Jæja ég ákvað að leiðrétta Söguna mína…þetta með tíðarruglingarruglið…
Þátíð og nútíð og það
ég sendi líka (reyndar ókláraðan) 3 kafla með
1. Kafli.
Harry lá í rúminu sínu á Runnaflöt fjögur þegar Petunia móðursystur hans bankaði á hurðina hjá honum og sagði honum að drífa sig að vakna.
Harry þurfti í raun ekkert að vakna enda ekki komið dúr á auga alla nóttina, hann væri búinn að eiga afmæli alla nóttina en samt engar afmælisgjafir fengið frá vinum sínum í galdraheiminum eins og hann vanalega fékk.
Hvað ætli sé að? Hugsaði Harry á meðan hann klæddi sig í fötin og dreif sig niður í morgunmat. Hann var farinn að fá að borða eins og hann vildi eftir samtal Skröggs við Vernon frænda Harrys á lestarstöðinni í lok síðasta skólaárs. Hann hugsaði líka um hvernig lífið væri í fönixreglunni, en það sem hafði legið mest á Harry allt sumarið var dauði guðfafaðir sinns hans Siriusar. Bara ef ég hefði fundið spegillin strax… Hafði Harry hugsað í allt sumar. Honum fannst smá eins og það væri honum að kenna að Sirius dó, ekki af því hann hafði séð sýnina þar sem Sirius var kvalinn af Voldemort heldur því ef hann hefði fundið spegilinn strax þá hefði hann vitað strax hvort Sirius væri heill á húfi heima hjá sér eða ekki.
Dudley var ekki nærri eins andstyggilegur við Harry eftir að hann byrjaði í Hogwarts, hann hafði eiginlega verið hræddur við Harry síðustu fimm ár. En það var samt ekki hræðsla sem Harry sá aðalega úr augnliti Dudleys þessa dagana heldur líka smá þakklæti, eins og að hann vissi vel að Harry hafði bjargað lífi hans síðasta sumar þegar vitsugurnar réðust á þá.
Harry var að fá sér ristað brauð þegar Vernon frændi kastar til hans bréfi sem var stílað á Harry.
“Jæja, svo þessar uglur eru bara dauðar eða?” Spurði Vernon “Þú ert bara farinn að fá póst í gegnum lúguna…það hlýtur að vera frá þessum furðufuglum þarna, enda áttu enga venjulega vini!”
Harry vissi vel að að með venjulega átti Vernon frændi við muggana. En hann gat samt ekki leynt undrun sinni hví hann fékk ekki senda uglu, og minntist þess að Hedwig var ekki kominn en samt var meira en vika síðan hann hafði sent hana til Rons.
Harry reif upp bréfið og las:
Hr. Potter, Harry
Þér minnist þess kannski að þú tókst áfángapróf sem kallast U.G.L. (Undraverð galdra leikni) á síðasta skólaári! í þessu bréfi koma einkunnir þínar og listi varðandi skóladót næsta ár í Hogwarts.
Harry skammaðist sín soldið fyrir að hafa steingleymt U.G.L.u prófunum sínum…
Saga Galdranna: 89%
Varnir gegn myrku öflununum: 100%
Spádómsfræði: 80%
Töfrabrögð: 100%
Töfradrykkir: 69%
Stjörnufræði:95%
Jurtafræði: 97%
Ummyndun: 90%
Umönnun Galdraskepna: 99%
Þetta gerir samanlagt átta U.G.L.ur! Hugsaði Harry. Hann var soldið hissa á sjálfum sér á meðan hann hugsaði hvort maður þyrfti að vera mjög góður í töfradrykkjum til að vera Skyggnir, Þá heyrðist bankað á hurðina og einhver bauð dreif sig inn án þess að bíða eftir að það yrði opnað fyrir sér.
“Hvaða læti eru þetta!” þrumaði Vernon en þaggnaði eins og kettlingur þegar hann sá hver stóð í forstofunni….
“Skröggur!” Kallaði Harry þegar hann sá hver maðurinn var.
“Já blessaður Harry, við ákváðum að koma að sækja þig því við höfum ekkert heyrt í þér lengi” sagði Skröggur. en bætti síðan við þegar hann sá svipinn á Vernoni að það væri ekki Dursley fjölskyldunni að kenna heldur að það væri ekki hægt að senda uglur því þær eru allar drepnar af stuðningsmönnum Voldemorts. Harry brá við að heyra þetta og hugsaði um vesalings Hedwig, hvort hún væri óhult, hvort hún væri dáinn, hvort hún hefði komist til Rons!!!
“Hedwig er í góðu lagi heima hjá Ron” Sagði Skröggur, eins og hann vissi að Harry væri einmitt að hugsa um Hedwig, Harry létti heilmikið við að heyra þetta og skildi strax afhverju hann hafði ekki fengið neinar afmælisgjafir.
“Harry komdu við verðum að drífa okkur” Sagði Lupin sem Harry tók fyrst eftir núna að væri þarna. “Taktu saman koffortið þitt og við höldum á stað í Hreysið”
“Hvernig komumst við í Hreysið?” Spurði Harry. “Með Riddaravagninum!?”
“Nei, Nei. Alls ekki. Það er engum treystandi nú til dags.” Sagði Lupin. “Þú veist að þú ert að byrja sjötta árið þitt í Hogwarts er það ekki?”
“Ehh.. Jú, hvað kemur það málinu við?”
“Þú veist hvað gerist á sjötta árinu. Er það ekki?”
“Eh, ég læri fleiri galdra…” Sagði Harry, en vissi vel að það væri ekki það sem Lupin átti við.
“Já, svo aldeilis.” Sagði Skröggur. “Þú lærir auðvitað fleiri galdra en þú lærir líka að tilflytjast!”
“HA!?” Segir Harry. “Eru þið að reyna að segja að ég tilflytjist í Hreysið?”
“Ja, Já. en við þurfum að kenna þér það fyrst.”
“En, en á ég ekki að læra það seinna? Ég meina í skólanum! Ekki hérna, núna?”
“Ja, það er reyndar soldið sérstakt að þú lærir það svona snemma en Dumbledore sagði að það væri nauðsynlegt, því þetta væri eina örugga leiðin til að þú komist frá Runnaflöt!”
Harry var alveg gáttaður. Hann, að læra að tilflytjast. Hann hafði oft séð Fred og George og Percy og marga fleiri tilflytjast en honum fannst samt eins og hann mundi aldrei ná því sjálfur.
“Jæja eigum við að drífa í þessu?” Spurði Skröggur.
“En, en ef þetta mistekst? Þú veist, ég gleymi kannski búknum hér og hausinn verður þar eða eitthvað?”
“Þá ertu með tvo afbragðs galdramenn til að kippa því í liðinn” sagði Skrögur.
“Allt í lagi Harry minn” sagði Lupin. “Þú veifar sprotanum svona…sjáðu.” sagði hann og veifar sprotanum í hálfhring. “Og síðan smellirðu svona og segir Octobuz Hverfios!” sagði hann og hverfur en birtist fyrir aftan Harry.
“Ok, en hvernig ræðurðu hvar þú birtist?”
“Já, það! Eina sem þú þarft að gera er hugsa um staðinn rétt eftir að þú gerir galdurinn.”
“Jæja prófaðu” sagði Lupin. “Eða bíddu! Hvert hefuru hugsað þér að fara? Svo við getum nú fundið þig síðan.”
“Kompuna undir stiganum” sagði Harry og minntist allar stundirnar sem hann var læstur í henni upp á vatn og brauð.
Harry beindi sprotanum eins og Lupin hafði sýnt honum, hann segir Octobuz Hverfios og hugsar um kompuna undir stiganum. Honum tókst það, hann er komin í kompuna undir stiganum. En hvar er hægra hnéðið á mér? Veltur hann fyrir sér skelfdur á svip.
“Jæja, þetta var frábært!” Þrumar Skröggur sem rétt í þessu reif upp hurðina að kompunni með hnéið hans Harrys í hægri hendinni. “Ja miðað við byrjanda allavega.” sagði hann og fer síðan með einhverja galdraþvælu og hnéið á Harry er komið á sinn stað eins og ekkert hafði í skorist.
Eftir tvo tíma þá er Harry búinn að ná þessu fullkomlega, hann hafði meira segja farið til Londons og aftur til baka. Hann kvaddi Dursley fjölskylduna og varð fremur hissa þegar sér hvað þau kvöddu hann mikið, honum dettur helst í hug að það sé Skröggi að þakka…
Þeir Tilfluttust heilir á húfi í Hreysið og Harry fannst loksins eins og hann sé kominn heim!
2. Kafli
“Vá maður, Harry! Kanntu að tilflytjast?” sagði Ron þegar hann sér Harry birtast í eldhúsinu í Hreysinu. “Sýndu mér, tilflystu upp í herbergið mitt, Hermione er þar, vá hvað hún verður spennt.”
Harry Tilflyst upp í herbergið hans Rons og sér hvar Hermione situr á rúminu hans Rons og er að tala við Ginny.
“Ahhh…” Öskraði Hermione. “Hver ertu?”
“Þetta er alltílagi” sagði Ron sem hrindur upp hurðinni að herberginu sínu. “Harry kann að tilflytjast…”
“Ha! Tilflytjast, en..en það er ekki fyrr en skólinn byrjar sem við byrjum að læra það!” sagði Hermione.
“Ég veit allt um það en Skröggur og Lupin kenndu mér það. Eitthvað í sambandi við öruggast að ferðast eða eitthvað…”
“Eh, en Hermione?” Spurði Ron. “Hvernig lærum við að tilflytjast í skólanum ef það er ekki hægt?” sagði hann síðan og augljóslega ánægður með að hafa nefnt þetta í staðinn fyrir Hermione sem las þetta í “Sögu Hogwartsskóla” og alltaf að tönnslast á að þeir eigi að lesa hana.
“Hmm, já það er spurning” sagði Hermione, og reynir að forðast svipinn á Ron, eins og hún gæti skellt upp úr.
“Ég veit!” sagði Ginny sem hafði setið þögul og hlustað á. “Spurjum Charlie, hann kann að tilflytjast og tók prófið svo ætli hann viti ekki hvernig honum var kennt það.”
“Charlie?” sagði Harry. “ Er hann hér?”
“Já, Hann kom hingað í sumarfríinu sínu, Bill er hér líka útaf Fönixreglunni.”
“Heyrðu.” Segir Harry. “Hvað er með Percy?”
“He he.” Hló Ron.
“Nú hvað?” spurði Harry “Hví hlærðu?”
“Hann er mjög óvinsæll hjá ráðinu þessa dagana. Eftir að Cornelius þurfti að viðurkenna að Voldemort væri snúinn aftur þá var spurt hann margar vandræðalegar spurningar um afhverju hann hafði ekki trúað Dumbledore og honum var meira að segja hótað að vera sagt upp sem galdramálaráðherra, en þá datt honum það snjallræði í hug að kenna Percy um allt saman og Cornelius sagði að Percy hafði fyllt sig einhverjum lygum um geðheilsu þína og Dumbledores og einhvern veginn látið sig halda að Dumbledore og þú væru lygarar og fullir þvælu. Ja, allir gleyptu við þessari sögu hans og Percy hefði verið rekinn úr galdramálaráðuneytinu um eilífð hefði pabbi ekki bjargað honum og sagt að hann vildi fá hann í sína deild, en pabbi hefur alls ekki fyrirgefið honum, sérstaklega ekki fyrir að hafa ekki heimsótt sig á St. Mungos eða óskað honum heilla á einhvern hátt þannig að pabbi lætur hann gera öll skítastörfin og skrifa allar skýrslurnar og þrælar honum út og hefur alls ekki fyrirgefið honum”
Eftir að Ron hafði komið öllu þessu út úr sér fylgdi mikill hlátur í herberginu hans í fjórum kátum krökkum sem hugsuðu öll um hvað Percy ætti þetta innilega skilið.
“Er Percy hérna núna?” Spurði Harry. Ekkert svo spenntur á að svarið verði já.
“Nei hann leigir íbúð í London nálægt Leka Seiðpottinum, pabbi vildi ekki leyfa honum að koma inn hingað aftur og neituðu honum meira að segja um lán fyrir leigunni á íbúðinni einn mánuðinn.”
Þau trítluðu síðan niður stigann og ætluðu að spurja Charlie um hvernig Tilfluttningur væri kenndur í Hogwarts. Á meðan hugsaði Harry hvort Charlie gæti kennt honum eitthvað nytsamlegt í sambandi við Quidditch en Charlie hafði líka verið leitari í Gryffindor liðinu á sínum tíma, alveg eins og Harry.
“Nei, Blessaður Harry minn! Gaman að sjá þig” sagði Herra Weasley neðan úr stiganum. “Heyrðu ég frétti að þú hafðir lært að tilflytjast. Er það rétt?”
“Ehh…” Byrjar Harry en Ron grípur frammí
“Pabbi við þurfum að tala við Charlie við getum ekki…”
“Ha, já já spurðu mömmu þína. Jæja Harry, sýndu mér nú hvað þú getur”
Harry lætur sig hverfa og birtist fyrir aftan Hr. Weasley.
“Nau nau nau!” Hrópaði Hr.Weasley. “Og það bara rétt orðin 16 ára gamall… Mollý Mollý! Mollý mín, sjáðu hvað hann getur…”
Kallaði hann og labbaði inn í eldhús klappandi saman lófonum. Krakkarnir nýtu sér tækifærið og fóru út í garð þar sem Bill og Charlie voru að tala saman.
“Charlie, Charlie!” Kallaði Ginny “Við þurfum að spurja þig að solitlu”
“Nei Harry blessaður, gaman að sjá þig!” sagði Charlie “Hvað þarftu að spurja um Ginny mín?”
“Ja, við vorum að pæla…” sagði Hermione án þess að pæla hvert Charlie beindi spurningunni sinni. “Hérna hvernig lærðuð þið að tilflytjast í Hogwartsskóla þegar það er ekki hægt að tilflytjast í skólanum eða á svæðinu í kring?”
“Já alveg rétt, þið eruð að fara að læra að tilflytjast.” sagði Bill
“Harry er búinn að læra það!”
“Ha? Búinn en hvernig?”
“Skröggur og Lupin kenndu mér það áðan, Dumbledore sagði að ég ætti það.”
“Nei nú lýgurðu. Það hefur enginn yngri en sautján ára réttindi til að tilflytjast, pabbi segir að þetta sé eins og bílfrob hjá muggunum…” sagði Charlie.
“Bílpróf” Leiðrétti Harry hann “Mér finnst soldiðskrýtið að ég hafi ekki fengið uglu…Hei já Ron! Hvar er Hedwig?”
“Ég skal ná í hana.” sagði Ginny. “Það er allt í lagi með hana.”
“Þú ert eflaust að velta fyrir þér afhverju þú mátt nota tilflutnings galdurinn utan skóla, er það ekki?” sagði Lupin sem rétt í þessu kom út í garðinn með frú Weasley sem galdraði fram hnífapör á stóra borðið í miðjum garðinum og kallaði:
“Það kemur matur rétt bráðum, setjist nú við borðið!”
“Lupin? Komst þú líka, hvar er Skröggur?”
“Auðvitað kom ég líka, hvert hélstu að ég hafði farið? Þú hefur bara ekki tekið eftir því útaf öllum æsingnum í Ron.” Harry sá hvernig eyrun á Ron roðnuðu. “Skröggur og Arthur eru að tala við Snape sem var að koma í arininn…”
“Hvað er Snape kominn?” sagði Bill “láta mann vita af svona” sagði hann um leið og hann hvarf inn í húsið.
“En allavega, Charlie hvernig…?” Byrjaði Hermione.
“Afhverju mátti ég allt í einu galdra núna utan skólatíma?” Spurði Harry, og minnist þegar hann þurfti að gera Patronum galdurinn til að verjast vitsugunum síðasta sumar, og réttarhaldanna sem hann hefði líklegast tapað og átt yfir höfði sér brottrekstur úr Hogwarts ef Dumbledore hefði ekki bjargað honum.
“Þú mátt þakka Dumbledore fyrir það. Hann er með þessa ráðuneytis gaura í vasa sínum eftir að Voldemort réðst inn í ráðuneytið.”
“En allavega!” sagði Hermione. “Gætirðu útskýrt það Charlie?”
“Hérna er hún Harry!” kallaði Ginny úr dyrunum. “Alveg í heilu lagi” Í höndonum hélt hún á Hedwig sem braust út úr gripi Ginnyar og flaug til Harrys og nartaði í eyrun á honum himinlifandi að sjá hann aftur og það varð þungu fargi létt af Harry við að sjá hana aftur.
“Er Charlie búinn að útskýra hvernig það er farið að því?” spurði Ginny.
“Nei en hann ætlar að gera það núna” sagði Hermione. “Er það ekki?” og beindi orðum sínum að Charlie.
“Eh, jú. Sjáið til, það er eiginlega ekki Hogwartsskóli sem kennir ykkur þetta þið skiljið enginn kennaranna eða í einhverjum tímum heldur fáið þið þrjá tíma á einhverjum degi vikunnar, hjá mér var það á föstudögum.
En allavega á þessu þremur tímum þá farið þið´niður í Hogsmeade og niðrá pósthús, þar fáið þið að fara niður í kjallarann þar sem þið komið inn í soldið stórt herbergi, svona eins og hálft Hogsmeade. Þar eru fullt af klefum og þið eigið að æfa ykkur í að tilflytjast úr einum klefanum í annan.”
“En hver kennir okkur, þú veist ef það eru ekki kennararnir í Hogwartsskóla?”
“Það eru sérstakir menn úr ráðuneytinu. Þið byrjið í þessum tímum í Október og farið þangað einu sinni í viku alveg þar til jólafríið byrjar. En þið haldið ekki áfram eftir áramót, Nei ó nei þá er ekkert að gera nema að bíða þar til maður verður sautján ára þá fær maður allar reglugerðir í sambandi við tilflutning. Skiljiði? Og leyfið líka.”
“MATUR!” Kallaði frú Weasley.
Weasley fjölskyldan, Harry, Hermione, Skröggur og Lupin settust við matarborðið og gæða sér á matnum sem frú Weasley hafði greinilega lagt allt í sölurnar til að hafa sem bestan og hátíðslegastann.
“Mikið þoli ég ekki þennan mann” sagði Bill og Harry vissi vel að hann átti við Snape. “Það er eins og hann sé hæst ánægður með dauða Siriusar.”
“Já auðvitað er hann það, þeir voru nú ekki beint bestu vinir.” sagði Charlie.
“Þegiði nú strákar!” sagði Frú Weasley og gýtur augunum í átt að Harry.
“Jæja Harry minn.” sagði Hr. Weasley. “Kannt bara að tilflytjast, er ekki síðan málið að tilflytjast til Skástrætis þegar þar að kemur?”
“Ehh, jú auðvitað.” sagði Harry.
“Ætli það sé nokkuð ráðlegt! Við ættum nú ekki að fara mjög hátt með þessa nýju kunnáttu Harrys. Þeir voru ekki beinlínis himinlifandi þarna í ráðuneytinu en þeir vissu svosem að þetta var eina ráðið” sagði Skröggur.
“Eh, já fyrirgefðu.” sagði Weasley vandræðalegur.
Það varð smá svona vandræðaleg þögn sem gerist oft sem varð síðan rofin af Frú. Weasley.
“Jæja Arthur minn ættum við ekki að heimsækja hann Percy okkar í leiðinni til Skástrætis?” spurði hún en hélt augljóslega að svarið verður ekki af hinu betra.
“Já, ætli það ekki. Það er betra ef allir standi saman á móti Voldemort svo ég er jafnvel tilbúinn að fyrirgefa honum.” sagði Hr. Weasley og Harry sér undrunar og gleði svipinn á andliti Frú. Weasley og segir lágt með tárin í augunum:
“Guði sé lof.”
“Hei Harry?” sagði Ron og hnippir í hann “Við verðum síðan að fara í grínbúð Weasleys hjá Fred og Goerge þegar við komum til Skástrætis. Er það ekki?”
“Ha, jú gerum það” sagði Harry en var í raun ekkert að hlusta, hann var að hugsa hvernig Snape gæti vogað sér að vera ánægður með Dauða Siriusar.
3. Kafli
Snemma næsta morgun þegar allir voru vaknaðir og allir búnir að pakka niður biðu krakkarnir inn í eldhúsi og fylgdust með rifrildi Hr. Weasleys og Skröggs.
“Mér finnst að hann eigi að hafa fullan rétt á að nota þetta ef honum var yfir höfuð kennt þetta!” sagði Hr. Weasley. “Það er engar líkur á að Harry verði rekinn úr Hogwarts eftir að Dumbledore sagði Corneliusi spádóminn….”
“Veit Cornelius hvernig spádóminn hljómar…?” Reyndi Harry að segja en Skröggur greip frammí fyrir honum.
“Það er engin ástæða að pirra ráðuneytið meira Weasley ekki þegar þeir eru loks byrjaðir að vinna með reglunni, Dumbledore er á sama máli!”
“En hvað ef Riddaravagninn verður síðan ekki öruggur? sagði Hr. Weasley. ”Hvað ef hvað ef honum er stjórnað af fylgismönnum þú veist hverns og þeir fara með okkur öll á fund þú veist hverns eða eitthvað?“
”Þá verjumst við eins og við getum! Weasley og þess vegna munum við Lupin koma með ykkur í Vagninn til að verja ykkur og Harry!“
Weasley vissi vel að þetta væri búið, þau færu með Riddaravagninum til Londons og hann gæti ekkert gert við því. Harry hafði ekki haft tíma til að spurja Charlie um eitthvað í sambandi við Quidditch og nú var Charlie floginn í burt að hugsa um dreka hann var búinn í sumarfríinu. Bill hafði þurft að gera eitthvað í sambandi við regluna svo hann var ekki hérna heldur.
”Heyrðu Lupin.“ sagði Harry. ”Er Neville verndaður jafn mikið og ég? Ég meina var honum kennt að tilflytjast til að geta ferðast öruggar eða eitthvað?“
”Eh, nei Harry minn“ sagði Lupin ”En þú verður að skilja að ráðuneytið var ekkert ánægt með að leyfa þér að læra að tilflytjast og það hefði verið hætt við að þeir hefðu bannað ykkur báðum það hefðum við beðið um það sama fyrir Neville líka.“
”En, afhverju? Cornelius veit hvernig spádómurinn hljómar og hann veit þá að hann gæti átt um annaðhvort mig eða Neville!“
”Eh, já en þú gleymir að það var líka sagt í spádómnum að jafningi Voldemorts yrði merktur af honum sjálfum“ sagði Lupin og benti á örið á Harry.
”Já en gæti ekki verið að hann hafi merkt vitlausan dreng?“ sagði Harry. ”Ég meina, ég hefði ekki lifað þetta af hefði mamma mín ekki fórnað sér fyrir mig sem varð til þess að Voldemort gat ekki snert mig“
”Móður þinni var ætlað að fórna sér fyrir þig!“ sagði Lupin skyndilega mjög reiður. ”Þú ert drengurinn sem spádómurinn átti við og ég ætla rétt að vona að móðir þín hafi gert það rétta með því að fórna sér svona! Hún hafði aldrei heyrt spádóminn, hún vissi ekku um þennan forna galdur sem varð til þess að Voldemort gat ekki snert þig svo hún gerði þetta algjörlega ómeðvituð um að þú myndir lifa af þó hún dæi!“
Lupin rauk út úr eldhúsinu og skildi Harry eftir með sárt ennið sem var að hugsa um hvað Lupin hafði verið reiður. Hann átti ekkert með að vera reiður út í mig! Hugsaði hann sár og reiður. Það var ekki eins og þetta hafði verið mamma hans.
Harry var mjög reiður út í Lupin alla ferðina í Riddaravagninum, sem betur fer gerðist ekkert slæmt fyrir þá Stan var ennþá að vinna þarna og Ern var við stýrið.
Lupin talaði ekkert við Harry alla ferðina og Harry ekkert við hann.
Síðan loksins eftir langa og sársaukafulla ferð í Riddaravagninum sem Harry fannst alltaf leiðinlegra og leiðinlegra að vera í voru þau komin til London.
”Jæja, Percy á heima í nr. 238“ sagði Frú. Weasley þegar þau voru stödd við Leka Seiðpottinn. ”Það er bara hérna rétt yfir götuna.“
”Jæja við hittum ykkur aftur á Leka Seiðpottinum eftir hálftíma.“ sagði Skröggur ”Samþykkt?“
”Ætlið þið tveir ekki með til Percys?“ spurði Hr. Weasley ”Þið eruð alveg velkomnir heim til hans“
”Nei þakka þér fyrir það.“ sagði Skröggur ”En því miður þá höfum við öðrum hnöppum að hneppa svo við biðjum bara að heilsa“
Þeir kvöddu og héldu í átt að Leka Seiðpottinum.
”Við biðjum líka að heilsa“ sagði Ron
”Nei góurinn“ sagði Frú Weasley ”Þú kemur með okkur og það er best að Harry og Hermione komi líka.“
”En Mamma. Við ætlum að kíkja í búðina hjá Fred og George“ sagði Ron ”Þú manst líka eftir bréfinu sem ég sagði þér að Percy hafði sent mér í fyrra. Heldurðu að Harry vilji hitta mann sem hugsar svona til hans?“
”Eh, hann vissi ekkert hvað hann var að segja.“ sagði Harry og var ekki ánægður með að Ron hafði þurft að nefna þetta.
”Það er ekki öruggt!“ sagði Hr. Weasley ”Harry gæti…“ En Ron greip framm í fyrir honum:
”Það eru fullt af galdramönnum á Skástræti og Voldemort mundi ekki dirfast að ráðast á þá alla í einu svo Harry er alveg öruggur!“
”Jæja, alltí lagi þá!“ sagði frú Weasley ”Þið þrjú megið fara í Skástræti en Ginny þú kemur með okkur! Og ekkert væl.“
Ginny var alls ekki ánægð með það en vissi að það þýddi ekkert að mótmæla. Harry vorkenndi henni soldið en var samt himinlifandi að þurfa ekki að hitta Percy.
Þegar þau voru komin í gegnum skilmálann á milli Leka Seiðpottsins og Skástrætis þá voru þau ekki lengi að finna ”Grínbúð Weasley“ sem hreinlega blasti við þeim þó hún væri ekki stór heldur var það útaf þessu risa skilti sem sveif yfir henni sem á stóð:
GRÍNBÚÐ WEASLEYS
LANGBESTA LEIÐIN TIL AÐ SKEMMTA SÉR ER MEÐ DÓTI HÉÐAN!
ALLT FRÁ GRÍNSÆLGÆTI TIL GRÍNKÚSTA
(Eigendur: Fred Weasley og George Weasley.)
Þegar þau komu inn þá sá Harry strax hvaðan þeir höfðu fyrirmyndi af búðinni, hún var einstaklega lík Grínbúð Zonkos.
”Blessuð öllsömul, gaman að sjá ykkur!“ sagði Lee Jordan
”Lee?“ spurði Ron ruglaður ”Hvað ert þú að gera hér?“
”Ég vinn hér. Ég er búinn með Hogwarts.
“Hvar eru Fred og Goerge?”
“niðrí kjallara. Þeir eru að búa til vörur.”
Hann vísar þeim að hlera bakvið afgreiðsluborðið sem liggur niðrí kjallarann. Þau fara niður og sjá þar Fred og George sem eru að prófa hina ýmsu hluti og við og við springur það sem þeir voru að búa til og þeir verða sótaðir í framan.
“Nei! Er það ekki okkar heitt elskaði bróðir og hans fríða föruneyti.” sagði Fred
“Blessuð öllsömul” sagði George. “Hvernig líst ykkur síðan á búðina?”
“Bara mjög vel.” sagði Hermione “Hvernig ganga annars viðskiptin?”
“Viðskiptin blómstra skal ég segja ykkur.” sagði George “Og með Lee Jordan við afgreiðsluborðið gefst okkur mun meiri tími að framleiða vörur.”
Þið fyrirgefið að ég sé ekki búinn að klára 3. kafla en ég ákvað að senda hann bar með leiðréttingunum frá hinum tvemur köflunum.
Reyni að klára 3 sem fyrst :) og endilega ef ykkur finnst ég vera að gera eitthvað vitlaust eða lélegt endilega segja mér það svo ég geti bætt mig ;)
Með fyrirfram þökkum.
Kv. Jolli