nell stundi en settist svo á rúmið hjá henni. Okkur finnst þú þurfa að vita að þú ert… að þú ert – norn!”.
Sally stökk upp. Hún var himinlifandi og ætlaði að segja öllum vinkonum sínum að hún væri norn og að hún ætlaði að breyta þeim í froska. En mamma hennar og pabbi báðu hana um að segja engum frá þessu. Hún skildi ekki af hverju, en hún hlýddi. Eins og vanalega…
Nokkrum árum seinna gátu foreldrar hennar útskýrt fyrir henni sögu Price fjölskyldunnar og að hún væri örugglega ekki með nógu mikið galdrablóð í æðum sínum til að hún kæmist í Hogwarts. Langamma hennar hafði gengið í Hogwarts en hvorki amma hennar né pabbi.
En hún fékk að fara oft í rútu til langömmu sinnar, Mary, til þess að fá lánaðar bækur um galdra og svo fékk hún að lesa blað sem hét Spámannstíðindi. Hún gat setið löngum stundum í fanginu á Mary og hlustað á sögur sem hún kunni. Til dæmis útskýrði hún fyrir henni íþrótt sem hét Quidditch. Hún gleypti í sig allar bækur um efnið og fékk hroll þegar minnst var á þú-veist-hvern. Hún hafði líka lesið allt um strák sem nefndist Harry Potter og dreymdi að hún væri fræg eins og hann og hefði sigrað þið-vitið-hvern. Hún var mjög stolt því að mamma hans hafði heitið Lily eins og mamma hennar! Ef hún myndi einhvern tíman hitta hann þá myndi hún allavega fá eiginhandaráritun.
***
Það var á mánudagsmorgun. Sally var við morgunverðarborðið að ljúka við morgunmatinn. Hún þurfti að drífa sig, því að rútan upp í sveit var að fara. Hún var að fara til langömmu sinnar. Hún fór í gegnum póstinn og sá að eitt bréfið var til hennar. Hún bjóst við að það væri frá bestu vinkonu hennar (Jennifer) sem var ný flutt frá London til Guildford. Hún kyssti mömmu sína bless og hljóp svo út á stoppistöð. Á leiðinni opnaði hún bréfið. “Vá”, husaði hún “hvað Jennifer var farin að skreyta bréfin mikið”. Þarna var einskonar skjaldarmerki með ljóni, slöngu, eitthvað sem Sally fannst líkjast greifingja og svo fálka! Hún opnaði bréfið:
Kæra Sally Price.
Það er okkur ánægja að tilkynna að þér hefur boðist vist í í galdra-skólanum Hogwarts. Þú eins og margir aðrir veist ekki endilega hvað Hogwarts skóli er svo að þetta bréf er til að útskýra allt fyrir þér.
Hogwarts skóli galdra og seiða er undir stjórn Albusar Dumbledores. Skólinn er ætlaður til að kenna fólki að galdra og brugga töfradrykki. Þú munt vera í honum í 7 ár og þá átt þú eftir að vera fullvaxta galdramaður sem getur farið að vinna ýmis störf. Við vonumst til að þú komir en þú kemst til að kaupa skóladót á Skástræti.
Til að komast inná Skástræti þarftu á fara á kránna Leka seiðpottinn en þar getur þú spurt mann að nafni Tom sem getur vísað þér til vegar.
Þú mátt koma með uglu, rottu, halakörtu eða kött þér meðferðis.
Kær kveðja
Minerva Mcgonagall prófessor og aðstoðarskólastjóri.
Svo var eitthvað blað með lista yfir bækur og það sem hún þurfti að hafa. Það stóð að hún þyrfti að hafa töfrasprota.
Sally sat lengi yfir bréfinu. Gat það í alvöru verið að henni hefði verið boðin skóla vist í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Hún var yfir sig glöð, þó hún væri ennþá svolítið tortryggin. Rútan stoppaði, hún var komin á leiðarenda. Sally hljóp út og inn í litla kotið hennar langömmu sinnar. Hún fór óðamála að útskýra fyrir henni að hún hefði fengið bréf og… Amma hennar sat bara og hlustaði. Loks þegar Sally hætti þá sagði Mary: “Þetta er nóg elskan, ég er búin að ná því. En viltu nú sýna mér bréfið”.
Sally fór niður í úlpuvasann og rétti henni bréfið.
Mary las það yfir og svo glaðnaði nú yfir henni.
“Já það er rétt, Sally. Þú ert komin inní skólann!”
”Vá”! hrópaði Sally og skellti hún sér í fangið á ömmu sinni og hló og hló.Hún var svo ánægð. Amma hennar fór að laga te og kom svo aftur inní eldhús með nýbökuðu bollurnar, sem hún var svo fræg fyrir, og rjómaköku. Þær sátu lengi og töluðu um hvort Sally ætti að fara. Mary sagði náttúrulega að hún ætti að ráða því sjálf rétt eins og Sophie (amma Sallyar, dóttir Mary) hafði gert. Hún hafði neitað og Sally mátti ráða. Sally hugsaði sig ekki lengi um. Hún ætlaði í skólann, sama hvað mamma hennar og pabbi segðu!
Mary hló með sjálfri sér því hún vissi að það yrði ekki auðvelt fyrir hana að fullvissa mömmu hennar og pabba. Um kvöldið kvaddi Sally ömmu sína og fór heim.
***
“Hvað segirðu barn, ertu bara búin að ákveða sisvona að þú sért á leiðinni í Hogwarts?”
Sally hafði nýlokið við að sýna mömmu sinni og pabba bréfið. Þau höfðu ekki tekið því næstum eins vel og Sally hafði vonast eftir. Þau voru satt að segja fremur þungbúin. Pabbi hennar sagðist ætla að hugsa sig um og rak hana svo upp í rúm.
Hún lá upp í rúmi. Andvaka. Hún var að hlusta á mömmu sína og pabba. Þau voru fyrir framan sjónvarpið.
“Já en hún getur ekki farið frá okkur í heilt ár. Þetta er heimavist. Hún mun ekki koma til okkar á hverjum degi og herbergið hennar verður alltaf autt”.
Það var mamma hennar sem talaði. Pabbi hennar stundi.
“Já ég veit. En amma segir að það sé æðislegt í þessum skóla. Ég fór ekki í hann því ég hélt að ég myndi ekki eignast neina vini þarna. Ekki því að þetta er hættulegur skóli. Alls ekki. Mér finnst að ef Sally vill í alvöru fara þarna og vera ein í heilt ár, fyrir utan páska og jólafrí, þá finnst mér að við ættum að leyfa henni þetta.
Það varð allt hljótt það heyrðust byssuhvellir í sjónvarpinu en ekkert annað. Allir að hugsa sitt. Sally, Nell og Lily. Loks rauf Nell þögnina. “Við spyrjum hana á morgun hvort hún treysti sér til að fara og hvort hún vilji það og svo tölum við meira saman. Ég er farin upp í rúm. Hún heyrði stóla dregna og pabba sinn vera að bursta sig. Svo lagðist hann upp í rúm og brátt mátti heyra hrotur um allt hús. Mamma hennar var ekki enn farin að sofa. Hún leit inn í herbergið hennar Sallyar, sem þóttist sofa. Mamma hennar stóð lengi í dyrunum en loks fór hún inn á bað, burstaði sig og fór að sofa. Sally var ennþá vakandi. Hún gat ekki sofnað því hún var ennþá að hugsa um Hogwarts.
“Ætti hún að fara? Hún var nokkuð hrædd.”
Sally sofnaði við þessar hugsanir. Hún dreymdi að hún væri í stórum kastala (allt eftir lýsingum Mary á Hogwarts) og væri að ganga um stóra ganga sem lyktuðu af fúkka. Hún gekk fram hjá krakkahóp. Þau pískruðu og bentu á hana. Hún var hrædd við þá. Tvívegis höfðu þeir barið hana og breytt henni í kött eða skjaldböku og hún fékk ekki að vera með neinum.
Þegar hún vaknaði næsta morgun hafði hún tekið ákvörðun. Hún ætlaði, sama þótt hún yrði óvinsæl þar. Sama þótt að henni yrði breytt í skjalböku. Hún ætlaði að verða eins og langamma hennar var forðum.
Mamma hennar og pabbi voru vöknuð. Þau voru að borða morgunmat þegar Sally kom niður. Hún hljóp að pabba sínum og hvíslaði að honum “ég vil fara, ég er alveg viss. Alveg pottþétt!”
Hann hummaði eitthvað og benti henni á að borða. Hann var ennþá að melta það sem Sally hafði sagt honum. Sally var að ljúka við að borða þegar hann loksins sagði eitthvað.
“Svo þú ert alveg viss?”
Mamma hennar hætti snögglega uppvaskinu og það varð grafarþögn í öllu húsinu. Svo sagði Sally loks:
“já.”
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*