1.Kafli
Dularfulli miðinn


Harry vaknaði um morguninn og fór fram til Siriusar. Sirius sat við morgunverðarborðið og var að lesa bréf sem svört ugla hafði komið með. Þegar hann var búin að lesa bréfið leit hann upp með undrunarsvip og sagði: “H-Hæ H-Harry. Ég þarf aðeins að skreppa, kem fljótlega aftur. Heldurðu að það verði allt í lagi?”
Harry kinkaði kolli.
Þá fór Harry aftur upp til sín og sá að var Hedwig var komin með pakka og
bréf. Þetta var frá Ron:

Kæri Harry,
ég var að frétta að skólanum yrði seinkað út af einhverjum dularfullum ástæðum. Ég veit ekki hverjum, en líður þér ekki vel?
Kveðja Ron.

Þá sneri Harry sér að pakkanum og opnaði hann. Þetta var SAGA HOGWARTS!
Harry var himinlifandi og opnaði pakkann og fann Gryffindor og byrjaði að lesa:
Gryffindor er heimavistin þar sem hinir hugdjörfu búa. Uppahafs maðurinn var Godrick Gryffindor. Þarna voru líka fleiri upplýsingar.

Hann svaraði Ron til baka:

Kæri Ron, takk fyrir bókina.
Jú, jú, mér líður ágætlega.
Verður skólanum virkilega seinkað?
Þegar ég vaknaði og fór niður var Sirius stamandi með bréfmiða
og sagði nokkur orð og fór svo eitthvert.

kveðja, Harry


3 klukkustundum síðar kom Siríus heim og fór upp. Hann missti miðann á leiðinn upp stigann. Harry tók hann upp og las:

Sirius,
Skólanum hefur verið seinkað!
Þú getur ekki farið með Harry í skólann, því Snape próffesor er ennþá reiður. Hann verður bara að koma sér sjálfur, en þú mátt fylgja honum til Hogsmeade.
En það er sagt að Salazar Slytherin sé byrjaður á ný!


Harry kraup niður á hnén þegar hann var búin að lesa þetta, laumaði miðanum í vasa Siriusar og fór að sofa. Dagin eftir vaknaði hann í rúminu sínu og leit upp. Þá var Hedwig komin aftur með 2 miða og einn pakka. Hann las á annan miðann. Ron var búinn að svara:

Já, skólanum verðu því miður seinkað,
kveðja Ron


Harry svaraði Ron:
Nú jæja. Skrifaðu mér ef þú fréttir eitthvað fleira.
Kveðja Harry


Hitt bréfið var frá Hermione:

Hæ, hæ, Harry, hefurðu eitthvað heyrt frá Ron?
Hlakkar þú ekki til skólans? Ertu búinn með heimavinnuna þína?
Hvernig líður þér? Sendi þér uglu seinna.
Kveðja Hermione

Harry svaraði henni.

Takk fyrir pakkann (þótt að ég sé ekki búinn að opna hann) en skólanum verður seinkað og já, ég hef heyrt frá Ron. Mér líður vel, jú, jú, ég hlakka til en ég er ekki alveg búinn að klára heimavinnuna, kveðja Harry

Í pakkanum var bók til að taka með sér í skólann, hún hét “Urrandi skrímsli”. Hann gekk niður stigann og þar voru Dumbledore, Snape og Sirius. Snape var alveg brjálaður
út í Sirius og Dumbledore. Hann trúði ekki einu einasta orði um sakleysi Siríusar.
Harry fór niður og heilsaði þeim.

Þá sagði Snape…
Elinerlonli skrifaði: