Ég var að lesa í laugardags Fréttablaðinu þar sem fjallað var aðeins um Harry Potter og nýju bókina. Góðu lagi með ágætis grein, ekkert sem ég vissi ekki fyrir. En svo var skrifað aðeins um fyrri bækurnar og um hvað þær voru. Þá fór ég að hrista hausinn.
Það er fjallað ágætlega um fyrstu bókina en svo fór það versnandi.
Skrifað orðrétt úr laugardags Fréttablaðinu: “Ævintýrin halda áfram hjá Harry á öðru árinu í galdranáminu en fljótlega eftir að hann mætir til Hogwarts byrja DVALARGESTIR að breytast í STEINA og þar sem Harry er SÉRSTAKUR berast böndin að honum”.
Ég veit ekki betur en það séu nemar og starfsfólk skólans sem séu fyrir þessum árásum. Jæja, en orðið dvalargestir getur alveg gengið bara klaufalega orðað. Síðan breytast fórnarlömbin ekki í steina, þau stirna og eru enn á lífi. (Þegar Grýla breytist í stein þá dó hún) Einnig klaufalega orðað. Böndin berast ekki að Harry út af örinu hans heldur því hann talar slöngumál og það er ekki góðsviti þar sem það er mjög sjaldgæfur hæfileiki. Svo hjálpar það nú ekki Harry að vera alltaf á röngum stað á röngum tíma þegar árásirnar eru gerðar.
Einnig tekið úr umfjöllun úr bók nr. 2:
“Voldemort SLEPPIRrisastórri slöngu, með banvænt augnaráð, LAUSRI um ganga skólans”. Ég veit ekki betur en að slöngunni var aldrei sleppt lausri! Henni var nú alltaf stjórnað! Svo var slöngunni ekki sleppt þar sem margir voru á ferð heldur alltaf haldið við eitt til tvö fórnarlömb. Að vísu ógnaði hún öllum skólanum en nemendur voru nú svona sæmilega öruggir. Sértaklega á heimavistinni og í tímum, best var að sleppa því að flækjast um gangana á þessum tíma.
Að lokum er hérna umfjöllun úr bók nr. 4
“Harry TEKUR ÞÁTT í heimsmeistarakeppninni í Quiddich”. Las ég einhverja vitlausa bók því í bókinni sem ég las fór Harry að horfa á heimsmeistarakeppnina í Quiddich. Hann tók ekki þátt í keppninni. Einnig úr umfjöllun úr bók nr. 4: “Harry tekur þátt í ALÞJÓÐLEGRI GALDRAKEPPNI og kemst að því um seinan að síðasta þrautin er gildra sem leiðir hann beint til Voldemorts sem nú er orðinn FJALLHRESS og til alls líklegur”. Þetta var nú ekki alveg alþjóðleg galdrakeppni heldur keppni á milli skóla. Einnig var Voldemort ekki orðinn fjallhress þegar Harry kemur á móts við hann, man ekki betur en Voldemort þurfti að drekka blóð Harrys til að fá fullan styrk, en Voldemort er nú alltaf til allslíklegur.
Blaðamaðurinn(konan) hefði nú getað skrifað betri umfjöllun um bækurnar. Persónulega fannst mér að sá sem skrifaði um bækurnar hafði bara einfaldlega ekki lesið þær.