Ég las Harry Potter and the Order of the Phoenix í gær og vildi lýsa mínu áliti á henni. Ég veit að það hafa ekki allir lesið bókina strax. Því á þessi grein á ekki að vera spoiler fyrir þá sem hafa lesið fyrri bækurnar og ég vona að það sé enginn spoiler í henni. Ef svo er er það slysni og biðst ég fyrirfram afsökunar.
Bókin hefst þegar Harry er í sumarfríi (eins og allar) og honum hundleiðist. Hann fær engar alvöru fréttir úr galdraheiminum (The Daily Prophet stendur með The Ministry of Magic og neitar að trúa því að Voldemort sé kominn aftur. Þetta er í raun ömurlegt sumarfrí þar sem vinir hans senda honum bara innihaldslausan póst (af góðri ástæðu, eins og síðar kemur fram). Síðan fara hlutirnir fljótlega að verða spennandi en ég vil ekki segja meira, þið verðið bara að lesa þetta sjálf.
Að mínu mati er þessi bók frábær. Mér finnst eins og sagan verði þroskaðari og dýpri með hverri bókinni og sér maður vel hvernig persónurnar breytast með aldrinum, þó breytast þær sem betur fer aldrei alveg. Í þessari bók finnur maður smám saman hvernig Harry þroskast, maður sér að ýmislegt í fari hans var (og er enn) mjög barnalegt þó að maður hefur ekki tekið eftir því fyrr. Það er mjög áberandi í þessari hvað maður tekur eftir þroska persónanna, manni fannst þær ekkert vera að breytast neitt gífurlega (ekki Harry og Ron, a.m.k.) en núna tekur maður greinilega eftir að þær eru að eldast.
Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við bækurnar, er hvernig Rowling lætur ýmsar vísbendingar falla í fyrstu bókunum. Það eru yfirleitt línur sem manni finnst ekkert merkilegar þá, en þegar maður les þessa bók nær maður loksins hvað þetta var mikilvægt. Og maður fær ýmsar fleiri upplýsingar varðandi sambandið milli Harry og Voldemorts.
Ég veit að þessi grein er ekki um mikið, en það er bara svo stutt síðan að bókin kom út að ég vil ekki hætta á að eyðileggja fyrir einhverjum.
Ég mæli með þessari bók fyrir alla, þó að mér fannst sumt ekki fara eins og ætti þá eru bestu sögurnar yfirleitt þær sem enda ekki með fullkomnum Hollywood-endi.
Ég get varla beðið eftir bók númer 6.
Aduial.