Blessaðir hugarar.

Eins og einhverjir muna (vonandi) var ég með fanfiction í
gangi, en út af einhverjum atburðum sem ég man ekki hverjir
eru gat ég ekki skrifað í nokkra mánuði (fann ekki tíma þegar
ég ætlaði að skrifa), og því hef ég algerlega misst þráðinn.

Þess vegna ætla ég hér að byrja á nýrri fanfiction, og stefna að
því að senda vikulega inn sögu fái sagan góða dóma (reyndar
er ég að fara út á land núna á mánudag en ég verð ekki nema
í 5-7 daga =) ). Ég hef ekki spoilera úr 5 bókinni, en úr 4 og
niður, því að flestir ættu að hafa lesið þær. Einnig ætla ég bara
að hafa þýddu nöfnin, því að það eru örugglega fleyri sem
hafa lesið bækurnar á íslensku heldur en á ensku hér á landi
(bara svarið greininni ef ykkur vantar þýðingu á einhverju
nafnana, ég hef lesið bæði tungumálin. Fanficið á að gerast
eftir fimmta ár Harrys í Hogwarts.

En allavegna, nóg af blaðrinu í mér…

1. Kafli, Runnaflöt

Harry leit spenntur yfir á dagatalið sem hann hafði fest upp á
vegginn hliðina á rúminu sínu til að telja dagana þangað til að
hann færi til baka til Hogwarts. Hann hafði ætlað að dvelja í
Hreysinu yfir sumarið, en það hafði lagst af vegna þess að
Ron, Ginny, Fred & George höfðu farið í ferð til Írlands að hitta
Charlie yfir sumarfríið.

Dagatalið sýndi það að aðeins voru 2 vikur þangað til dvöl
hans á staðnum sem hann hataði svo innilega væri lokið.
Hann ætlaði að hitta Hermione í Skástræti, en Ron hafði ekki
komist á þeim tíma þeim öllum þrem til vonbrigða.

„Matur!“ kallaði Petunia, móðursystir Harrys niður úr
eldhúsinu, og Harry gekk af stað í átt til eldhússins. Á leiðini
niður stigann sá hann Dudley hlaupa jafn hratt og hann gat
(sem var nú ekki mikið hraðar en snigill) í átt að eldhúsinu, en
megrunarkúrnum hans hafði lokið fyrir mánuði. Þegar Harry
kom niður í eldhús sá hann fljótt fram á annan megrunarkúr af
hálfu Dudleys, en hann hafði nú þegar skóflað tylft
svínakótiletta á diskinn sinn, skiljandi aðeins 2 eftir, og Harry
þurfti ekki að geta hver myndu fá þær. Því drattaðist hann af
stað upp í herbergið sitt, og fékk sér sneið af afmæliskökunni
sem að hann hafði fengið frá Ron, en byrgðir hans af kökum
höfðu skruppið óhemjulega mikið saman þetta sumarið.

Harry starði út um gluggann, en þá sá hann rauðan glampa,
sem hvarf jafn skyndilega og hann hafði myndast. Hjartað í
Harry fór að hamast þegar hann tók sprotan sinn af
náttborðinu sínu. „Gæti þetta verið útsendari Voldemorts?”.
Hann var ekki lengi að velta því fyrir sér, því að allt í einu heyrði
hann fyrir aftan sig rödd, og þá varð allt svart…

Harry vaknaði allt í einu og sá allt í móðu, en eitthvað rautt var
beint fyrir framan hann, ásamt einhverju öðru dökku. Eftir smá
tíma þegar sjónin varð skýrari áttaði hann sig á því að þetta
voru Ron og Hermione, en Hermione var rænulaus. Hann sá
einnig að hann var inni í herbergi sem var alsvart, og engar
dyr voru sýnilegar. Hann var eins og Ron og Hermione
fjötraður við stól, af grænu, snákslegu reypi, en stóllinn var
svartur eins og allt annað í herberginu. Ekkert ljós var þarna,
og staðurinn mynnti Harry óþægilega mikið á dýflísuna sem
Snape kenndi í.
„Harry! Veistu hvar við erum?“ sagði Ron vonlausri röddu.
„Nei” svaraði Harry, „hafið þið séð einhverja hérna?“
„Nei” svaraði Ron með sömu vonlausu röddinni, „ég var bara
í húsinu sem vinnuveitandi Charlies skaffaði honum, þá sá ég
einhvern rauðan glampa, og svo var ég hér.“

„Þið munið þá eitthvað” sagði dimm rödd sem hann
kannaðist óhemjulega mikið við sér til skelfingar…



„Mér datt í hug að þér gæti langað að “spjalla við mig” Harry”
sagði eigandi raddarinnar sömu dimmu röddinni, sem bar nú
vott skipunartóns. Harry leit fram á við í hryllingi, Harry vissi að
Ron kannaðist við röddina þetta var nú eftir allt… vinnuveitandi
föður hans, Cornelius Fudge!

*innskot höfundar - þarna brá ykkur ekki satt? ;) *

En skyndilega hljómaði önnur rödd bak við Fudge, röddin
ómaði, og inni í herberginu bergmálaði það sem röddin hafði
sagt, eða „Crusio!”. Fudge veltist um á gólfinu af sársauka, og
þá sást fyrst í manneskjuna sem hafði verið fyrir aftan hann,
Bellatrix, en Harry hafði séð andlit hennar áður í þankalaug
Dumbledors í réttarhaldinu yfir pynturum Frank & Alice
Longbottom.

Hún smellti fingri, og hurð byrtist á einum vegg herbergsins
rétt fyrir aftan Ron og Bellatrix, og hurðið small opin. Harry sá
þær þá allt í einu, 4 vitsugur liðu inn í herbergið, og þó Ron
gæti ekki séð þær (þar sem hann var ekki með galdraauga
eins og Skröggur) fór hann að bylta sér, því að hann gat fundið
fyrir þeim.

Ein þeirra hraðaði sér til Harrys, og laut yfir hann, Harry vissi
hvað hlyti að koma þegar vitsugan tók rotinni hendi um
kjálkann á honum, og þrýsti munninum opnum.


Endilega segjið mér hvað ykkur finnst…
kv. Amon