Smá viðtal sem ég fann á netinu og þýddi.Kv. Torfi Geir“GunnsiGunn”

Hinn 14 ára gamli Tom Felton snýr aftur í myndinni Harry Potter og Leyniklefinn sem aðalóvinur Harry's; Draco Malfoy. Þó að hann sé búinn að vera að leika síðan hann var 8 ára er hlutverk hans sem Draco Malfoy að gera hann að miklu meiri “stjörnu” en hann var áður. Við heyrðum aðeins í Tom og spurðum hann út í það hvernig er að leika Draco, þennan aðalóvin Harry's í annari myndinni; Harry Potter og Leyniklefinn.


Spurjandi: Nú leikur þú vonda kallinn í Harry Potter myndunum, hver er þinn aðal kvikmynda-vondi kall?
Tom: Mér fannst Alan Rickman snilldarlegur í myndinni Hrói Höttur: Prins Þjófanna, myndinni með Kevin Costner.

S: Nú leikur hann (Alan Rickman) Prófessor Snape í HP myndunum. Hvernig er að vinna með honum??
Tom: Hann er mjög fínn gaur Hann er mjög klár á sinn einstaka hátt - mjög gáfaður maður.

S: Er erfitt að leika vonda kallinn??
Tom: Nei. Ég reyni bara að hugsa um eitthvað sem gerir mig reiðan, eins og t.d. bræður mína þegar þeir eru að ýta eitthvað í mig og pirra mig.

S: Hvað áttu marga bræður??
Tom: Ég á þrjá eldri bræður. Þeir eru 18, 21, og 22 ára gamlir.

S: Koma krakkar upp að þér og segja eitthvað ljótt um Draco?
Tom: Já sumir gera það, en það er ekkert svo ljótt…!

S: Hvað er uppáhalds atriðið þitt í myndinni HP og Leyniklefinn?
Tom: Ég er hrifinn af atriðinu þar sem ég og Daniel erum að berjast með sprotunum okkar, það var snilld að taka upp þetta atriði. Mér finnst líka lokaútkoman mjög góð.

S: Hvernig breytist Draco í annari HP myndinni??
Tom: Maður sér nýja hlið á Draco, þá hlið sem hann sýnir þegar hann er með pabba sínum, þá segir hann ekki neitt til tibreytingar. Hann heldur sér alveg saman. Það er eins og hann sé, svona svolítið hræddur við pabba sinn þannig að hann lætur allt öðruvísi.


S: Nú hefur þú verið að leika síðan þú varst mjög ungur. Hefur velgegni Hp myndanna breytt lífi þínu eitthvað??
Tom: Það hefur breyst til hins betra. Ég hef lært það að fólk fer að kannast við mann og þekkja mann meira, svona smátt og smátt.


S: Hefuru ekki ferðast mikið í kringum frumsýningar og kynningar á myndunum? Hvert hefurðu farið sem þér fannst gaman og eftirminnilegt?
Tom: Uppáhalds landið mitt er Ameríka. Ég elska að fara þangað. Fjölskyldan mín fór til Orlando í Florida í 10 daga bara til að fara í skemmtigarða og á ströndina. Það var mjög fínt.

Q: What's your favorite sport?
Tom: Fishing. I go in the local lake near where I work on Sundays. It's called Berry Hill. carp.

S: Hvað er uppáhalds íþróttin þín?
Tom: Fiskveiðar. Ég fer stundum að vatni nálægt staðnum sem ég vinn á á Laugardögum. Hann heitir Berjahæð (E: Berry Hill). Þar veiði ég karfa.
GunnsiGunn - The Old Legend…