Það er sólríkasti dagurinn í dag einmitt á afmæli Harry's! Hann vaknaði upp myglaður og ringlaður! Honum hafði dreymt furðulegan draum, en allt gleymdist þegar Hedwig flaug inn um gluggan með gjafir og bréf! Hann hafði fengið peysu frá Weasley fjölskyldunni, kökur og konfekt! Hann fékk mörg kort frá vinum sínum úr Hogwarts og stóra afmælistertu frá Hermione! Nú skyldi hann ekki svelta, hugsaði hann.
Hann las öll kortin fram og til baka og gæddi sér að góðgætinu í leiðinni! Hann var ánægður þegar hann vissi að hann þurfti aðeins að dvelja í nokkra daga lengur hjá Dursley fjölskyldunni. Og Weasley fjölskyldan var búin að lofa að sækja hann og í þetta sinn ekki á bílnum. Þau ætluðu að sækja hann um nóttina svo hann þurfti að vera vel vakandi og vera snöggur því þau ætluðu ekki að sjá svip Vernons frænda aftur. Harry gekk frá öllu kortunum og góðgætunum og setti þau í lausu fjölina undir rúminu. Hann fór niður til morgunverðar og Petunia frænka rétti honum gjöf, Harry var alveg sama hvað var inn í henni því hann var búinn að fá svo fínar gjafir en inn í pakkanum var herðartré og 50 kall. Örlætin hugsaði Harry með sér.
“Náðu í kaffið mitt, hvað ertu að slóra strákur!!! Öskraði Vernon.
”Það er á leiðinni sagði Harry.
Í morgun mat var 1 brauðsneið. Hann hafði þess vegna getað sleppt að borða því hann var eiginlega svengri eftir þessa örlitlu brauðsneið. En gleðin tók á ný þegar hann fór upp í herbergi því hann mundi að hann átti kökur og konfekt undir rúmi. Hann fékk sér vænan bita af afmælistertunni frá Hermione. Og svó byrjaði hann að skrifa þeim bréf.
Kæri Ron
Ég vona að þú hafir það betra en ég, en hér er allt ömurlega leiðinlegt en ég hlakka til að sjá ykkur, og takk innilega fyrir afmælisgjöfina, sjáumst
Kveðja
Harry
Elsku Hermione
Ég þakka fyrir þessa yndislegu afmælisgjöf. Sjáumst í Hogwarts
Kveðja
Harry
Harry sendi Hedwig á stað. Nú var Harry farinn að leiðast og ákvað því að gera heimaverkefnið sitt í efnafræði því Snape yrði æfur ef hann hefði vitað að hann hafði ekki gert heimaverkefnið sitt. En inn um gluggan flaug brún ugla. Með bréf og pakka. Þetta var frá Sirius.
Harry las bréfið:
Elsku Harry minn.
Ég kem í heimsókn í nótt vona að þú hafir það gaman, en ekki búast við lengri dvöl hjá Dursley hjónunum, þú kemur með mér í nótt.
þinn Sirius
Harry var undrandi en sagði: Jæja þá.
Hann opnaði pakkan og í honum var lykill, hann varð undrandi og hugsaði hvað hann ætti að gera við hann. En Harry spáði ekki lengi í það og pakkaði niður í laumi, en hann furðaði hvort Hegwid mundi finna hann ef hann færi á brott með Sirius. En Hegwid var vanur að finna hann aftur. En Harry var búinn að pakka niður og hann skrifaði Siriusi til baka:
Hlakka til að sjá þig, en hvað á ég að gera við lykilinn?
Takk samt.
Harry
Hann sendi brúnu ugluna af stað. Síðan hljóp hann niður og sagðist vera að fara. Dursley fjölskyldan litu á hann en skiptu sér ekki að og byrjuðu að sökkva sér aftur ofan í það sem þau voru að gera. Honum fanst fúlt að þau kvöddu hann ekki néð töluðu við hann en þau voru vanalega ekki vön að gera það, svo það var ekkert breitt. En það var komið að líða að kvöldi og Harry ákvað að blunda aðein, en gat voðalega blundað lítið því Hedwig flaug inn um gluggan með látum, og settist í búrið sitt og sofnaði. Harry brosti bara og var ánægður að Hedwig gæti komið þessu til skila. En klukkan var orðin 1 um nótt og þá heyrði Harry vængjaþyt fyrir utan, það var Sirius og Einhyrningurinn. Þeir komur koffortinu og búrinu hans Hedwig á og svo flugu þeir af stað.
“Hvað á ég að gera við þennan lykil Sirius?
”Þú sérð það Harry, vertu bara þolinmóður.
Eftir nokkra stund voru þeir lentir fyrir utan stórt hús. Harry hafði aldrei séð það fyrr, eða það hélt hann.
“Notaðu lykilinn Harry,,
Harry gekk hægum skrefum að hurðinni, hann stakk lyklinum inn og það komu grænir neistar. Hurðinn opnaðist, og það kveiknuðu ljós í ganginu. Harry labbaði inn og Sirius á eftir.
”Hvaða hús er þetta?
“Þú ættir að vita það Harry minn..
”Afsakið en ég veit það því miður ekki.
"Þetta er gamla húsið þitt Harry!
Harry var undrandi og horfði í augun á Sirius, hann var loksins kominn heim. Harry svipaði sig um í nokkra stund og sá allar myndirnar á veggnum. Sumar voru rifnar og sumar voru ónýtar. Harry trúði ekki sínum eigin augum og vissi ekki hvað hann ætti að segja, nema hann fékk sting í hjartað, og tárin byrjuðu að streyma niður kinnarnar. Hann vildi óska þess að þau væru en á lífi.
Það er ekkert leiðinlegt bara mismunandi skemmtilegt.