Hér er 4.kafli af sögunni Fanfic, fanfic


Harry var kjaftstopp. Hann tók í höndina á Cho og dró hana með sér um leið og hann hvíslaaði skjálfradda “komdu, ég þarf að tala við þig.” Þau fóru á Leka seiðpottinn og Harry dró Cho upp í herbergið sitt og lét hana setjast á rúmið. Harry tók í hendurnar á Cho og spurði hana hreint út “Cho, viltu byrja með mér?” Cho teygði sig að honum og hvíslaði í eyrað á honum “já, ég vil það.” Svo kyssti hún hann beint á munninn og spurði “eigum við ekki að láta mynda okkur saman? Þá getum við sett mynd af okur saman í rammana.” “Jú, ég hugsa það” sagði Harry. “Eigum við að koma?” Svo gengu þau beint til ljósmyndara og báðu hann að mynda þau. Þegar að þau fengu myndirnar voru þau á báðum myndunum að kyssast! Þau kvöddu hvort annað og gengu í sitthvora áttina. Harry fór aftur á Leka seiðpottinn og fór að sofa. Um nóttina dreymdi hann Cho, og hann svaf vært alla nóttina. Hann vaknaði við að einhver talaði við hann. “Harry, Harry….” hann opnaði augun, “Ron.” Ron veifaði myndinni framan í hann “hvenær skeði þetta?” “Í gær” svaraði Harry og klæddi sig í fötin. “Vóó, passaðu að Fred og George sjái ekki myndina! Þeir myndu aldrei hætta að stríða þér!” “Eru Fred og George hér? Ég hélt þeir væru búnir með skólann.” “Já, en þeir eiga eitthvað erindi hingað í Skástræti. Auk þess eru kærusturnar þeirra enn í Hogwart.” “En vóó, komum niður, þú og Cho Chang. Hvað ætli Hermione segi.” “Er hún líka niðri?” “Nei hún ætlar að hitta okkur í bankanum.” “Óó, hæ elsku Harry” sagði frú Weasley um leið og hún faðmaði hann að sér. “Hvernig líður þér?” “Ég hef verið svo áhyggjufull.” “Eigum við ekki að koma að hitta Hermione? Hún má ekki bíða mjög lengi” sagði Harry og losaði sig úr faðmlaginu.“ Þegar að þau komu að bankanum beið Hermione eftir þeim þar. Um leið og hún sá þau hljóp hún upp um hálsinn á Ron ”HÆ“ og faðmaði svo Harry að sér. Þau fóru inn í bankann og tóku þá peninga sem þau þurftu. Þegar að út kom sagði Harry að hann skildi bjóða þeim upp á ís. Þau sátu út í sólinni, sleiktu ísinn. Og þá spurði hann ”eruð þið tvö saman?"


Ég er að hugsa um að breita þessu þannig að næst þegar að ég skrifa framhald (ef ég skrifa framhald) þú verða þessir fjóri líka en verða þá aðeins 2. Það er 1 og 2 verða að 1.kafla og 3 og 4 verða að 2.kafla. Svo vantar mig líka nafn á söguna mína. Hafið þið einhverja uppástungu?

Ninas