*** Það eru spoiler úr fyrstu fjórum bókunum en ekki úr fimmtu.***

Kafli 1

Harry vaknaði við hávaðann í nýja tölvuleiknum sem Dudley hafði fengið í sumargjöf. Harry leit á náttborðið sitt. Þar var notuð einnota myndavél bundin inn í gamlan bleikan borða. Þetta átti örugglega að vera gjöfin hans. Harry fór niður og fékk sér að borða. Þegar hann var að ljúka við morgunverðinn flaug Hedwig inn um gluggann og lenti á matarborðinu.

“Hvað á ég að þurfa að segja það oft að þessi fjárans ugla má ekki vera í eldhúsinu” öskraði Vernon á Harry.
“Ég skal passa að hún geri þetta ekki aftur” sagði Harry og tók bréfið af Hedwig. Harry hljóp upp í herbergið sitt og opnaði bréfið.

Kæri Harry
Ég er búinn að kaupa mér hús fyrir utan Hogsmeade og fá leyfi hjá Dumbledore til að hafa þig í nokkrar vikur. Ef þú vilt koma til mín þarftu bara að fá leyfi hjá frænda þínum. Ég kem klukkan 6 í kvöld
Kv.Sirius

Harry leit á klukkuna og sá að Sirius myndi koma eftir klukkutíma. Harry hljóp niður stigann til Vernons.
“Heyrðu má ég búa hjá Siriusi í nokkrar vikur” sagði Harry.
Vernon leit á Harry og sagði: “Já, já ,hvenær kemur hann að ná í þig”.
“Eftir klukkutíma”.
“Farðu þá að pakka, þú mátt alveg vera hjá honum þar til skólinn byrjar”.

Harry fór að pakka. Hann náði í allar skólabækurnar og setti þær í koffortið sitt. Þegar Sirius kom var Harry búinn að setja allt dótið sitt út á stétt. Harry faðmaði Sirius og kvaddi Dursleyfjölskylduna.

Þegar Sirius og Harry voru búnir að bera dótið hans Harry niður að götu spurði Harry:
“Hvernig komumst við til Hogsmeade?”
“Við notum flugduft” svaraði Sirius.
“Hvar eigum við að fá það” sagði Harry.
“Arabella Figg ætlaði að hjálpa mér” sagði Sirius.

Harry og Sirius drógu nú allt skóladótið hans Harry heim til Arabellu. Sirius bankaði. Arabella kom til dyra,“velkomnir” sagði hún og bauð þeim inn “ég er með flugduft”.
Harry gekk að eldstæðinu. “Hefurðu notað flugduft áður” spurði Sirius.
“Já”, svaraði Harry.
“Fínt ,mundu að tala mjög skírt. Ég fer á undan”, sagði Sirius.
Harry tróð koffortinu inn í arininn, síðan fór Sirius inn í arininn henti flugduftinu niður og sagði: “Hús fönixins”. Skyndilega birtust grænir logar og Sirius var horfinn.

Harry kvaddi frú Figg og steig inn í arininn. Hann henti niður flugduftinu og sagði: “Hús fönixins”.
Skyndileg fór hann að snúast. Hann sá fullt af eldstæðum og síðan lenti hann hjá Siriusi.

“Af hverju heitir húsið, Hús fönixsins”, spurði Harry.
“Vegna þess að gæludýrið mitt er svartur fönix” sagði Sirius.
“Svartur fönix!! Ég hélt að það væru bara til rauðir fönixar eins og Fawkes”.
“Nei Harry, það eru líka til svartir fönixar”.

“Harry hefurðu heyrt talað um Fönixregluna” sagði Sirius.
“Nei” svaraði Harry.
“Fönixreglan eru verndarsamtök. Margir þeirra sem eru í fönixreglunni eiga fönix. Þegar Voldemort byrjaði að leita sér að fylgismönnum stofnaði hann félag sem var andstæðan við fönixregluna. Voldemort og stuðningsmenn hans voru með svarta fönixa þess vegna eru flestir hræddir við svarta fönixa”.

“En hvernig fékkstu þinn fönix?” spurði Harry…………….


Kafli 2

“Mér var boðið að ganga í fönixregluna” svaraði Sirius.
“Halda þeir sem eru í fönixreglunni að þú sért morðingi?”
“Nei ,Dumbledore er í fönixreglunni og hann treystir mér”.
“Má ég fá að sjá fönixinn þinn?”
“Já, já, en passaðu þig að snerta hann ekki. Ef hann vill leyfa þér að snerta sig þá kemur hann til þín.”

Harry og Sirius gengu upp stiga og fóru inn í dimmt herbergi. Þegar þeir opnuðu hurðina heyrðist væl úr einu horninu. “Devon komdu”, kallaði Sirius.
Fönixinn stóð upp og labbaði til Siriusar. Harry horfði á fönixinn í nokkrar sekúndur og sagði síðan: “Hvar fékkstu hann?”

“Þegar mér var boðið að ganga í fönixregluna var mér sagt að fara að leita að fönix. Þegar ég var kominn að hellinum þar sem við Grágoggur bjuggum, þá heyrði ég væl, svo að ég fór inn í hellinn. Þar sá ég fönixinn, bundinn við stein. Ég fór að leita að eigandanum en enginn sagðist eiga hann. Þess vegna tók ég hann heim til mín og hann hefur verið hér í rúma viku.”

“Af hverju heitir hann Devon?”
“Vegna þess að Afi þinn hét Devon Potter”, svaraði Sirius.
“Þekktir þú Afa minn?” sagði Harry.
“Nei, en ég hitti hann oft þegar ég var að leika við James og afi þinn stofnaði fönixregluna. En ég held að þú ættir að fara að sofa, því á morgun ætla ég að koma þér á óvart.”

Sirius vísaði Harry inn í herbergi sem var fullt af blaðaúrklippum og myndum. Harry settist á rúmið og fór að sofa. Hann dreymdi að hann væri eltur af stórum fönix. Þegar fönixinn var komin alveg að honum, þá hvarf fönixinn og Dumbledore birtist. Síðan kom grænt leiftur og hann heyrði hlátur. Þegar Harry vaknaði var hann í svitabaði.

Harry var á leiðinni niður í eldhús til að fá sér vatn þegar hann heyrði að Sirius var að tala við einhverja niðri í eldhúsi.
“En Harry er of ungur, hann getur ekki verið í fönixreglunni” sagði Sirius.
“Hann hefur þó samt mætt myrkraherranum þrisvar sinnum” sagði einhver sem Harry kannaðist ekki við.
“Hann getur alveg tekið þátt í starfi fönixreglunar” sagði Dumbledore.
“En þá þarf hann fönix” sagði Sirius.
Harry ætlaði að fara aftur upp í herbergið sitt þegar Devon kom labbandi niður stigann “suss Devon, farðu.”

“Harry ert þetta þú ”sagði Sirius.
“Já” sagði Harry og gekk til þeirra.
Harry sá fimm manneskjur sitja við eldhúsborðið.
“Harry þetta eru Remus Lupin, Arabella Figg, Mundungus Fletcher og Albus Dumbledore en ég býst við að þú þekkir alla hér nema Mundungus Fletcher.”

“Góðan daginn,” sagði lítill og grannur maður við Harry.
“Sæll” svaraði Harry.
“Jæja Harry” sagði Dumbledore, “myndi þig langa til að vera meðlimur í fönixreglunni?”
“Mig” svaraði Harry hissa.

“Dumbledore,” sagði Arabella reiðilega, “við máttum ekki segja honum neitt.”
“Það skiptir ekki mál, hann heyrði í okkur áðan þegar við vorum að tala saman” sagði Dumbledore.
“En má ég vera í fönixreglunni?” spurði Harry.
“Því miður getum við ekki svarað því,” sagði Lupin. “Tobias Bawastev stjórnandi fönixreglunar ræður því.”

Skyndilega var bankað. “Hver er þar,” sagði Sirius………………