Ef það hefur komið áður svona grein biðst ég fyrirfram afsökunar, ég hef alla vega ekki séð svona grein hérna og ég hélt að einhverjir hefðu kannski gaman að þessu.
Fimmta Harry Potter bókin verður gefin út 21. júní 2003. Hún á að vera 768 blaðsíðna löng, og í henni 225.000 orð, eða 34 orðum lengri heldur en Harry Potter og eldbikarinn. Það verða 38. kaflar í fimmtu bókinni.
Í henni komumst að því af hverju sumir galdramenn verða draugar og aðrir ekki.
Ég las einhvers staðar að Rowling hefði sagt í viðtali að við mundum kynnast fullt af nýjum stöðum, vonandi galdraþorpum og svoleiðis!
Lupin prófessor ásamt öðrum persónum kemur aftur til sögunnar(vonandi kemur Lochart ekki!).
Ég las einnig að Rowling hefði sagt að við sjáum hvort Percy haldi með fjölskyldu sinni. Ég er nú sjálf ekki viss, ég meina, hann er MJÖG vinnusjúkur…en kannski tengist þetta einhverju öðru en vinnu…hver veit?
Ginny Weasley mun gegna stærra hlutverki en áður. Úff! Stærra heldur en í 2. bókinni?! Hvað ætli það sé, að gegna hlutverki kærustu Harrys eða..?? ;)
Rowling hefur líka sagt að LOKSINS verði kvenkyns kennari í Vörnum gegn myrkru öflunum!
Við fáum að vita miklu meira um Lily og James(loksins!), vonandi eitthvað um foreldra þeirra…og, bíddu við, hefur það nokkurn tíman komið fram hvort að James eigi einhver systkini?!
Rowling segir að ein af persónunum, „ein af aðdáendum Harrys“ muni deyja. Ó, nei! Vonandi verður það þá Colin Creevey…MÚHAHA!
Rowling segir líka: „Það sem mér finnst mikilvægt er að Dumbledore segir að maður verði að velja á milli þess sem er rétt og þess sem er auðvelt. Á því byggjast næstu þrjár bækurnar. Í öllum þeirra þarf að velja eitthvað, því það sem er auðvelt er ekki alltaf rétt.“ - tók þessa tilvitnun af Önnu Heiðu síðu -
Ég hef líka séð í einu viðtali að Rowling sagði þetta: „Þið fáið að sjá frú Arabellu Figg í fimmtu bókinni og komast að öllu um hana.” Sú Arabella Figg sem Dumbledore er að kalla í, í lok fjórðu bókar er sú sama Arabella Figg sem passaði Harry fyrir Dursley hjónin í fyrstu bókinni!
Fimmta bókin verður líka ennþá óhugnalegri en fyrri bækurnar. Harry “kemst að því nákvæmlega hvað dauðinn táknar”. Er ég sú eina sem fæ gæsahúð?
Mér fannst þetta líka dálítið áhugavert(tilvitnun af Önnu Heiðu síðu): „Dursley fjölskyldan er í fimmtu bókinni og henni fylgja hlutir sem fólk átti alls ekki von á."
Ég er orðin alvarlega mikið spennt. Mig langar svo að vita hvaða hlutir þetta eru…!!
Svo er náttúrulega byrjunin á bókinni komin, eða þar að segja Rowling er búin að segja hvernig hún verður. Svona byrjar Fönixreglan:
„Heitasti dagur sumarsins fram að þessu var að enda kominn og friðsæl þögn hvíldi yfir stóru, ferköntuðu húsunum við Privet Drive . . . Eina manneskjan sem enn var úti við var unglingsdrengur sem lá á bakinu í blómabeði framan við húsið númer fjögur.“ - Þýðing: Anna Heiða Pálsdóttir
Mér fannst bara sniðugra að setja þýðnguna hennar Önnu Heiðu heldur en að setja textann á ensku hérna. Já, og auðvitað, hérna er smá sem kemur seinna fram í bókinni:
„Dumbledore lét handleggina síga og virti Harry fyrir sér í gegnum hálfmánalöguð lesgleraugun..
„Nú er stundin runnin upp,“ sagði hann, „til að segja þér nokkuð sem ég hefði átt að segja fyrir fimm árum, Harry. Fáðu þér sæti. Ég ætla að segja þér allt …“ - Þýðing Anna Heiða Pálsdóttir
Í bók 5. munum við sjá bíl Herra Weasleys aftur, muniði, Ford Anglia bíllinn. Við munum einnig hitta Aragog, Dobby og vitsugurnar aftur.
Það að Harry sé með augu mömmu sinnar er mjög mikilvægt í 5. bókinni, og að töfrasproti hennar hafi verið góður til galdrastarfa.
Rowling hefur sagt að galdramenn hafi enga þörf fyrir netið, þeir hafi aðra betri leið til þess að komast að því hvað sé að gerast í heiminum.
Hermione mun verða fegurri í næstu bókum. Ætli það sé bara náttúrulegt eða er hún að gera sig fína fyrir einhvern..?? ;)
Gáfur foreldra Harry's muna skipta MIKLU máli!
Harry mun komast að einhverju SVAKALEGU um Lily Potter, móður hans!!
AAAAAAA…nú er ég orðin svo spennt að ég get ekki haldið áfram með þessa grein…nei, bara grín, en þetta er svona það helsta sem ég veit um bókina. Og það MIKILVÆGASTA!! Hver er ekki orðinn spenntur núna, ég bara spyr!