24. september 2002
Grein eftir Paul Majendie
Rithöfundurinn J.K. Rowling hafði tvennu að fagna á Fimmtudaginn – Höfundur Harry Potter bókanna, vann mál fyrir dómstóli vegna ritstuldar og lét frá sér yfirlýsingu um að hún ætti von á barni.
Aðeins 24 klukkutímum eftir að dómstóll felldi niður mál gegn henni, sagði höfundurinn að hún og eiginmaður hennar, Neil Murray, muni eignast barn næsta vor.
Rowling byrjaði að skrifa Potter bækurnar sem einstæð móðir í fjárhagserfiðleikum, að ala upp dóttur sína Jessicu í Edinborg. Núna er hún milljónamæringur eftir að sögurnar um Harry Potter slógu í geng allsstaðar í heiminum!
En hún viðurkenndi að stress út af ritstuldarmálinu hafi hindrað vinnu hennar í fimmtu bókinni , sem allir Harry Potter aðdáendur eru að bíða eftir.
Rowling sagði að henni væri mjög létt eftir að dómstóllinn henti út ásökun rithöfundarins Nancy Stouffer, sem hélt því fram að Rowling hefði stolið orðum og persónum úr bókum sínum.
Rowling hefur einnig góðar fréttir fyrir milljónir arna um allan heim sem hafa eðið óþreyjufull eftir framhaldi bókanna um Harry Potter, galdramannin unga. Hún sagði að meirihluti bókarinnar væri tilbúinn og hélt því ákveðið fram “Ég er að klára þetta.”
Rowling, sagði BBC Children's Television: “Mér er svo létt. Þetta mál fyrir dómstólum hefur dregist um nokkur ár – Ég er virkilega hamingjusöm í dag.”
Aðspurð hvort að málið hafi hindrað vinnu hennar að fimmtu bókinni, segir hún: “Það hefur auðvitað haft áhrif. Sá sem hefur verið viðriðinn mál fyrir dómstólum veit að það er tímafrekt, og að það leikur stöðugt með huga þinn.
”Það hafa komið tímar þegar ég hef verið að skrifa og ég hef verið með þetta á heilaum, þegar ég á að vera að hugsa um Harry og co. og afdrif þeirra.“
ENGIN DAGSETNING Á ÚTGÁFUDEGI NÆSTU BÓKAR
Hún sagði að úrskurður dómstólsins hafi lyft þungu fargi af öxlum sínum. En hún vildi samt ekki vera bundin ákveðnum útgáfudegi fyrir næstu bók.
”Ég vil ekki segja neitt, ef ég lenti kannski í strætóslysi og hlutirnir breytast algjörlega! Þetta verður ekki svo lengi“ sagði hún.
”Það er hellingur af bókinni búin. Það er það eina sem ég vil segja, því ef ég gef út dagsetningu og stend svo ekki við hana þá fara allir í uppnám,“ Sagði Rowling við The Children's Newsround program.
”Ég get sagt að ég hafi byrjun, miðju og enda – það er hægt að lesa hana alveg í gegn og ég veit að margir Harry Potter aðdáendur myndu segja mér að ég gæti bara gefið hana út, en ég er fullkomnunarsinni og ég vil örlítið meira (tweak, ÞÞ gat ekki þýtt þetta orð)“ sagði hún.
Rowling vísaði á bug orðrómi um að hún hafi þjáðst af ritstíflu og sagði: ”Ég er að klára þetta.“
Hún lofaði að bók fimm yrði jafn löng og bók fjögur og að hún myndi kynna að minnsta kosti eina nýja persónu.
Mikið af málinu fyrir dómstólum snerist um eign vörumerkisins ”Muggles" (Muggar,) Nafn Rowling yfir þá sem ekki geta galdrað.
Stouffer notaði það til að lýsa goðsagnakenndum persónum í bókum sínum fyrir börn.
En bandaríski dómstóllinn fyrir suðurhluta New York komst að þeirri niðurstöðu að Rowling stal ekki orðinu “Muggles” og að Stouffer hefði logið að dómstólnum og doctored (ÞÞ- please, sendið mér mail ef þið viti hvað þetta þýðir!) sönnunargögnum til að styðja kröfur sínar. Hún var sektuð um $50,000 fyrir þetta! London(Reuters)
———————————— ——————————-
Þetta er copy-paste af síðunni ‘Pottersíðan’ (http://www.geocities.com/pottersidan/frettir.html) og þið þurfið ekki að eyða plássi í að láta mig vita það því það sjá það allir hér!