Endilega segið mér hvernig ykkur finnst sagan því að þetta er fyrsta fanfic-ið mitt og ég hef ekki hugmynd um hvort það sé flott.
Þó að þetta gerist á lokaárinu þá er þetta skrifað eins og fimmta og sjötta bókin væri ekki til því að ég hef ekki lesið þær.
1.kafli
Harry hrökk upp. Hvað var að gerast. Hann var inni í herbergi sem hann kannaðist ekkert við. Þarna var allt svo hvítt og hreint. Hann leit ringlaður í kringum sig og mundi allt í einu hvað hafði gerst. Ron hafði verið að sækja hann á nýja bílnum sem hann fékk lánaðan hjá pabba sínum og þeir ætluðu að fljúga til London. Svo mundi hann ekkert meira.
Hann heyrði einhvern umla í næsta rúmi. Það var Ron. Núna kom læknir inn í herbergið. Hann sagði Harry að þeir hefðu lent í bílslysi og að þeir hefðu líklega dáið ef að þessi undarlegi maður sem birtist bara upp úr þurru hefði ekki gefið þeim eitthvað úr flösku sem hann tók upp úr vasanum. Harry datt bara einn maður í hug sem hefði birtst strax og hefði einmitt haft lyf í vasanum. Sirius. Hann hafði komið Harry til bjargar nokkrum vikum áður þegar Dudley og nokkrir vinir hans höfðu lamið hann svo illa að hann hafði ekki geta staðið upp og sagt honum að hann geymdi alltaf Bjargaröllu-lyf í vasanum.
Nokkru síðar þegar læknirinn var farinn heyrðist bank. Harry var farinn að þekkja þetta bank. Hann opnaði gluggann og Hedwig flaug inn. Hún var með þykkt umslag með Hogwarts merkinu utan á. Það var stílað á:
Hr. Harry Potter
Hr. Ronald Weasley
Stofu 112
Roswell sjúkrahúsinu
London
Harry opnaði umslagið og dró út pergamentrúllu. Þá vaknaði Ron og Harry sagði honum að þeir hefði fengið bréf. Hann settist hjá Ron og las upphátt.
Fim. 3. september
Þar sem að þið lentuð í bílslysi og mættuð ekki í Hogwartslestina
síðastliðinn þriðjudag þá hefur verið ákveðið að senda lest til Hogwarts frá
brautarpalli 9¾ næstkomandi mánudag klukkan 11.00
Próf. M. McGonagall
Þeir litu á hvorn annan. Það var kominn fimmtudagur án þess að þeir vissu af. Þeir voru á leiðinni til London að kaupa allt skóladótið sitt síðasta laugardag. Það þýddi að þeir höfðu verið meðvitudarlausir í fimm daga.
Læknir kom inn og þeir flýttu sér að fela bréfið. Hann sagði að þeir mættu fara heim á morgun en ekkert hreyfa sig mikið næstu dagana. Þegar lænirinn var farinn sagði Ron: ,,Við missum eina ferðina enn af flokkunarathöfninni. Ég hef bara séð hana 5 sinnum, og þú bara 4 sinnum því að þú misstir líka af henni þriðja árið. Þetta hlýtur að vera bölvun eða eitthvað.”
Þeir fengu að hafa sjónvarp inni hjá sér um kvöldið og Ron starði á það því að hann hafði aldrei séð sjónvarp áður. Pabbi hans náði samt einhverntíma að útvega þeim sjónvarp en þau náðu aldrei að kveikja á því. Enda var ekkert rafmagn í Hreysinu. En þau vissu ekkert hvað það var eða hvað það kæmi sjónvarpi við.
2. kafli
Daginn eftir þegar þeir vöknuðu, fengu þeir að fara af sjúkrahúsinu.
Þeir löbbuðu inn í götu þar sem var ekki margt fólk og Harry dró upp sprotann sinn og sagði: ,,Nú færðu að sjá Riddaravagninn.” Hann muldraði eitthvað og allt í einu var hann kominn. ,,Harry! Gaaaman að sjá þig” sagði Stan
,,Þekkiru hann?” hvíslaði Ron að Harry. ,,Já hann birtist þegar ég hljóp út í hitteðfyrra þegar ég blés Marge frænku upp.”hvíslaði Harry til baka.
,,Máá ekki bjóða ykkur upp í?” spurði Stan. Þeir þáðu boðið og flýttu sér upp í vagninn.
,,Harry” hvíslaði Ron ,,Ég á ekki pening til þess að borga.”
,,Það gerir ekkert til”, svaraði Harry ,,ég skal borga fyrir þig.”
Hann borgaði og Harry fór og heilsaði upp á Ernie.
Hann spurði hvert hann ætlaði að fara og Harry sagðist ætla í Skástræti.
,,Haltu þér fast!” Kallaði Harry til Ron þegar vagninn fór af stað.
Stuttu síðar voru þeir komnir að Leka seiðpottinum.
,,Sjáuumst!” kallaði Stan til þeirra þegar þeir stukku út úr vagninum.
Þeir löbbuðu inn og út í bakgarðinn. Ron tók upp sprotann sinn og sló honum þrisvar í steinvegginn. Þá opnaðist nýr heimur. Þeir voru orðnir svo vanir þessu að þeir tóku varla eftir neinu sérstöku þarna inni. Þeir ákváðu að drífa sig bara í því að kaupa allt skóladótið og þá gætu þeir fengið frí alla helgina.
Eftir að hafa farið í Gringotts til þess að ná í peninga, fóru þeir inn í Flourish og Blotts til að kaupa sér nýjar bækur.
,,Ef að pabbi hefði ekki tekið við sem Galdramálaráðherra þá hefðum við ekki efni á nema nokkrum blaðsíðum í þessum bókum.” Sagði Ron, sem var farinn að tala um hvernig það var að vera fátækur eins og ekkert sé, og dæsti.
Þeir komu við í galdrakústabúðinni og skoðuðu nýjasta kústinn, Loop 3090, sem að sem komst sem komst á 320 km/klst ef maður kunni nógu vel á hann. Hann var líka með álagavörn.,,Þetta væri nú fínt fyrir þig.” Sagði Ron og minntist þess þegar þeir héldu að Snape væri að reyna að drepa Harry með því að leggja álög á kústinn hans.
Þeir hlógu en andvörpuðu svo hátt. Þeir höfðu ekki nógan pening til að kaupa nýja kústa. Þeir áttu nú líka alveg frabæra kústa sjálfir. Harry átti gamla góða þrumufleyginn og Ron ,sem var nú líka í Quidditch-liðinu sem varnarmaður, átti Quola max sem var næst nýjasti kústurinn.
Þeir kláruðu að kaupa skóladótið og leigðu sér svo herbergi á Leka seiðpottinum.
Shadows will never see the sun