Rosalega margt ólíkt Það sem mér finnst rosalega pirrandi við þessar myndir, er hvað allt er ólíkt og í bókunum og hvað þær virðast vera búnar til fyrir aldurshópinn 3-8 ára. En t.d. í fyrstu myndinni, þá kemur Dudley hlaupandi niður stigann, og upp hann aftur og hoppar eins og brjálæðingur (bíddu, hæ, átti þetta ekki að vera þessi SPIK-feiti drengur sem nennti ekki að hreyfa sig ? ?) En af hverju er Dudley þá með dökkt hár, þegar hann er með ljóst í bókunum ? Það sem gerir bækur sérstakar eru öll smáatriðin og allt sem maður getur ímyndað sér í huganum, og auðvitað skiljanlegt að allt getur ekki verið eins, en það má alveg hafa persónurnar með útlit sem er í samræni við bókina !

Svo er annað, mér finnst Hagrid allt önnur týpa í bókunum heldur en í myndunum, samt er ekki alveg með það á hreinu hvað það er, en kvikmyndaframleiðendurnir ná honum ekki nóg vel.

Hvað finnst ykkur ?