Hér kemur semsagt spádómurinn eins og hann birtist í bókinni:
'The one with the power to vanquish the Dark Lord approaches… born to those who have thrice defied him, born as the seventh month dies… and the Dark Lord will mark him as his equal, but he will have power the Dark Lord knows not … and either must die at the hand of the other for neither can live while the other survives … the one with the power to vanquish the Dark Lord will be born as the seventh month dies…'
Bein þýðing myndi vera:
Sá sem mun hafa máttinn til að yfirbuga Myrka Höfðingjann (man ekki hvernig þetta er) nálgast… fæddur af þeim sem hafa þrisvar storkað honum, fæddur er sjöundi mánuðurinn deyr … og Myrki Höfðinginn mun merkja hann sem jafningja sinn, en hann mun hafa krafta sem Myrki Höfðinginn þekkir ekki … og annar verður að deyja af höndum hins því hvorugur getur lifað meðan hinn heldur lífi … sá sem mun hafa máttinn til að yfirbuga Myrka Höfðingjann er fæddur er sjöundi mánuðurinn deyr …
Af þessu má sjá að tveir komu upphaflega til greina sem sá sem mun hafa máttinn til að yfirbuga Voldemort, Neville Longbottom og Harry Potter. Báðir fæddust í enda júlí og báðir áttu greinilega foreldra sem höfðu þrisvar sinnum storkað eða ögrað Voldemort. EN! Voldemort valdi annan þeirra sem jafningja sinn. Hann vissi ekki að hann væri að því, en hann gerði það engu að síður. Þar af leiðandi merkti hann Harry eins og við vitum öll, með þessu skemmtila öri sem hann er með á enninu. Þar með færði hann fullt af kröftum inn í Harry sem hann hefði annars ekki endilega haft. Svo vex og stækkar Harry og hittir Voldemort loksins augliti til auglitis og tara! hann deyr ekki strax eins og flestir aðrir sem hann hittir heldur kemst hann undan. Og ekki í eitt skipti heldur fjórum sinnum! Geri aðrir betur! Hann er semsagt greinilega sá sem að spádómurinn á við.
Til að allir skilji nákvæmlega hvað er átt við með
'and either must die at the hand of the other for neither can live while the other survives'
þá er átt við að annaðhvort mun Voldemort drepa Harry, eða Harry drepa Voldemort. Semsagt, það mun ENGINN ANNAR geta drepið Harry NEMA Voldemort og enginn annar mun geta drepið Voldemort nema Harry. Og einnig að hvorugur þeirra getur lifað á meðan hinn lifir. Semsagt! Hvað gerðist þegar Harry var eins árs? Voldemort næstum deyr. Hann hverfur, verður að eitthverjum anda sem sveimar um heiminn og reynir að halda sér á lífi. Á meðan lifir Harry góðu lífi (þannig séð) heima hjá Dursleyunum. Og svona gengur þetta, það er ekki fyrr en í lok fjórðu bókarinnar sem Voldemort fær loksins líkama. Enda er allt fimmta árið mjög svona óþægilegt fyrir þá báða, greinilega er spádómurinn að taka til þess að hvorugur mun geta lifað eðlilegu og góðu lífi (ekki það að Voldemort geti það yfirhöfuð) á meðan hinn gengur laus.
Jæja, ég vona að þetta hafi útskýrt eitthvað fyrir eitthverjum, og ef eitthver er ekki sammála mér endilega svarið:)
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!