Fanfic.1 kafli.
Harry gekk löturhægt upp stigann á Runnaflöt 4 og inn í herbergið sitt. Hann settist á rúmið og leit á kláruðu heimaverkefnin sín, hann hafði ætlað að klára þau snemma svo hann þyrfti ekki að gera allt á síðustu stundu eins og öll síðustu á í Hogwartskóla.
Hann lagðist á rúmið og leit út um gluggann og horfði á tunglið. Allt í einu flaug eitthvað þar framhjá. Harry fór að hugsa um hvað þetta hafi getað verið, örugglega fugl en hvernig fugl, kannski spói eða lóa, nei þetta var stærra, ugla. Já bara venjuleg ugla eða kannski galdramannaugla með skilaboð fyrir hann. Harry stóð upp og stökk að glugganum, opnaði hann og leit út. Ekkert úti á götunni en kannski eitthvað uppi á þaki, Harry snúði sér í gluggakistunni og leit upp á þak. Jú þarna var eitthvað hvítt. Harry reyndi að teygja sig í hann en allt kom fyrir ekki. Harry fór inn og tók upp muggapening sem hann hafði fengið frá dönskum ferðamanni. Hann ætlaði að kasta peningnum upp í loftið og það merki sem kæmi upp myndi ráða ferðum hans hér og nú. Drottningin-hann færi upp á þak og næði í hlutinn. Öldurnar-hann myndi bíða þangað til hann fengi galdraleyfi utan Hogwartskóla. Harry kastaði peningnum og upp kom drottningin. Harry steig út um gluggan og á þakrennuna sem rétt hélt honum uppi. Harry teygði sig í hlutinn en án árángurs. Þá ákvað Harry að hoppa að hlutnum.
Harry hoppaði og náði hlutnum sem virtist vera bréf. En þegar lendingin á þakrennuni átti sér stað brotnaði þakrennan og Harry datt af þakinu og á grasið fyrir framan húsið. Harry opnaði augun og stóð upp. Hann fór að leita að bréfinu og gleraugunum sínum. Hann fann bæði bréfið og gleraugun. Harry setti á sig gleraugun og leit á bréfið og tók andköf þegar hann sá á hvern bréfið var stílað. Það var stílað á Lucius Malfoy. En um leið og Harry skellti bréfinu í vasann heyrði hann urr fyrir aftan sig og leit við og sá það stærsta óargardýr (fyrir utan dreka) standa fyrir aftan sig og stara illskulega á sig sjálfan. Harry horfði skelfingulostinn á skrímslið sem stóð fyrir framann hann. Það urraði oft og spýtti á Harry. Skrímslið bjó sig nú undir stökk, og setti sig í stökkstellingu og lét gossa á Harry. Harry stökk frá en ekki án meiðsla, Skrímslið sem nú var rotað eftir að hafa lent á húsveggnum hafði klórað í Harry. Harry leit ínn um bréfalúguna og kallaði á Dursleyfjölskylduna sem svaf í sófunum fyrir framan sjónvarpið, en án árangurs. Harry setti bréfið í vasann, en sekúndu seinna leið yfir hann.

**
Risastór loðinn risi gengur að rotaði skrímslinu tekur það upp og slær léttilega af því hausinn. Risinn hverfur svo út í myrkrið.

**
Harry vaknar um morguninn og er allur út í blóði”ojj,, hvíslar Harry. Hann stígur úr rúminu og labbar inn á bað. Hann fer í sturtu og þvær sér vel. Svo setur hann gömlu fötin og sængurverið í þvott. Hann labbar að fataskápnum og tekur út eins og vanalega alltof stór föt. Hann labbar með þau að rúminu leggur þau þar á og rekur þá augun í bréf Luciusar Malfoys.
_____________________________________________ ______________________
Frá höfundi:Betra en ekkert.