1.Kafli
Harry lá inni í þessu litla herbergi sínu á Runnaflöt 4 og hugsaði um Ron og Hermione, 2 bestu vini sína frá Hogwarts, Galdramanna skólanum sem hann var í. Hann hafði ekki heyrt neitt frá hvorugu heillengi!
Hví sendu þau honum ekki póst eða neitt, þau sem voru svo vön því ! Bráðum nálgaðist afmæli Harry´s en þau höfðu ekki einu sinni sent kort ! Eftir nokkurra stund heyrðist eitthvað hljóð eins og það væri eitthvað að krafsa í gluggann. Hvað var þetta hugsaði Harry.Síðan heyrðist þetta aftur. Honum var litið í gluggann og sá þá Grísling, litlu ugluna hans Ron, vera að krafsa í gluggann og reyna að komast inn. Harry fór og opnaði gluggann og Gríslingur flaug inn, Harry varð mjög hissa á að sjá hann svona þreyttann og skítugan, hann sem flaug alltaf í hringi og montaði sig yfir því að færa honum bréf. Harry lét hann inn í búrið hans Hedwig til að jafna sig og byrjaði að lesa bréfið frá Ron. Það hafði verið skrifað í flýti. Á því stóð:
HJÁLP HJÁLP
KOMDU STRAX! NÚNA
HJÁLP
Harry var hissa hví Ron skrifaði þetta og sendi uglu til Hermione
Hæ Hermione
Í morgun fékk ég bréf frá Ron sem stóð bara á HJÁLP HJÁLP KOMDU STRAX! NÚNA HJÁLP. Mig grunar að það sé eitthvað að gerast hjá honum. Ég ætla til hans og komast að hvað er að gerast. Reyndu að hitta mig í Riddaravagninum en ef þú getur það ekki allt í lagi.
Ef þú kemst þá ferðu útá götu og lyftir töfrasprotanum upp og þá kemur Riddaravagninn.
Sjáumst vonandi
Harry
Síðan pakkaði hann niður öllum sínum hlutum og fór út á eitt götu horn sem fólk labbaði venjulega ekki um og lyfti töfrasprotanum og setti aftur oní tösku. Á þeirri stundu kom Riddaravagninn og Harry steig upp í hann. Það voru ekki margir í Riddaravagnium , bara gamall maður og ung kona og Hermione ! Hún hafði komið. Hann borgaði fyrir farið og hljóp inn til hennar. Eins og venjulega byrjaði hún að tala um hvað væri eiginlega að gerast og hafði margar hugmyndir um hvað væri eiginlega að gerast og sagði að þau gætu sent Dumbludore Skólastjóra Hogwarts póst en eftir pínu mikið málflóð stöðvaði Harry hana. Gæti þetta verið Voldemort sagði Harry. Hermione horfði á hann. Hvað? Spurði hún. Harry sagði að á hverju sumri hafði hann farið til Rons og kannski hafði Voldemort grunað að hann færi líka núna svo hann fór til þeirra og vildi drepa mig. Þau horfðu á hvort annað, gat þetta verið eða voru þau bra að ýminda sér. Það sem var eftir ferðarinnar þögðu þau. Loksins eftir nokkurn tíma sagði Stan sá sem keyrði rútuna að þau væru næstum komin. Þau gerðu sig tilbúin og síðan voru þau komin . Harry og Hermione fundust eitthvað skrítið við staðinn. Venjulega liðaðist reykur úr reykháfnum og Í einni skemmunni komu sprengingar á 5 mínútna fresti ( Fred og Goerge voru oftast að bæta við uppfinningasafnið) og ánægja um lýkti staðinn en…. ekkert. Harry og Hermione lýtu á hvort annað en svo slepptu þau töskunum, tóku upp töfrasprotann og læddust inn í húsið. Harry fór fyrst inn og svo Hermione. Þau áttu ekki von á því sem beið þeirra, Mollý og Arthur Weasly lágu á gólfinu hreyfingarlaus, Hermione vissi ekki hvað væri í gangi en Harry vissi það, Hann hafði séð þetta áður. Á öðru ári sínu í Hogwarts þá hafði verið steingert nokkra krakka sem voru muggaættar.Hermione meðal annars. Hann vissi strax að það hefði steingert þau, en hvernig var það hægt?? Það bjó alveg örruglega engin basilíuslanga hér. Þau voru með skelfdar svip eins og þau stóðu á móti eitthverju ógnvægilegu. Þau gengu inn í stofu og sáu þar
Ginny liggja í sófanum steingerða líka. Hermione ætlaði upp stigann en Harry ætlaði að skoða betur niðri. Eftir nokkurn tíma heyrðist öskur af efri hæðinni. Harry þaut upp stigann og sá þá Hermione horfa inn í herbergi Fred og George líka. Þar inni lágu Percy og George steingerðir. Síðan heyrðist skrölt á neðri hæðinni. Þau gengu rólega niður stigann og sáu þá 2 hálflokaða skápa undir vaskinum. Hermione og Harry hertu sig upp og gengu rólega að skápnum, með sprotana á undan sér. Harry heyrði andardrátt. Harry og Hermione ákváðu að opnað yrði á 3. 1,2,3. Þau kipptu skápunum upp og heyrðu öskur……
Framhald bráðum