Er Dumbledore þessi góðhjartaði gamli mugga-vinur eins og flestir telja?
Þeir sem hafa lesið Harry Potter og eldbikarinn hafa kannski tekið eftir því að J.K.Rowling hefur stungið inn vafasömu broti um það hvort Dumbledore sé allur þar sem hann sést.
Hér er þessi bútur úr bókinni HP og Eldbikarinn:
bls. 523 2.greinarskil
…“Voldemort sagði að hann yrði sterkari með því að nota blóð úr mér frekar en einhverjum öðrum,” sagði Harry við Dumbledore. “Hann sagði að vörnin frá - mömmu, myndi færast yfir á hann líka. Og það var rétt hjá honum - hann gat snert mig án þess að finna til sársauka, hann snerti andlitið á mér.”
Eitt hverfult andartak fannst Harry bregða fyrir sigurbliki í augum Dumbledores. En svo var hann viss um að hann hefði ímyndað sér það…
Þarna var Harry, eins oflesg tir vita, að segja Dumbledore og Síríus frá því sem gerðis eftir að Harry og Cedric snertu bikarin (leiðarlykilinn) eftir þriðju og seinustu þrautina í þrígaldraleikunum.
Ef þið tókuð ekki eftir því hvað málið var þá var það þegar Harry sá “sigurblik” í augunum á Dumbledore. Þetta setur mig í þannig stöðu að ég get ekki treyst Dumbledore lengur hvað þá Snape. Dumbledore var sá eini sem treysti honum upphaflega og réð hann. Hugsið aðeins út í þetta! Það getur líka verið að þetta sé og eigi að vera skynvilla og það getur líka verið að þetta sé ekki skynvilla.
Hvað haldið þið?
K.V. Cho Chang
You Know Me!