23. Júlí, 2003
Warner Bros hafa tilkynnt fjölmiðlum að barnastjörnurnar Daniel Radcliffe og Emma Watson séu að hugsa um að hætta í hlutverkum sínum sem Harry Potter (Daniel) og Hermione Granger (Emma). Báðar myndirnar hafa slegið met í aðsóknum tvisvar á árunum 2001 og 2002 og krakkarnir hafa verið að leika hlutverkin í næstum því þrjú ár.
Emma Watson segjir fréttamönnum ,,það getur verið nokkuð erfitt að tileinka þremur árum af lífi þínu í svona stórt verkefni” og Daniel bætir við ,,ég þarf að einbeita mér að menntun minni á þessum tímapunkti í lífi mínu.”
Barnasálfræðingur Carmel Green segjir að krakkarnir séu mjög þroskuð í sambandi við þessa ákvörðun en þetta gæti skaðað þau andlega. ,,Krakkarnir þurfa ást og stuðning á svona tímum, þau geta ekki farið í gegnum þetta sjálf.”
En samt er þrýstingur á þeim, Warner Bros hefur sagt að ef þau velja að hætta þá hafa þeir varakosti tilbúna. Warner Bros vilja samt ekki þrýsta mikið á krakkana ef það hefur áhrif á myndirnar.
Ég hitti þessa varakosti um daginn, hina 14 ára Courtney Michalle frá London og síðan hinn 14 ára Ryan Mirrington frá Oxfordshire og spurði þau nokkura spurninga.
Ég: Jæja, þið hljótið að vera taugaóstyrk?
CM: Ég held að ég verði allt í lagi (hlær)
RM: Já, ég er frekar taugaóstyrkur
Ég: Segið mér, hvernig fenguð þið þetta tækifæri?
RM: Jaa, ég hef verið að leika í næstum 7 ár og ég fór einu sinni í hæfnispróf, og ég var heima þegar það var hringt í mig og mér var boðið að koma aftur ef ég vildi.
Ég: Þú hlítur að hafa orðið hissa?
RM: (hlær) Já, ég var nokkuð hissa vegna þess að ég var búinn að horfa á fyrstu tvær Harry Potter myndirnar og ég vissi að þeir höfðu Potter nú þegar þannig að já, é var nokkuð hissa.
Ég: Og Courtney, hvernig fékkst þú þetta tækifæri?
CM: Ég man árið 2000 þegar leikprufurnar fyrir fyrstu Harru Potter myndina voru hafðar þá fór ég með vinkonu minni til að horfa á en þegar aðstoðarprófdómari kallaði á mig. Þetta þróaðist þaðan býst ég við. Ég bjóst auðvitað ekki við því að ég myndi fá hlutverkið en síðan hringdu þeir í mig og spurðu hvort ég vildi koma aftur.
Ég: Þannig að þú veist að ef þú færð hlutverkið þá fylgir því mikil ábyrgð?
CM: Auðvitað, það var það fyrsta sem ég hugsaði um. Ef ég fæ hlutverkið þá verð ég að fara varlega vegna þess að ég hef séð hvernig líf Daniels og Emmu hefur breyst.
RM: Ég hef ekki upplifað frægð á svona stórum skala eða svona mikla ábyrgð. Ég er samt viss um að allir vilja svona frægð en ef ég mun ekki njóta hennar þá verð ég bara að takast á við það.
Ég: Jæja Ryan, einhver sagði mér að þú þekktir Emmu Watson, er það satt?
RM: Við þekkjumst lítillega í gegnum vinkonu hennar. Ég hef hitt hana nokkrum sinnum, hún er bara nokkuð skemmtileg.
Ég: Vá, það er ótrúlegt!
RM: Ég býst við því (glottir)
Ég: Jæja Courtney, hvað finnst þínum nánustu um þetta allt saman?
CM: Þau eru næstum jafn spennt og ég. Þau styðja mig allveg 110%, en ég hef ekki fengið hlutverið ennþá sem er mikilvægasti hluturinn þannig að sumir eru bara að vona.
Ég: Þið hafið bæði verið yndisleg, ég þakka ykkur fyrir viðtalið.
CM: Sömuleiðis.
RM: Takk.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25