Villa var í fréttablaðinu í dag þar sem stóð að heilum 700.000 eintökum af nýju Harry Potter bókinni hafi verið stolið, en eins og við vitum voru þetta 7680 eintök. Ég var náttúrulega fljótur að hringja í þá og benda þeim á þetta og þeir báðust afsökunar. Þið getið séð þetta nánar á bls 27 í fréttablaðinu í dag.
Mikið hefur borið á því að búðareigendur séu að selja Fönixregluna of snemma, en við þessu getur Scholastic kært þá og hafa þeir nú þegar kært The New York Daily News um 100 milljónir dollara vegna þess að þeir náðu sér í eitt eintak af bókinni og birtu upplýsingar úr henni og byrtu á netinu. Þar sem ég var búinn að hlusta á hljóðklippu úr bókinni þá komu þessir spoilerar mér ekkert á óvart.
Fjölskilda sem kom við í lyfjabúð í Indianapolis varð heldur betur hissa þegar þau komu auga á nokkur eintök af Fönixregluni. Þau náðu að grípa með sér tvö eintök og urðu þau mjög ánægð með það(sjá mynd).
Upplýsingafulltrúi hjá Warner Bros sagði í nýlegu viðtali að myndin Harry Potter og Eldbikarinn muni koma út í nóvember 2005 og 18 mánuðum seinna muni Fönixreglan koma.
Í nýlegu viðtali þá sagði J.K. Rowling að hún hafi grátið yfir dauðdagunum sem mun verða í Fönixregluni.
Samkvæmt <a href=http://www.msnbc.com/news/928523.asp?cp1=1>MSNBC</ a> þá eru 1,000,000,000:1 líkur á því að Harry muni deyja í Fönixregluni en hinsvegar 3:2 líkur á því að Hagrid deyji.
Ég hringdi í Pennan Eymundson á Akureyri og spurði þá hvort að þeir myndu hafa opið á miðnætti vegna útkomu Fönixreglunar, ég fékk það svar að þeir myndu sennilega fá bókina næsta þriðjudag (bummer).
Og síðast en ekki síst þá er Anna Heiða byrjuð að uppfæra <a href=http://www.mmedia.is/ah/harry.htm>síðuna sína</a> aftur.
Heimildir: <a href=http://www.mugglenet.com/>Mugglenet</a> og <a href=http://www.the-leaky-cauldron.org/>The Leaky Cauldron</a
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25