Hérna er nú loksins kominn annar kaflinn. En ef að þú ert ekki búin/nn að lesa fyrsta kaflann, botnarðu ekkert í þessu. Ég nennti ekki að kynna þetta allt aftur þannig að ég myndi lesa fyrsta kaflann(sem heitir Fyrsti kafli; Óvænt Heimsókn) hérna ef að þú ert ekki búin/nn að því.

Voldermort…hann fór að hugsa. Hvar ætli Voldermort sé núna sagði hann við sjálfan sig, og um leið fannst honum eins og kaldur gustur færi um bakið á honum. Eða var gusturinn raunverulegur? Harry leit aftur fyrir sig. Eitthvað stórt sveif um himininn. Harry sá glitta í það í tunglsljósinu.

“Sirius, sjáðu þetta”! sagði hann og leit á Sirius.
“Já, ég veit, áfram Grágoggur!” sagði hann og hvatti hippógriffíninn áfram.
“Sirius, hvað var þetta?” sagði Harry, þótt að honum fyndist hann eiginlega ekki þurfa að spurja.
Sirius svaraði engu í dálítinn tíma en sagði að lokum:
“Þetta, Harry, er einn af Drápurunum.”
Hann þurfti ekki að segja meira. Harry vissi hvað þetta þýddi.


Þeir flugu lengi yfir fjöll, vötn, akra og borgir, Harry giskaði á að þeir hefðu verið fljúgandi í sirka tvo klukkutíma. Það sást samt ekki mikið í myrkrinu, sem var kannski eins gott, annars gætu líka muggarnir séð þá. Harry hló innra með sér þegar að hann ímyndaði sér hvernig þeir litu út fyrir mugga, fullorðinn maður og unglingur sitjandi á fljúgandi furðudýri. Harry hugsaði um að nefna þetta við Sirius, en ákvað síðan að betra væri að auka ekki á áhyggjur hans. Allt í einu tók Sirius til máls:
“Við verðum komin eftir um það bil hálftíma” sagði Sirius.
“Allt í lagi.”
Dumbledore var þá ekki svo langt í burtu allan tímann, hugsaði Harry. Þeir voru núna staddir hátt yfir miklum akri, sem bráðum breyttist í skóg
.
“Býr Dumbledore í skóginum?” spurði Harry.
“Já, hann vill ekki búa í Galdramanna þorpi, út af hverju veit ég ekki. Ætli hann vilji ekki hafa smá næði fyrir sig, og svo vill hann líka hafa samband við báða heimana. Þú veist, galdraheiminn og muggaheiminn, enda er hann ekki langt frá næsta galdramannaþorpi, Godrics..” Sirius stoppaði, en sagði síðan hægt: “Godricsdal.”
Það var eins og allt í einu rynni eitthvað upp fyrir Siriusi. Í augunum, sem höfðu alltaf verið svo björt og full af lífi, var nú tómleiki og sorg.
“Hvað er að, Sirius?” spurði Harry, en sá strax eftir því að hafa gert það.
“Ekkert..það er bara…ekkert”

Þeir lentu rétt fyrir utan skóginn og héldu af stað. Sirius teymdi Grágogg, en Harry hélt á því sem að Grágoggur gat ekki borið. Harry tók fram sprotann sinn.
“Lumos” muldraði Harry. “Sirius….” sagði hann síðann og benti á sprotann sinn.
“Æ,já,” sagði Sirius, dró sinn sprota upp og sagði “Lumos.”
Þeir gengu lengi, langt inn í skóginn, og þar sem skógurinn varð alltaf þéttari og þéttari eftir því sem innar dró var orðið frekar erfitt að fikra sig milli trjánna.
“Förum…við að verða…komnir?” stundi Harry móður.
“Þið eruð komnir” mælti Albus Dumbledore.
Hann hafði birst úr skugga trjánna og um leið og hann sagði þetta brá Harry svo að hann gætti sín ekki og hrasaði um trjágrein.
“Sæll, Albus” sagði Sirius.
“Hæ” sagði Harry um leið og hann brölti á fætur.
“Gaman að sjá ykkur báða. En drífum okkur nú, við viljum ekki láta Remus bíða eftir okkur.”
“Öhh, Dumbledore, hérna, ég sé ekkert hús hérna. Er langt í það?”
“Sjáðu sjálfur” svaraði hann glottandi, dró upp sprotann sinn og sagði “Everpino!”

Um leið færðust trén sem höfðu verið allt í kringum þá lengra í burtu og í ljós kom lítið hús þar sem trén höfðu verið. Húsið var úr viði, hvítmálað með grænum gluggum og hurðum. Þakið var ljósblátt og allt við þetta hús virtist friðsælt, fallegt og smekklegt. Það leit eiginlega ekki út eins og galdramanna hús, fyrir utan það að græni liturinn á gluggunum flökti dálítið eins og það stæði í ljósum logum og þetta var líka dálítið eins og hús í ævintýri, alveg óviðjafnanlega hreint og tístandi fuglar allt í kring. Veðrið var líka frábært þarna inn í skóginum þótt að það væri enga sól að sjá, en það var blankalogn og hiti.

“Nú, viljið þið ekki koma inn? Remus bíður eftir okkur…..” sagði Dumbledore og kímdi.
Með Dumbledore í fararbroddi gengu þeir inn og um leið og þeir komu inn um dyrnar snarstoppaði Harry. Honum hafði brugðið svo enda ekki að undra. Innan dyra var ekkert líkt og úti. Húsið var meira eins og skrifstofan hans Dumbledores, nema bara enn notalegri og auðvitað stærri. Frá innganginum sást stór og rúmgóð stofa með mjúkum hægindastólum og sófum, bókarhillu og arinni. Við hliðina á stofunni var stór, gamaldags viðarstigi sem lá upp að lokaðiri hurð. Hinum megin við stofuna var lítið eldhús, frekar muggalegt ef miðað var við eldhús Weasley fjölskyldunnar. Klukkan sem hékk á veggnum var eins og úr Dumbledores, með tólf vísum á en engum tölum heldur litlar plánetur í stað þeirra. Þeir gengu inn í eldhúsið og Dumbledore bauð þeim sæti.

“Remus, þeir eru komnir” kallaði hann og um leið opnuðust aðrar dyr sem lágu út úr stofunni. Remus Lupin labbaði í áttina til þeirra, og núna, þegar að þeir voru komnir inn í birtuna, tók Harry eftir dálitlu við Lupin. Hann var ekki í snjáðri, gamalli skikkju og druslulegum fötum eins og hann var vanalega í, heldur var hann í fínum svörtum buxum, hvítri skirtu og fallegri svartri skikkju úr flaueli. Hann var líka breyttur í útliti, honum hafði greinilega tekist að raka af sér skeggið og laga á sér hárið, en það voru ekki fötin né útlitið sem gerði hann svona miklu unglegri og ákveðnari. Og þegar hann hugsaði út í þetta, leit hann á Sirius og sá samstundis breytingar hjá honum líka. Eða ekki breytingar? Honum brá skyndilega þegar að hann sá að allir þrír mennirnir voru eins klæddir. Af hverju hafði hann ekki tekið eftir þessu fyrr? Líklega útaf myrkrinu úti, en þar sem það var ekki myrkur inni ákvað hann að fara ekki leint með forvitni sína og sagði:

“Öhh..hérna, af hverju eru þið allir í eins fötum?”. Hann sagði þetta hikandi við þá alla og viðbrögðin hjá þeim urðu líka hikandi, en að lokum rauf Dumbledore þögnina:
“Það er löng saga að segja frá því, Harry. Remus, snúðu þér við.” sagði hann og leit síðan á Lupin.
Lupin sneri sér við og þá kom í ljós risastór, eldrauður og fallegur fönix aftan á skikkjunni. Harry starði á þetta og var eins og spurningamerki í framan, en hann þurfti ekki að spurja.

“Þetta, Harry, er merki Fönixreglunarinnar” sagði hann leyndardómsfullur á svip, og á sama tíma fann Harry að nú yrðu tímamót í lífi hans.
Harry vissi að hann ætti að þegja, Dumbledore myndi segja honum allt, og hann fylgdist rólegur með þegar að Dumbledore stóð á fætur, hvíslaði eitthvað út í loftið og sast síðan aftur niður. Nokkrum sekúndum síðar birtist gríðarstór fönix fyrir framan arinninn, beint ofan á mottu sem Harry hafði ekki tekið eftir en sá núna greinilega að á henni var sama myndin og var á skikkjum Dumbledores, Siriusar og Remusar. Það var eins og sú mynd hefði lifnað við þar sem þessi sami fönix stóð nú á mottunni. Harry þurfti ekki að hugsa stíft til að leggja saman tvo og tvo. Enginn hafði sagt neitt síðan Fönixinn birtist, en Harry ákvað að rjúfa þögnina og sagði:
“Halló, Fawkes.”