Emma Watson (Hermione Granger) Emma Charlotte Duerre Watson fæddist 15. apríl árið 1990 í Oxfordshire á Englandi. Foreldrar hennar eru Jacqueline Watson og Chris Watson, en þau eru bæði lögfræðingar. Emma býr hjá móður sinni og yngri bróður, því foreldrar hennar eru skilin.

- Emma hefur ekki áður leikið í kvikmynd en hefur reynt fyrir sér í skólaleikritum og hlotið mikið lof fyrir. Leikhæfileikar hennar komu fyrst í ljós þegar hún lék í skólaleikritum í Frakklandi.
- Emma vann fyrstu verðlaun í ljóðaupplestrarkeppni þegar hún var 7 ára.
- Hún er mikið fyrir að leika hokkí og hefur gaman af því að taka þátt í félagslífi skóla síns, t.d. í ræðukeppnum og reipitogi - og svo syngur hún gjarnan í skólabílnum.

Emma Watson segist hafa fengið einna bestu setningarnar í fyrstu myndinni.. Hún segir í viðtali við CBBC\'s Newsround:
„Við verðum drepin eða það sem er enn verra, rekin!\“ er uppáhalds-setning hennar í hlutverki Hermione.
Hún segir einnig að Hermione hafi alltaf eitthvað að segja við Ron sem verður stöðugt fyrir barðinu á hvassri tungu hennar. „Greyið fær aldeilis að kenna á því,\” segir hún.
Emma segist hafa haft gaman að áhættuatríðum. „Í tröllasenunni var fullt af áhættuatriðum. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað mér fannst sú sena skemmtileg, en hún var líka erfið.\“
„Ég þurfti að henda mér undir vaska og hlaupa á milli fóta fólks. En það voru ekki öll áhættuatriðin sem ég gerði, notuð, og ég er ekki nógu ánægð með það.\”

Leynileg gerð myndar númer tvö er nú hafin. Emma segir: „Það sem ég hlakka mest til er þegar ég á að líta út eins og köttur. Það verður áhugavert að sjá….

Unnið úr texta vinkonu minnar.



NOKKAR STAÐREYNDIR:



Fullt Nafn: Emma Charlotte Duerre Watson
Gælunafn: Em
Afmælisdagur: 15. apríl, 1990 (Jei, jafngömul mér! Djók)
Heimabær: Oxford, Englandi
Hárlitur: Ljós (blonde)
Augnlitur: Brúnn
Foreldrar: Jacqueline og Chris (skilin)
Systkini: Yngri bróðir, Alex
Amma og afi: Freda Watson (amma)
Gæludýr: Bubbles og Domino (kettir)
Líkar ekki við…
…klassíska tónlist og óperur
…kennslustundir eins og landafræði, stærðfræði og Latínu
…grænmeti
…lokasenuna í mynd 2, þegar hún faðmar Harry (Daniel) (\“For starters it was \'cringe,\' but then it was okay.\”)

Uppáhalds…
…HP-bók: Harry Potter og fanginn frá Azkaban
…HP-persóna: Hagrid (\“vegna þess að hann er fyndinn\”)
…HP-senur: Trölla-senan (áhættuatriðin) (mynd 1), Gilderoy Lockhart-senurnar (mynd 2)
…HP-galdur/álög: \“Petrificus Totalus!\”
…HP-setning: \“Við verðum drepin eða það sem er enn verra, rekin!\” (\“I\'m going to bed, before either of you come up with another clever idea to get us killed - or worse expelled!\”) Uppáhalds…
…hlaup-bauna bragð: Sítrónu-froða
…dýr: Kettir
…íþróttir: Tennis, hokkí og \“Rounders\” (það er dálítið eins og hafnarbolti)
…kennslustund: List
…matur: Ítalskur (pasta, pizza, o.s.frv.) og súkkulaði!

…fatalínur: DKNY, Gap og Harvey Nichols
…tónlist: Bryan Adams, Suzanne Vega, Dido, og Samantha Mumba. (\“Ég hlust á allt það nýjasta í útvarpinu\”) (\“I enjoy all the latest stuff on the radio.\”)






Viltu skrifa Emmu? Hér er heimilsfang…..

Emma Watson - Hermione Granger
c/o Harry Potter Production
Leavesden Studios
PO Box 3000
Leavesden, Hertfordshire WD2 7LT
UK

Byrjar gagnrýnin um að þetta sé stolið :O)