1.Kafli — U.G.L.ur
Harry sat upp í herberginu sínu, en hann hafði verið þar nær allt sumarið. Hann saknaði Siriusar. Hann gat ekki hugsað um neitt annað en bara Sirius. Það eina sem fékk hann niður var að fá að leika og tala við Tríni. Trínir var stór svartur hundur sem Skröggur hafði komið með. Vernon var alls ekki ánægður þegar hann kom en Skröggur kippti því í lag með nokkrum góðum hótunum.
Trínir var yndislegur, sennilega af því að hann minnti Harry rosalega mikið á Sirius. Enda fylgdi líka bréf með:
Vona að þetta hjálpi smá,
Dumbledore
Vernon var meira að segja orðin góður við Harry, sennilega var það Skröggi að þakka. Hann var byrjaður að leyfa Harry að senda uglupóst og honum var alveg sama þegar Ron og Hermione komu í heimsókn. Þau voru samt ekki þau einu sem voru í sambandi við hann. Harry hafði líka verið að tala við Neville, Dumbledore, Lupin, Charlie og síðast en ekki síst Cho. Harry og Cho voru byrjuð að talast við daglega. Í uglupósti gat hann hugsað verulega um hvað hann vildi segja og gat passað sig á því að móðga hana ekki.
“Komdu nú niður og taktu þennan hundsrakka úr eldhúsinu” heyrði hann Vernon öskra. Harry stóð upp til að ná í Tríni þegar stór ugla settist á gluggakistuna Harry fór að henni og leysti bréfið og las.
Árangur þinn úr U.G.L.um / lokaprófum fimmta bekkjar er eftirfarandi:
Varnir gegn myrku öflunum - A - Náð
Ummyndun - B- Náð
Töfradrykkir - A - Náð
Umönnun galdraskepna - B - Náð
Jurtafræði - C+ - Náð
Töfrabrögð - A - Náð
Stjörnufræði - F - Fall
Saga Galdranna - F - Fall
Spádómsfræði - F – Fall
Náðar námsgreinar = 6
Felldar námsgreinar = 3
U.G.L.u fjöldi = 6
Harry fékk algert æðiskast og byrjaði að dansa “ég verð skyggnir, ég verð skyggnir“ sönglaði hann með.
“VILLTU DRULLAST HINGAÐ NÚNA!”
Harry kipptist við, hann hafði alveg gleymt Tríni.
Eftir kvöldmatinn sendi Harry bréf til allra sem honum datt í hug: Ron, Hermione, Cho, Charlie og Neville til að segja þeim frá árangrinum. Harry fékk sjálfur nokkur bréf þetta kvöld. Hann fékk bréf með einkunnum Rons, Hermione og Cho. Allur þessi æsingur hafði alveg látið hann gleyma Siriusi. Ron hafði fengið fimm U.G.L.ur en Hermione níu, sem kom Harry ekkert mikið á óvart. Cho fékk hinsvegar líka sex U.G.L.ur alveg eins og Harry. Daginn eftir fékk Harry yndislega hugmynd. Hann ætlaði að vera alveg undirbúin Fyrir Skyggna prófið. Þótt að það væri ekki fyrr en eftir fimm ár þá hafði hann í huga það sem prófessor Umbridge hafði sagt við sig á kennarafundinum í fyrra. Harry sendi bréf og pantaði bókalista yfir orðið “skyggnir” frá Alþjóðlega Galdrabókasafni Bretlands.
Strax morguninn eftir fékk Harry listann, á honum voru titlar eins og Frá Skyggni til skyggnis, Hættir Skyggna í suðurlöndunum, Skyggnar í heila öld, Frægir skyggnar um allan heim og það sem Harry var að leita að Skyggna prófið og undirbúningur.
Harry sendi Bréf til baka og pantaði: Skyggnaprófið og undirbúningur, Skyggnirinn minn, Merkir Skyggnar og verk þeirra, Skyggnirinn okkar allra og Frá nemanda í Skyggni.
***
ég er rúmlega hálfnaður með annan kaflann hann kemur von bráðar.
KV.fyrirbaeri
ég tel mig vera hugara!!!