Sólarhringurinn sem ekkert var sagt frá SÓLARHRINGURINN SEM EKKERT VAR SAGT FRÁ

Þessi grein er þýdd af mér af http://www.i2k.com/~svderark/lexicon/timeline_potters-o ld.html. Eins hef ég breytt henni og bætt við hana. Þetta er ekki beint viðkomandi JK Rowling.

HVAÐ GERÐIST Í RAUN OG VERU?
Hvað gerðist í raun og veru á hrekkjavökunni 1981? Hver var raunveruleg röð atburða og hverjir voru þarna? Hver dó og hvenær? Þessum spurningum er erfitt að svara samkvæmt bókunum. Þetta eru allt einhverjar kenningar, sem við vitum ekki alveg fyrir víst, Voldemort gerir ráð fyrir því að hann hafi drepið James og Lily og Harry gerir að sjálfsögðu ráð fyrir því að raddirnar sem hann heyrir þegar að Dementorarnir eru nærri séu foreldrar hans. En við getum ekki verið viss!
Þau sönnunargögn sem við höfum samkvæmt Priori Incantatem galdrinum (sem kemur fram í bók 5) benda á að James og Lily hafi verið drepin með sprota Voldemorts EFTIR að Voldemort réðst á Harry. Ef við pælum aðeins í þessu, þá að þegar að töfrasprotinn sýnir alla galdra sem voru gerðir í öfugri röð þá var galdurinn sem grandaði Harry næstum, en endurkastaðist í Voldemort EKKI TALINN MEÐ! Þessi ráðgáta heldur, í hvaða röð sem Lily og James komu út úr sprotanum (glöggir Potterar muna eftir því að í ensku bókinni kom James út fyrst sem stangaðist á við það sem var sagt í fyrri bókunum. Þetta var lagað í íslensku útgáfunni. Rowling hefur staðfest að þetta hafi verið villa, Lily hafi átt að koma út fyrst) Hver drap James og Lily Potter, ekki var Voldi í ástandi til þess?

Það er líka önnur ráðgáta í sambandi við þetta kvöld sem Voldemort var sigraður (í bili)
Hvað gerðist á milli þess að Voldemort réðst á Harry og áður en Hagrid mætti á Runnaflötina daginn eftir. Þetta er heill sólarhringur.
Hér er smá tímalína af atburðum þessara daga:

24. október 1981
*Fideliusgaldurinn er framkvæmdur til að leyna Potterfjölskyldunni. Á síðustu stundu er áætluninni breytt og Peter látinn vera gæslumaðurinn þeirra í stað Siriusar. Enginn, fyrir utan Potterana og sirius, veit um þessar breytingar.

31. október 1981
*Peter segir Voldemort hvar Potterfjölskyldan er og Voldi fer til Godrocsdals. Þetta kvöld er húsinu rústað, en við vitum ekki alveg hvenær og á milli hvaða atburða það gerist.

*Hann hittir einhvern í dyrunum, mann sem lítur að minnsta kosti út eins og James. “James” hrópar á konuna, sem á að vera Lily að Voldemort sé kominn og að hann muni reyna að halda honum frá. Við vitum ekki útkomu þessa einvígis, en við hljótum að gera ráð fyrir að James hafi verið drepinn af Voldemort.

*Konan reynir að flýja með Harry en Voldi nær henni. Hann segir henni að fara frá, en hún heimtar að reyna að vernda Harry. Konan var mjög sennilega Lily Potter.

*Voldemort reynir að drepa Harry en galdurinn endurspeglast á hann sjálfan og hann deyr næstum. Hann flýr inn í skóga Albaníu. Þessi galdur kemur aldrei úr sprotanum þegar Harry hittir Volda í fjórðu bókinni, þannig að allir galdrarnir sem KOMU út úr sprotanum hljóta að hafa verið framkvæmdir eftir þetta.

* Einhver notar sprota til að drepa Lily og svo James Potter. Við vitum ekki hversu fljótt eftir sigurinn á Vol þetta gerist. En við vitum að Voldemort var ekki í nokkru ástandi sjálfur til að gera þetta sjálfur. Hver drap þá Lily og James?

*Hagdrid fer niður í Godricsdal og bjargar Harry frá rústum hússins áður en muggarnir koma. Þar hittir hann og huggar Sirius Black. Sirius lánar honum mótorhjólið sitt.


1. nóvember 1981
*Galdramenn allra landa byrja að fagna sigrinum yfir Voldemort.

*McGonagall hittir Hagrid árla morguns. Hann var ekki með Harry með sér þá. Hagrid segir henni ekki mikið frá því sem gerðist, bara að Dumbledore muni vera við Runnaflöt 4 seinna þann dag. Hann segir henni ekki einu sinni frá því að James og Lily séu dáin, annars hefði hún ekki þurft að láta Dumbledore staðfesta það um kvöldið. Hagrid hefur ekkert sagt henni frá því hvaða þýðingu Runnaflöt 4 hefði, því að þá hefði McGonagall ekki verið eins hissa þegar hún kemst að Dumbledore ætlar að skilja Harry eftir þarna

*Peter flýr en er eltur af Siriusi. Sirius króar hann af út í horni á einhverri muggagötu. Pettigrew er klókur og kemur sökinni á Sirius, með því að hrópa ,,Lily og James, hvernig gastu ger þetta Sirius? Svo sprengir hann stóra götu í götuna og flýr niður í holræsin í formi rottu. Sirius er handtekinn fyrir að drepið Peter og fullt af muggum

*Við vitum ekkert um það hvar Hagrid og Harry eru allan daginn!

*Aðeins fyrir miðnætti kemur Dumbledore á Runnaflöt og hittir McGonagall. Hagrid kemur fljúgandi á mótorhjólinu hans Siriusar. Þau skilja Harry eftir á dyraþrepinu hjá skyldmennum hans.

*Hagrid fer til að skila hjólinu. Greinilega þá veit hann ekki ef því að Sirius var handtekinn.

Priori Incantatem:
Við vitum að Priori Incantatem sýnir hvaða galdrar hafa verð gerðir með sprotanum, en ekki hver gerði þá. Ef við gerum ráð fyrir að Voldemort hafi notað sinn eigin sprota þegar hann réðst á Harry þá getum við verið nokkuð viss um að hann drap ekki James og Lily, því að samkvæmt Priori Incantatem var sá galdur sem hann notaði til að ráðast á Harry gerður ÁÐUR en L&J voru drepin. Hér er listinn eins og hann kemur fram í bókinni (eftir lagfæringu.) listinn byrjar þegar Harry og Voldemort mætast seint í bók 4 og fer afturábak þangað til að Harry rífur tengslin.

· Cruciatus Bölvun á Harry örfáum andartökum áður (kemur út eins og öskur) galdur framkvæmdur 24 júní 1995.

· Gerð töfrahandar til að koma í stað þeirrar sem að Peter skar af. Framkvæmdur af Voldemort eftir að hann endurheimtir styrk sinn. 24 júní ‘95

· Cruciatus bölvun gerð af Voldemort 24 júní ‘95

· Morðið á Cedric Diggory með drápsbölvun. Framkvæmt af Peter eftir skipun Voldemorts. 24 júní 95

· Cruciatus bölvun á Peter af Voldemort. Harry verður vitni að því í draumi. Síðasta vikan í maí, 95

· Morðið á Frank Bryce með drápsbölvun. framkvæmt af voldemort þegar hann var lítill og ógeðslegur í stól í Riddle húsinu.

· Morðið á Bertu Jorkins einhvern tíman sumarið 94.

· Morðið á James Potter. sennilega framkvæmdur af einhverjum öðrum en Vol. 31 október 1981

· morðið á Lily Potter.
Við getum svo giskað á hvaða galdrar komu á eftir ef að harry hefði ekki riftað sambandinu á milli sprotanna. Hér er það sem að hefði sennilega sést:

· árásin á Harry Potter framkvæmt af Voldemort 31 október 1981

· Árásirnar á fólkið sem var í Godricsdal og reyndu að vernda Harry. Ef að þetta voru í raun James og Lily, þá dóu þau ekki í þetta skiptið.

Það sem er verið að reyna að sýna fram á í þessum texta er að annaðhvort sé Priori Incantatem röðin vitlaus í bókinni, það vanti inn drápstilraunina á Harry, eða þetta sé eitthvað dýpra.