Harry vaknaði allur í svitabaði, hann leit í kringum sig honum hafði verið að dreyma. Hann leit á klukkuna fyrir ofan litla skrfborðið, sem var að því komið að hrynja, klukkan var 3 um nótt. Harry settist upp og reyndi að átta sig á draumnum: hann hafði verið í rúminu sínu þegar hann heyrði bankað á gluggann, hann hafði litið við og séð Hermione fyrir utan. Þegar hún sá hann þá öskraði hún á hjálp, hann hafði hlaupið að glugganum en hann var of seinn, grænar hendur höfðu gripið Hermione og togað hana niður.

Harry vaknaði við öskrin í Petuninu frænku:“Harry, Harry farðu á fætur.”
Hann stóð upp og áttaði sig á því að hann hafði sofið með gleraugun á sér. Hann klæddi sig í rifnar gallabuxur og skyrtu sem var 3 númerum of stór, og gekk syfjulega niður stigann.
“Góðan daginn Vernon frændi”
“Snáfaðu drengur og steiktu egg handa mér”
Harry tók pönnu úr skápnum og egg úr kælinum og hóf að steikja egg.
“Pabbi pabbi” Dudley kom hlaupandi inn með skelfingarsvip á andlitinu. “Hvað?” hreytti Vernon út úr sér.
“Ú ú út í ga garði” stamaði Dudley út úr sér og feðgarnir gengu út fyir.
“Petunina!” kallaði Vernon.
“Hvað?”
“Komdu út í garð”
Harry gerði sig líklegan til að fara út með Petuninu.
“Nei sagði Petunina þú verður inni”
Hún gekk út.
“Guð minn góður! gerið eitthvað Vernon hringdu í neyðarlínuna Dudley sæktu te fyrir mig og komdu inn í stofu.”
Harry nýtti tækifærið á meðan allir voru inni hann læddist út í garð. Hann sá einhverja hrúgu fyrir neðan gluggann að herberginu hans. Hann gekk nær og sá að þetta var manneskja, lítil manneskja með brúnt hár. Hann tók hárið frá og leit á andlit stúlkunnar,
“nei… nei Hermione!”