Mér datt í hug að skrifa þetta því það hefur aldrei verið líst flugferðunum hjá Hedwig eða neinni uglu svo ég muni



Klukkann var komin langt yfir miðnætti. Úti var grenjandi rigning og rok en samt var Hedwig ekki inni í búrinu sínu. Harry hafði sent hana með bréf handa Ron og Hedwig var ekki í góðu skapi.

“Af hverju gat þetta bréf ekki beðið til morguns” tautaði Hedwig meðan hún fauk til og frá meðan hún blakaði vængjunum ótt. “Mér finnst nógu erfitt að fljúga um nótt(það er stórhættulegt að sofna á flugi) en að láta mig fljúga í svona brjáluðu veðri það er næstum ógerlegt” gargaði Hedwig. “Mér þætti gaman að sjá Harry fljúga á kústinum sínum þessa vegalengd í brjáluðu veðri um nótt” hélt Hedwig áfram með hárri röddu. Hún ætlaði að halda áfram að öskra á húsbónda sinn en það hafði ekkert upp á sig, Harry var víðsfjarri og svo skildi hann líka ekki uglísku. Hún var komin með vott af hálsbólgu og þráði að komast í hita. Hún vissi af uglubar sem átti að vera hér í grenndinni. Þessi uglu bar hét Dansandi Uglann og Hedwig hafði komið nokkrum sinnum þar. Hún byrjaði að leita að barnum. Loksins sá hún eitthvað ljós í fjarlægð. Þetta hlaut að vera Dansandi Uglann. “Það liggur ekkert á að Ron fái þetta bréf svo ég held að ég fari bara á barinn”. Hedwig lækkaði flugið og því nær sem hún kom heyrðist betur söngur uglanna inni á barnum, loks lenti Hedwig á grein á risa stórri eik. Það var risastórt fuglahús upp í trénu og utan á því var skilti þar sem var mynd af dansandi uglu og á því stóð með gulllituðum stöfum Dansandi Uglann. Skiltið hentist til og frá og rokinu en það heyrðist lítið í látunum í því út af músíkinni sem barst út af “pubbnum”. Þetta var undarleg tónlist, svona blanda dálítið eins og þjóðlagatónlist. Hedwig reitti sig aðeins til og labbaði svo inn á barinn. Hún flögraði að barborðinu og settist þar. “Ég ætla að fá tvöfaldan koníak og tvær hagamýs”sagði Hedwig móð eftir flugið. “Hvernig koníak viltu ljúfan” sagði barþjónninn sem var perraleg karlugla. “Get ég fengið flug-koníak” spurði Hedwig.“Sjálfsagt elskan” sagði barþjónninn. Barþjónninn setti mýsnar og koníakið á borðið. “Takk” sagði Hedwig um leið og hún slafraði þessu í sig svo fékk hún sér meira koníak og meira koníak og svo aðeins vodka. Þegar hún var að klára vodkað og orðin blindfull þá kom ágætlega myndarleg karlugla og byrjaði að nudda sér upp við Hedwig.“hvað ertu að (burp) gera? spurði Hedwig slepjulega. ”Viltu dansa“ spurði karluglann án þess að svara Hedwig.”já já“ svaraði Hedwig eins og henni stæði á sama. Karluglann var líka orðin nokkuð full svo að við muggarnir hefðum ekki kallað þetta að dansa. En þau dönsuðu fram á rauðanótt þangað til Hedwig sagðist þurfa að senda bréf. ”Kemur ekki til greina“sagði karluglann mað sná umhyggju í röddinni ”Ég hleypa þér ekki út að fljúga fyrst þú ert svona full“. ”Komdu bara með mér upp á herbergi og við skulum skemmta okkur þar" sagði hann. Hedwig vissi að hún gæti ekki flogið svona full og hún gat ekki snúið heim að því að Harry vissi ekki að hún drykki. Svo hún samþykkti að fara með uglunni upp á herbergi,það var líka langt síðan hún hafði verið með karluglu. Þau löbbuðu upp stigann og upp á herbergi en engum sögum fer af því hvað gerðist þar.

Hedwig vaknaði svo um morguninn ein í rúmi uppi á herbergi.Hún var þunn en óvenju glöð. Hún klæddi sig í fjaðrirnar og flaug út um gluggann. Það var algjört logn og enginn rigning og sólin var að koma upp. Hedwig tók stefnuna á The Burrow og var komin þangað eftir rúmlega þrjátíu mínútur.Hún flaug inn um opinn glugga á herbergi Rons og lenti ofan á honum þar sem hann lá sofandi,hann rumskaði en vaknaði ekki. Hedwig skildi bréfið eftir og flaug aftur út um gluggann svo hún yrði komin heim áður enn Harry vaknaði. Hún vildi ekki að Harry vissi að hún hefði verið úti í alla nótt. Hún þaut í gegnum loftið og á meðan hún flaug söng hún hátt og snjallt lag sem hún hafði heyrt á barnum.

Uglur eru komnar hér
þær ætla að reyna skemmta sér
dansa mikið og syngja hátt
í alla nótt hér verður kátt

Hér er nóg að drekka og borða
hagamýs og fiskisporða
héðan enginn svangur fer
á Dansandi Uglunni líkar mér

Hún söng þetta lag alveg þangað til hún sá Privet drive þá hægði hún á sér og lækkaði flugið hún lenti fyrst á þakinu og hvíldi sig í smástund. Klukkann var bara sjö, Harry myndi ekki vakna strax hugsaði Hedwig og kastaði mæðunni. Hún skoppaði svo niður á gluggasilluna hjá herberginu hans Harrys. Glugginn var opin svo Hedwig þurfti ekki að banka á gluggann og vekja Harry. Hún hoppaði inn í búrið sitt og rifjaði upp atburði næturinnar áður en hún sofnaði.


Hvernig líkaði ykkur fyrsta Fanfictionið mitt?