Áfallið
Það var um kvöld þegar það gerðist.
Eitthvað undarlegt. Eða það fannst Roger allavega.
Roger hét fullu nafni Roger Michael Darvin og var venjulegur strákur. Hann var nýorðinn ellefu ára og var frekar stór eftir aldri. Hann var með stutt, ljóst hár og brún augu. Hann bjó hjá pabba sínum lítilli íbúð í Manchester.
Hann fór inn á klósett til þess að bursta í sér tennurnar og í dyrunum var hann að hugsa um hvað það væri æðislegt að geta galdrað. ,,Ég vildi að tannsburstinn minn kæmi fljúgandi” hugsaði hann með sér og sveiflaði höndunum.
Þá gerðist það. Þetta skrítna. Tannburstinn flaug upp í hendurnar á honum.
Hann starði á hann og henti honum síðan í gólfið.
Hann hljóp inn í stofu til pabba sem var að horfa á sjónvarpið.
,,Pabbi!” öskraði hann. ,,Ég óskaði mér að tannburstinn myndi fljúga upp í hendurnar á mér og hann gerði það!”
Pabbi hans kipptist við.
,,Ég vissi að það myndi koma að þessu” andvarpaði hann og slökkti á sjónvarpinu. ,,Roger, nú þarf ég að segja þér dálítið. Ég hefði átt að hafa sagt þér þetta fyrir löngu. Mamma þín var norn. Hún dó ekki í slysi. Það var galdramaður sem drap hana. Einhver vondur galdramaður sem hét Voldemort. Hún var í félagi sem var á móti honum. Mig minnir að það hafi heitið Fönixreglan eða eitthvað svoleiðis.”
Roger starði á hann. ,,Þú ert að grínast” hvíslaði hann.
,,Nei þetta er alvara” sagði pabbi hans.
Það liðu nokkrar vikur og Roger var farinn að hlakka til að fara í skólann. Hann hafði mikið spáð í hverskonar skóli þetta væri og hvernig galdra maður lærði. Þurfti maður að læra galdraþulur eins og “Akrakadabra” og svoleiðis eða þurfti maður bara að hugsa um eitthað og það myndi rætast strax.
Pabbi hans sagði honum frá flest öllu sem hann vissi um galdraheiminn. Hann sagði honum til dæmis frá því að frænka hans væri kennari í skólanum. Hún og mamma Rogers voru systkinabörn og höfðu oft leikið sér saman þegar þær voru yngri.
Hann var ekki alveg viss um hvað hún kenndi en hélt að það væri eitthvað í sambandi við plöntur. Hann varð strax spenntur því að hann hafði aldrei séð neina ættingja út móðurættinni. Móðurafi hans og amma dóu áður en hann fæddist og þegar þau byrjuðu að búa í muggaheiminu misstu þau smám saman sambandið við aðra galdramenn.
Einn morguninn þegar honum leiddist alveg rosalega kom ugla fljúgandi inn um eldhúsgluggann. Hún skildi eftir bréf áður en hún flaug aftur út um gluggann.
Framan á því stóð:
Hr. Roger Michael Darvin
Íbúð 357
85 Kingsley street
Manchester
Hann opnaði það og tók út tvö pergamentblöð. Annað var einhverskonar bókalisti og hitt var bréf sem hann las upphátt fyrir pabba sinn.
Kæri Roger
Þú hefur hlotið skólavist í Hogwarts, skóla galdra og seiða.
Á meðfylgjandi blaði er það sem þú þarft að hafa með þér í skólann.Þú getur fengið það í Skástræti. Til þess að komast inn í Skástræti þarftu bara að finna krá sem heitir Leki Seiðpotturinn. Heimilisfangið og fleiri upplýsingar eru á hinu blaðinu.
Það fylgir líka með lestarmiði í Hogwartshraðlestina sem fer frá brautarpalli 9¾ á King’s Cross lestarstöðinni í London kl. 11.00 þann 1.september n.k
Prof. M. McGonagall, aðstoðarskólastjóri.
,,Jæja” sagði David, pabbi hans. ,,Ætli ég þurfi ekki að sleppa að fara að veiða um helgina og við skreppum til London því að lestin fer á mánudaginn.
Roger gat ekki sagt neitt. Hann var svo ringlaður. En svo hugsaði hann með sér að þetta væri alveg ágætt. En hvernig væri svo að geta galdrað?
2.kafli
Skástræti
Þeir leituðu lengi að þessari krá, Leka seiðpottinum. Þeir fundu hana loksins eftir að hafa gengið fram og til baka eftir götunni í örugglega 20 skipti.
Þeir gengu inn en leist nú ekki alveg á hana því að það voru svo margir ógeðslegir galdramenn þar inni. Þeir litu allir út fyrir að vera vondir. Þeir flýttu sér upp að afgreiðsluborðinu og á meðan David var að spyrja afgreiðslumanninn um ýmislegt fór Roger að horfa í kringum sig. Hann sá tvo alveg ógeðslega ljóta og skítuga galdrakarla sitja við eitt borðið við hliðina á honum. Þeir voru að hvíslast eitthvað á og hann heyrði nokkrar setningar sem létu hann fá gæsahúð.
,,…Já einmitt…alveg steindauður…Hinn mikli Voldemort drap hann…
en sem betur fer er enginn að eltast við hann núna. Galdramálaráðuneytið vill ekki viðurkenna að hann sé kominn aftur.”
Hann bað pabba sinn um að flýta sér og þeir fóru burtu inn í bakgarðinn með einhverri norn sem sló nokkrum sinnum í steinvegginn.
Núna opnaðist alveg nýr heimur. Þeir sáu fullt af verslunum sem seldu allskonar galdrahluti. Þarna var búð full af pottum. Önnur seldi galdrasprota og þarna var líka búð með kúst upp í glugga. Margir krakkar stóðu og störðu á hann eða töluðu saman fyrir utan gluggann. ,,Mamma þín var ágæt að fljúga um á þessum kústum.” Sagði David. ,,Í Alvöru?” spurði Roger ,,Geta þeir flogið”
Þeir löbbuðu alveg út að enda á götunni. Þar stóð stórt hús. ,,Þetta hlítur að vera Gringotts.” Sagði David. ,,Hérna getum við skipt peningunum í galdrapeningana. Hvað heita þeir aftur? … Kallon? -nei, Galleon. Við fáum að vita meira hjá þeim sem stjórna hér.”
Þeir löbbuðu inn en snarstoppuði í dyrunum. Bankanum var stjórnað af svartálfum!
Þeir skiptu peningunum sínum og löbbuðu svo út.
Þeir byrjuðu á að kaupa skólabúning fyrir Roger.
Hann vildi endilega fá að kaupa sér uglu en pabbi hans leyfði honum það ekki.
,,Þú fær hana kannski bara á næsta ári þegar þú veist hvernig allt gengur fyrir sig.”
Roger varð dálítið svekktur en gleymdi því fjótlega því að það var allt of mikið að sjá þarna.
Þegar þeir voru búnir að kaupa allt skóladótið leigðu þeir sér herbergi á Leka seiðpottinum.
Shadows will never see the sun