Þetta er annar kaflinn í áhugaspunasögunni minni, ég er ekki enn viss hvað ég ætla að kalla hana en kannski verður það bara eins og 6. bókin á að heit Græna Blysið. (Held hún eigi að heita það….)
En allavega það er mikið um Spoilera úr 5. bókinni svo passa sig….
Þið getið séð Fyrsta kaflann hér:
<a href="http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16332 235"> Hér </a> Ef þetta virkar ekki þá er adressan: http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16332235
Ok?
2. Kafli
“Vá maður, Harry! Kanntu að tilflytjast?” Segir Ron þegar hann sér Harry birtast í eldhúsinu í Hreysinu. “Sýndu mér, tilflystu upp í herbergið mitt, Hermione er þar, vá hvað hún verður spennt.”
Harry Tilflyst upp í herbergið hans Rons og sér hvar Hermione situr á rúminu hans Rons og er að tala við Ginny.
“Ahhh…” Öskrar Hermione. “Hver ertu?”
“Þetta er alltílagi” Segir Ron sem hrindur upp hurðinni að herberginu sínu. “Harry kann að tilflytjast…”
“Ha! Tilflytjast, en..en það er ekki fyrr en skólinn byrjar sem við byrjum að læra það!” Segir Hermione.
“Ég veit allt um það en Skröggur og Lupin kenndu mér það. Eitthvað í sambandi við öruggast að ferðast eða eitthvað…”
“Eh, en Hermione?” Spyr Ron. “Hvernig lærum við að tilflytjast í skólanum ef það er ekki hægt?” Segir hann síðan og augljóslega ánægður með að hafa nefnt þetta í staðinn fyrir Hermione sem las þetta í “Sögu Hogwartsskóla” og alltaf að tönnslast á að þeir eigi að lesa hana.
“Hmm, já það er spurning” Segir Hermione, og reynir að forðast svipinn á Ron, eins og hún gæti skellt upp úr.
“Ég veit!” Segir Ginny sem hafði setið þögul og hlustað á. “Spurjum Charlie, hann kann að tilflytjast og tók prófið svo ætli hann viti ekki hvernig honum var kennt það.”
“Charlie?” Segir Harry. “ Er hann hér?”
“Já, Hann kom hingað í sumarfríinu sínu, Bill er hér líka útaf Fönixreglunni.”
“Heyrðu.” Segir Harry. “Hvað er með Percy?”
“He he.” Hlær Ron. “Hann er mjög óvinsæll hjá ráðinu þessa dagana. Eftir að Cornelius þurfti að viðurkenna að Voldemort væri snúinn aftur þá var spurt hann margar vandræðalegar spurningar um afhverju hann hafði ekki trúað Dumbledore og honum var meira að segja hótað að vera sagt upp sem galdramálaráðherra, en þá datt honum það snjallræði í hug að kenna Percy um allt saman og Cornelius sagði að Percy hafði fyllt sig einhverjum lygum um geðheilsu þína og Dumbledores og einhvern veginn látið sig halda að Dumbledore og þú væru lygarar og fullir þvælu. Ja, allir gleyptu við þessari sögu hans og Percy hefði verið rekinn úr galdramálaráðuneytinu um eilífð hefði pabbi ekki bjargað honum og sagt að hann vildi fá hann í sína deild, en pabbi hefur alls ekki fyrirgefið honum, sérstaklega ekki fyrir að hafa ekki heimsótt sig á St. Mungos eða óskað honum heilla á einhvern hátt þannig að pabbi lætur hann gera öll skítastörfin og skrifa allar skýrslurnar og þrælar honum út.”
Eftir að Ron hafði komið öllu þessu út úr sér fylgdi mikill hlátur í herberginu hans í fjórum kátum krökkum sem hugsuðu öll um hvað Percy ætti þetta innilega skilið.
“Hvar er Percy hérna núna?” Spyr Harry. Ekkert svo spenntur á að svarið verði já.
“Nei hann leigir íbúð í London nálægt Leka Seiðpottinum, pabbi vildi ekki leyfa honum að koma inn hingað aftur og neituðu honum meira að segja um lán fyrir leigunni á íbúðinni einn mánuðinn.”
Þau trítluðu síðan niður stigann og ætluðu að spurja Charlie um hvernig Tilfluttningur væri kenndur í Hogwarts. Á meðan hugsaði Harry hvort Charlie gæti kennt honum eitthvað nytsamlegt í sambandi við Quidditch en Charlie hafði líka verið leitari í Gryffindor liðinu á sínum tíma, alveg eins og Harry.
“Nei, Blessaður Harry minn! Gaman að sjá þig” Segir Herra Weasley neðan úr stiganum. “Heyrðu ég frétti að þú hafðir lært að tilflytjast. Er það rétt?”
“Ehh…” Byrjar Harry en Ron grípur frammí
“Pabbi við þurfum að tala við Charlie við getum ekki…”
“Ha, já já spurðu mömmu þína. Jæja Harry, sýndu mér nú hvað þú getur”
Harry lætur sig hverfa og birtist fyrir aftan Hr. Weasley.
“Nau nau nau!” Hrópar Hr.Weasley. “Og það bara rétt orðin 16 ára gamall… Mollý Mollý! Mollý mín, sjáðu hvað hann getur…”
Kallar hann og labbar inn í eldhús klappandi saman lófonum. Krakkarnir nýta sér tækifærið og fara út í garð þar sem Bill og Charlie eru að tala saman.
“Charlie, Charlie!” Kallar Ginny “Við þurfum að spurja þig að solitlu”
“Nei Harry blessaður, gaman að sjá þig!” Segir Charlie “Hvað þarftu að spurja um Ginny mín?”
“Ja, við vorum að pæla…” Segir Hermione án þess að pæla hvert Charlie beindi spurningunni sinni. “Hérna hvernig lærið þið að tilflytjast í Hogwartsskóla þegar það er ekki hægt að tilflytjast í skólanum eða á svæðinu í kring?”
“Já alveg rétt, þið eruð að fara að læra að tilflytjast.” Segir Bill
“Harry er búinn að læra það!”
“Ha? Búinn en hvernig?”
“Skröggur og Lupin kenndu mér það áðan, Dumbledore sagði að ég ætti það.”
“Nei nú lýgurðu. Það hefur enginn yngri en sautján ára réttindi til að tilflytjast, pabbi segir að þetta sé eins og bílfrob hjá muggunum…” Segir Charlie.
“Bílpróf” Leiðréttir Harry hann “Mér finnst soldiðskrýtið að ég hafi ekki fengið uglu…Hei já Ron! Hvar er Hedwig?”
“Ég skal ná í hana.” Segir Ginny. “Það er allt í lagi með hana.”
“Þú ert eflaust að velta fyrir þér afhverju þú mátt nota tilflutnings galdurinn utan skóla, er það ekki?” Segir Lupin sem rétt í þessu kom út í garðinn með frú Weasley sem galdrar fram hnífapör á stóra borðið í miðjum garðinum og kallar “Það kemur matur rétt bráðum, setjist nú við borðið!”
“Lupin? Komst þú líka, hvar er Skröggur?”
“Auðvitað kom ég líka, hvert hélstu að ég hafði farið? Þú hefur bara ekki tekið eftir því útaf öllum æsingnum í Ron.” Harry sér hvernig eyrun á Ron roðna. “Skröggur og Arthur eru að tala við Snape sem var að koma í arininn…”
“Hvað er Snape kominn?” Segir Bill “láta mann vita af svona” Segir hann um leið og hann hverfur inn í húsið.
“En allavega, Charlie hvernig…?” Byrjar Hermione.
“Afhverju mátti ég allt í einu galdra núna utan skólatíma?” Spyr Harry, og minnist þegaar hann þurfti að gera Patronum galdurinn til að verjast vitsugunum síðasta sumar, og réttarhaldanna sem hann hefði líklegast tapað og átt yfir höfði sér brottrekstur úr Hogwarts ef Dumbledore hefði ekki bjargað honum.
“Þú mátt þakka Dumbledore fyrir það. Hann er með þessa ráðuneytis gaura í vasa sínum, meira þarf ég ekki að segja.”
“En allavega!” Segir Hermione. “Gætirðu útskýrt það Charlie?”
“Hérna er hún Harry!” Kallar Ginny úr dyrunum. “Alveg í heilu lagi” Í höndonum heldur hún á Hedwig sem brýst út úr gripi Ginnyar og flýgur til Harry og nartar í eyrun á honum himinlifandi að sjá hann aftur og það er þungu fargi létt af Harry við að sjá hana aftur.
“Er Charlie búinn að útskýra hvernig það er farið að því?” Spyr Ginny.
“Nei en hann ætlar að gera það núna” Segir Hermione. “Er það ekki?” og beinir orðum sínum að Charlie.
“Eh, jú. Sjáið til, það er eiginlega ekki Hogwartsskóli sem kennir ykkur þetta þið skiljið enginn kennaranna eða í einhverjum tímum heldur fáið þið þrjá tíma á einhverjum degi vikunnar, hjá mér var það á föstudögum.
En allavega á þessu þremur tímum þá farið þið´niður í Hogsmeade og niðrá pósthús, þar fáið þið að fara niður í kjallarann þar sem þið komið inn í soldið stórt herbergi, svona eins og hálft Hogsmeade. Þar eru fullt af klefum og þið eigið að æfa ykkur í að tilflytjast úr einum klefanum í annan.”
“En hver kennir okkur, þú veist ef það eru ekki kennararnir í Hogwartsskóla?”
“Það eru sérstakir menn úr ráðuneytinu. Þið byrjið í þessum tímum eftir áramót og farið þangað einu sinni í viku alveg þar til jólafríið byrjar. En þið haldið ekki áfram eftir áramót, Nei ó nei þá er ekkert að gera nema að bíða þar til maður verður sautján ára þá fær maður allar reglugerðir í sambandi við tilflutning. Skiljiði?”
“MATUR!” Kallar frú Weasley.
Weasley fjölskyldan, Harry, Hermione, Skröggur og Lupin setjast við matarborðið og gæða sér á matnum sem frú Weasley hafði greinilega lagt allt í sölurnar til að hafa sem bestan og hátíðslegastann.
“Mikið þoli ég ekki þennan mann” Segir Bill og Harry vissi vel að hann átti við Snape. “Það er eins og hann sé hæst ánægður með dauða Siriusar.”
“Já auðvitað er hann það, þeir voru nú ekki beint bestu vinir.” Segir Charlie.
“Þegiði nú strákar!” Segir Frú Weasley og gýtur augunum í átt að Harry.
“Jæja Harry minn.” Segir Hr. Weasley. “Kannt bara að tilflytjast, er ekki síðan málið að tilflytjast til Skástrætis þegar þar að kemur?”
“Ehh, jú auðvitað.” Segir Harry.
“Við ættum nú ekki að fara mjög hátt með þessa nýju kunnáttu Harrys. Þeir voru ekki beinlínis himinlifandi þarna í ráðuneytinu en þeir vissu svosem að þetta var eina ráðið” Segir Skröggur.
“Eh, já fyrirgefðu.” Segir Weasley vandræðalegur.
Það verður smá svona vandræðaleg þögn sem gerist oft sem er síðan rofin af Mollý Weasley.
“Jæja Arthur minn ættum við ekki að heimsækja hann Percy okkar í leiðinni til Skástrætis?” Spyr hún en veit augljóslega að svarið verður ekki af hinu betra.
“Já, ætli það ekki. Það er betra ef allir standi saman á móti Voldemort svo ég er jafnvel tilbúinn að fyrirgefa honum.” Segir Hr. Weasley og Harry sér undrunar og gleði svipinn á andliti Frú. Weasley sem tárast og hrópar “Guði sé lof!”
“Hei Harry?” Segir Ron og hnippir í hann “Við verðum síðan að fara í grínbúð Weasleys hjá Fred og Goerge þegar við komum til Skástrætis. Er það ekki?”
“Ha, jú gerum það” Segir Harry en var í raun ekkert að hlusta, hann var að hugsa hvernig Snape gæti vogað sér að vera ánægður með Dauða Siriusar.