Ég las þess grein í fréttablaðinu í gær fimmtudag. Og ég skil ekki hvernig fólk getur gert svona hluti. Svona hljóðaði greinin:
Harry Potter á eldinn
Strangtrúaðir meðlimir sértrúarsöfnuðar í Michigan í Bandaríkjunum efndu til bókabrennu eftir messu á sunnudag. Hinn rammgöldrótti Harry Potter og allt sem honum tilheyrir var sett á eldinn, bækur jafnt sem geisladiskar og kvikmyndir.
Hér kemur áframhald greinarinnar en það fjallar ekki beint um Harry Potter.
Aðrar bækur, tímarit, plaköt, geisladiskar og kvikmyndir sem meðlimir safnaðarins töldu andkristið, fóru líka rakleiðis á eldinn.
Um það bil 50 meðlimir safnaðarins brenndu efni frá síðasta áratug liðinnar aldar, meðal annars plötuna “The Woman in Me” sem Shaina Twain gaf út og kvikmyndina “Chonheads” sem Dan Akroyd lék aðalhlutverkið í.
Pælið í því hvað sumir eru brjálaðir. Ég gæti aldrei sett neitt af mínu Harry Potter dóti á eldinn hvað þá bækurnar!!!!!! Það ætti að stinga svona fólki beint í steininn!
Ég reyndi að finna myndina sem var með þessari frétt en fann hana ekki á netinu. En ég get lýst myndinni. Logandi opinn eldur ofan á grind á rauðu grilli eða einhverju og á því má sjá bækur og dót. En ekkert greinilega.