Viðtal við Rupert og Emmu Viðtal við Rupert og Emmu
Tekið af síðunni
http://www.mmedia.is/ah/Frameset_2.htm



Jessica Mae: Emma Watson og Rupert Grint eru komin á staðinn. Hæ, Emma! Hæ, Rupert! Muggar, galdramenn og galdrakonur um allan heim eru með fullt af spurningum til að leggja fyrir ykkur. Lynn spyr:


Spurning: Hæ! Hvernig tilfinning var það að fá hlutverki í kvikmyndinni?

Emma Watson: Stórkostleg, hún var hreint stórkostleg!

Rupert Grint: Það var svo „kúl“! Það var frábært! Þetta var svalasta stundin í lífi mínu


Jessica Mae: Hvar voruð þið þegar þið fenguð fréttirnar?

Emma Watson: Við vorum saman. Við hugsuðum „Ó, nei, enn ein prufutakan!“ Við vorum bæði saman og þá var okkur sagt að við hefðum verið valin til að leika Ron og Hermione.

Jessica Mae: Divaschmeevu langar að vita:

Spurning: Voru allir leikararnir í Harry Potter myndinni breskir?


Emma Watson: Chris Columbus, leikstjórinn, var sá eini af okkur sem er amerískur.

Jessica Mae: Deuceswild822 er með spurningu:

Spurning: Hvenær hefst myndatakan á næstu mynd og haldið þið bæði áfram í næstu myndum þar á eftir?

Rupert Grint: Nú, ég og Dan, við erum farnir að leika í senunni með fljúgandi bílnum.

Emma Watson: Ég byrja í desember. Ég er ekki byrjuð enn. Við hugsum um eina mynd í einu. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir ætli að gera þriðju myndina.

LIVEJessicaMae: Hér er góð spurning frá Mynamesnotkemeng:


Spurning: Var erfitt að slátt við tröll í þykjustunni? – Kim

Rupert Grint: Allar senurnar sem eru lagaðar með tölvutækni eftir á voru erfiðar.


Emma Watson: Af því að maður verður að láta eins og eitthvað sé þarna sem er ekki þar.

Jessica Mae: Angel95129 langar að vita:

Spurning: Hvað tók myndatakan langan tíma?


Rupert Grint: Um tíu mánuði eða svo.

Emma Watson: Sjö eða átta mánuði. :) Ha ha!

Jessica Mae: Hér er Kids Only spurning frá Mari:

QSpurning: Hafið þið lesið bækurnar?

Rupert Grint: Ég var Harry Potter aðdáandi löngu áður en til stóð að gera mynd.

Emma Watson: Ég var hálfnuð með þriðju bókina þegar ég fór í prufutöku. Um það leyti sem ég fékk hlutverkið var ég búin með bókina!


Jessica Mae: BuRNiNBLoNDiE910 er með virkilega góða spurningu:


Spurning: Emma, hvernig fannst þér að vinna með strák eins og Daniel Radcliffe? Ertu skotin í honum eða Rupert?

Emma Watson: Umm, Rupert situr nú hérna við hliðina á mér. Í fyrsta lagi, ef ég væri skotin í honum þá myndi ég ekki segja þér það! Og í öðru lagi, þá er ég það eiginlega ekki! :)

Jessica Mae: Henry hvolpur spyr:

Spurning: Hvað var það skemmtilegasta við kvikmyndatökuna?

Rupert Grint: Það voru öll „special effects“-atriðin.

Emma Watson: Fyrir mig var það fólkið, allir staðirnir, og bara að leika, það er skemmtilegt.

Jessica Mae: Hér er önnur Kids Only spurning frá Amöndu:

Spurning: Rupert, áttu kærustu?

Rupert Grint: Ummm, nei!

Jessica Mae: SilverDragon574 spyr:

Spurning: Hver er uppáhalds persónan ykkar í Harry Potter bókunum?

Emma Watson: Hagrid. Mér finnst hann svo fyndinn!

Rupert Grint: Fyrir mig er það sennilega Ron. Hann er svo líkur mér. Ég er með rétta hárið, ég er hræddur við köngulær og ég elska sælgæti!

Jessica Mae: Hér er spurning fyrir þig, Rupert. Shahinanawaz spyr:

Spurning: Hvað var það besta við að leika Rupert í myndinni?

Rupert Grint: Að vera alltaf að borða nammi! Maður hittir fullt af fólki, og það er skemmtilegt.

Spurning: Ef þið ættuð huliðsskikkju í einn dag, hvert mynduð þið fara og hvað mynduð þið gera?

Emma Watson: Ég myndi gera mig ósýnilega svo ég gæti sloppið inn á myndir sem eru bannaðar yngri en 15 ára.

Rupert Grint: Ef ég væri ósýnilegur þá myndi ég læðast út þegar ég er látinn sitja eftir!

Jessica Mae: Kelly og Kyle langar að vita:

Spurning: Hvaða persóna finnst ykkur mest ógnvekjandi?

Emma Watson: Svarið er augljóst, Voldemort!

Rupert Grint: Fyrir mig er það Hermione. Bara að grínast! Voldemort.

Jessica Mae: Tekur annað hvort ykkar þátt í íþróttum?

Emma Watson: Ég elska íþróttir. Ég spila „rounders“, hokkí og tennis fyrir minn skóla.

Rupert Grint: Ég er hrifinn af fótbolta, - „soccer“, eins og þið Kanarnir kallið það. :)

Spurning: Ef þið spiluðuð Quidditch, hvaða stöðu hefðuð þið?

Rupert Grint: Ég væri „beater“.

Emma Watson: Ég hugsa að ég vildi vera sóknarmaður („chaser“). Það hlýtur að vera skemmtilegt, því þá fær maður að fara um allt og þetta er skemmtilegasta staðan.

Rupert Grint: Ég valdi „beater“ því þeir fá að lemja „bludgers“!

Jessica Mae: Bronwyn langar að vita:

Spurning: Hver er uppáhalds setningin sem þið sögðuð í myndinni?

Emma Watson: Mín er, „Ég er farin í rúmið áður en annar hvor ykkar finnur upp á einhverju fleira sem kemur okkur í vandræði!“

Rupert Grint: Mín var „Bloody Brilliant!“

Jessica Mae: Catie langar að vita:

Spurning: Hvernig leið ykkur þegar þið sáuð myndina í fyrsta sinn?

Emma Watson: Í fyrsta skipti sem ég sá hana var ég dauðhrædd. Það var hryllilegt að sjá sjálfa mig fjögurra metra háa á hvíta tjaldinu.

Rupert Grint: Mér leið eins, hugsa ég.

Jessica Mae: Þessi spurning kemur frá BUDMAN327.

Spurning: Hvernig hefur það breytt lífi ykkar að allir þekkja ykkur?

Rupert Grint: Það er bara „kúl“!

Emma Watson: Ég hugsa að svona í byrjun væri það svalt að gefa eiginhandaráritanir og myndir, en þetta er heilmikil vinna.

Jessica Mae: Mig langar að vita: ef þið fengjuð að halda einum hlut frá myndinni, hvaða hlut mynduð þið velja?

Emma Watson: Ég held ég myndi velja einhvern af taflmönnunum.

Rupert Grint: Ég vildi eiga nammið!

Jessica Mae: Nú veit ég að þið hafið bæði hitt höfundinn, J.K. Rowling. Hvernig er hún?

Rupert Grint: Hún er virkilega viðkunnanleg og almennileg!

Emma Watson: Ég segi það sama, hún er ofboðslega viðkunnanleg og hefur góða kímnigáfu.

Jessica Mae: Andrew langar að vita:

Spurning: Hver er uppáhalds minningin þín frá æskuárum?

Emma Watson: Ég veit það eiginlega ekki. :)

Jessica Mae: Jess1cox spyr:

Spurning: Var einhverju sleppt í myndinni sem er í bókinni?

Emma Watson: Ég held ekki. Þeir reyndu að vera eins trúir bókinni og hægt er. Auðvitað þurfti að sleppa ýmsum hlutum, annars tæki sýning myndarinnar heilan dag. En ég held að þeir hafi fylgt bókinni að mestu leyti.

Jessica Mae: Hér er spurning fyrir Emmu frá Mjsbone8:

Spurning: Emma, ertu lík Hermione að einhverju leyti?

Emma Watson: Nei, aðallega vegna þess að þó mér finnist gaman í skólanum gengur mér ekkert sérstaklega vel að læra.

Jessica Mae: Anibrain1 spyr:

Spurning: Voru fjölbragðabaunirnar sem þið notuðuð í myndinni fjölbragðabaunir í alvörunni?

Emma Watson: Já!

Rupert Grint: Já, þær voru til dæmis með grasbragði og edikbragði. Þær voru líka til með góðu bragði - ísbragði og svoleiðis. Já, þær voru fjölbragðabaunir!

Jessica Mae: Hvaða bragð var verst?

Rupert Grint: Sko, ég fékk hryllilega baun - ég veit ekki enn hvaða bragð þetta var.

(AHP: Ég bæti því hér inn að einn íslenskur aðdáandi sagði mér að fjölbragðabaunir og súkkulaðifroskar fengjust í Konfektbúðinni við Laugaveginn).

Emma Watson: Ég prófaði líka nokkrar, sú versta var með ælubraði! Ég fattaði það ekki strax. Piparrót var líka ógeðsleg.

Jessica Mae: Usagirl100 langar að spyrja:

Spurning: Hver var uppáhalds senan sem þið lékuð í og hvers vegna?

Rupert Grint: Ég var mest hrifinn af taflborðinu. En Hogwartsskóli er líka frábær, vegna allra hlutanna sem gerast þar.

Emma Watson: Fyrir mig væri það tröllasenan, aðallega af því að ég þurfti að sýna áhættuleik.

Spurning: Hvers óskið þið ykkur fyrir hátíðarnar?

Rupert Grint: Ég vildi óska þess að allir færu á myndina!

Emma Watson: Ég vildi að það kæmist á friður milli Bandaríkjanna og Afghanistan.

Jessica Mae: Næsta spurning kemur Mt Giraffe:

Spurning: Langar ykkur að halda áfram að leika allt lífið?

Rupert Grint: Mig langar til þess. Mér finnst það æðislegt. Ég er búinn að skemmta mér svo vel. Það er virkilega svalt.

Emma Watson: Maður verður bara að sjá til hvað býðst. Ef ekkert gerist, þá er það allt í lagi. En ég er opin fyrir hugmyndum!

Jessica Mae: Við höfum tíma fyrir eina spurningu í viðbót.

Spurning: Hvað langar ykkur að segja bandarískum áhorfendum um myndina?

Emma Watson: Farið að sjá hana - hún er hreint frábær!

Rupert Grint: Ég myndi ráðleggja öllum að fara á hana.

Jessica Mae: Emma og Rupert, þakka ykkur kærlega fyrir komuna og spjallið. Komið endilega aftur!

Emma Watson og Rupert Grint: Þakka ykkur fyrir!