Ef þú hefur ekki lesið fyrsta og annan kafla þá eru þeir hér.
http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=163311 54

Kafli 3

“Opnaðu, þetta er ég” sagði einhver.
“Ó, sæll herra Tobias” sagði Sirius og opnaði hurðina, “við áttum ekki von á þér fyrr en klukkan tólf.”

“Ég ákvað að koma aðeins fyrr vegna þess að Voldemort er byrjaður að leita að Harry. Hann réðst á Arthúr Weasley í morgun og svipti hann minninu. Arthúr er núna á Sankti Mungo sjúkrahúsinu fyrir galdrasjúkdóma.”

“Er allt í lagi með Ron og Ginny?” spurði Harry með hræðslutón í röddinni.
“Já þau komust burt með Molly. En af hverju ert þú hér niðri?”
“Hann vaknaði útaf okkur” svaraði Sirius.
“Allt í lagi, en þið hafið ekki sagt honum neitt, er það?” spurði Tobias reiðilega.
“Nei, en hann heyrði í okkur áðan”, sagði Dumbledore rólega.
“Jæja Harry, hvað heyrðirðu?” spurði Tobias.
“Þau voru að tala um fönixregluna og hvort ég gæti orðið meðlimur í henni.”

Tobias horfði Harry og sagði síðan: “Langar þig til að vera meðlimur fönixreglunnar?”
“Já”, sagði Harry ákafur.
“Fínt, gjörðu svo vel”, sagði Tobias og rétti Harry bréf.

Kæri Harry Potter

Þér hefur hlotnast sá heiður að fá að ganga í fönixregluna. Það fylgir listi með bréfinu og þar sérðu allt sem þú þarft að kaupa eða útvega.

1. Ein huliðsskikkja
2. Einn galdra kústur Nimbus 2001 eða Þrumufleygur
3. Ein huliðshlíf fyrir kústinn
4. Einn Fönix, svartur eða rauður
5. Bókin “Galdrar og álög fönixreglunnar” eftir Devon Potter

Sendu okkur uglu sem fyrst.

Kveðja Tobias Bawastev


Harry horfði á bréfið í smástund og sagði síðan: “Ég á huliðsskikkju og þrumufleyg, en hvar fæ ég allt hitt?”
“Afi þinn var stofnandi fönixreglunnar svo hann átti allt þetta dót nema þrumufleyginn. Hraðskreiðasti kústurinn á þeim tíma var Cormic 500.
Búnaðurinn hans afa þíns ætti að vera í Gringottbankanum.”

Tobias opnaði gluggann og öskraði útum hann: “Tewinjer komdu.”
Rauður fönix flaug inn um gluggann og settist á öxlina á Tobiasi. “Harry, þetta er Tewinjer, hann er fönixinn minn.” Tobias tók bréf upp úr vasanum og setti það á eldhúsborðið. “Harry geturðu skrifað nafnið þitt hér?” sagði Tobias og rétti Harry fjaðurpenna.
“Af hverju”, svaraði Harry.
“Ég ætla að senda Tewinjer í Gringottbankann til að ná í búnaðinn hans afa þíns.”
“Ókei”, sagði Harry og skrifaði nafnið sitt á blaðið og rétti það síðan til Tobiasar.
“Hérna, Tewinjer” sagði Tobias og festi bréfið við fótinn á honum. “Farðu með það í Gringottbankann.”

Tewinjer stökk út um gluggann og flaug af stað út í myrkrið.
“Jæja Harry, það er að koma miðnætti, ég held að þú ættir að fara að sofa”, sagði Sirius.
“Já, góða nótt”, sagði Harry og fór upp í herbergið sitt. Hann lagðist í rúmið og sofnaði eftir skamma stund.

Harry vaknaði um morguninn við lykt af beikoni sem kom neðan úr eldhúsinu. Hann klæddi sig og hljóp niður stigann.

Mundungus Fletcher var að steikja beikon og pönnukökur en Lupin sat við eldhúsborðið og las Spámannstíðindin.
“Góðan daginn Harry” sagði Lupin.
“Hæ” svaraði Harry.
“Tewinjer kom með dótið hans afa þíns í morgun, Það er hjá arninum.”

Harry hljóp að stórri kistu sem var hliðina á arninum og opnaði hana. Ofan í henni var lítil gullskál full af ösku, galdrakústur, lítil bók sem var jafn þunn og Andrésblað og huliðshlíf.

Harry tók bókina upp og gekk með hana til Lupins. “Er þetta bókin Galdrar og álög fönixreglunar.”
“Já”, svaraði Lupin.
“En hún er svo þunn, það mætti halda að .það væru bara 15 galdrar í henni.”
“Ekki alveg 15, þeir eru 12.”

Harry lagði bókina ofan í kistuna og fékk sér að borða. Þegar hann var að klára morgunverðinn komu Sirius og Tobias niður til að fá sér morgunmat.
“Hvar eru Dumbledore og Arabella?”…………….


Kafli 4

“Þau fóru að ná í fönixana okkar og koma örugglega bráðum”, sagði Tobias.

Harry tók bókina og fór með hana upp í herbergið sitt. Hann byrjaði að lesa: Expelliarmus galdur sem framleiðir verndara, mjög góður gegn vitsugum og vampírum. Brittochreo, reisir ósýnilegan hlífðarskjöld og ver fyrir minniháttar göldrum. Ferexera, stór gylltur fönix kemur útúr sprotanum (merki fönixreglunar).

Harry las alla galdrana yfir þangað til hann kunni þá alla utanað. Honum fannst merki fönixreglunnar vera mest spennandi og ætlaði að fara að prófa það þegar hann heyrði að Dumbledore og Arabella voru komin. Hann hljóp niður og spurði Dumbledore: “Má ég láta merki fönixreglunnar birtast?”

“Nei”, sagði Dumbledore, “það má bara kalla það fram eftir að við höfum gert eithvað gott, eins og til dæmis að bjarga einhverjum.” Harry ætlaði að fara að spyrja hvort merki fönixreglunnar og myrkratáknið væri svipaður galdur, þegar hátt væl heyrðist.

“Voldemort er nálægt” kallaði Arabella.
Sirius tók í Harry og dró hann upp stigann. “Harry, taktu þrumufleyginn, galdrasprotann og huliðsskikkjuna, farðu síðan niður og biddu Lupin um að hjálpa þér að koma hlífinni á þrumufleyginn.”

Harry hljóp inn í herbergið sitt og tók dótið saman. Þegar hann kom niður aftur tók Lupin þrumufleyginn og setti huliðshlífina á hann. “Harry, í kistunni er lítil skál full af ösku. Farðu með hana til Dumbledore” sagði Lupin.

Harry hljóp að kistunni, greip litlu gullskálina sem var á botninum og rétti Dumbledore hana. Dumbledore byrjaði að róta í öskunni. Allt í einu dró hann litla fjöður upp úr öskunni. Hann henti henni í eldstæðið og stráði síðan ösku yfir hana. Askan byrjaði að draga sig saman og á endanum var hún í laginu eins og fönix. Dumbledore sagði: “Tivestemhovana”og á svipstundu breyttist askan í fönix. “Harry, þetta er fönixinn þinn” sagði Dubledore.

Harry horfði hissa á fönixinn í smá stund en síðan kallaði Sirius: “Harry settu á þig huliðsskikkjuna og fljúgðu út úr húsinu á eftir Tobiasi. Ef þú veist ekki hvar við erum vegna þess að við erum með huliðsskikkju, eltu þá fönixana, því þeir fljúga alltaf fyrir framan okkur.”

Harry sá Tobias hverfa undir huliðsskikkju. Harry hljóp að dyrunum og kallaði “Tobias, ertu þarna?”

Tobias tók huliðsskikkjuna af sér og sagði “hvað?”
“Förum við nokkuð langt?” spurði Harry.
“Jú, svolítið” svaraði Tobias og flaug af stað.

Harry beið í smá stund og flaug síðan út á eftir Tobiasi. Hann var ekki viss hvert hann ætti að fljúga fyrr en hann sá Tewinjer sem var fyrir framan hann. Hann ákvað að elta hann.

Harry flaug yfir mörg þorp. Þegar hann var búin að fljúga í u.þ.b. hálftíma var hann orðinn svolítið þreyttur, svo hann ætlaði að reyna að finna Tobias. Harry jók hraðann en klessti þá á eitthvað. “Á, hver klessti á mig?”

“Fyrirgefðu Tobias, en mig langar til að vita hvort það er langt eftir?”
“Við erum næstum því komin. Sérðu húsið þarna niðri?”
“já”, svaraði Harry.
“Við ætlum þangað.”

Harry tók dýfu niður og lenti fyrir utan húsið. Hann tók af sér huliðsskikkjuna og beið eftir hinum. Litlu seinna voru þau öll lent.

“Velkominn til Skotlands Harry”, sagði Sirius og opnaði hurðina á húsinu.
Harry gekk inn í húsið. Um leið og hann steig inn heyrði hann kallað: “sjáið, hann er kominn.”

Harry hrökk við og leit í kringum sig…..