Harry Potter virðist að öllum líkindum eiga við erfiðan sjúkdóm að stríða, skrifar Rita Skeeter, hinn sérlega kynþokkafulli fréttaritari Spámannstíðinda. Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins hefur Harry oft heyrt raddir úr veggjum Hogwartskóla, sem er dæmigert heilaeinkenni fyrir geðklofasjúklinga. “Röddin,” að Harry sögn “var hræðilega ill. Hvert sem ég fór heyrði ég hana hvetja mig til hreinna ofbeldisverka.” Harry Potter hefur, öllum að óvörum, nefnilega ráðist gegn fjölda nemenda á öðru ári sínu.
Ernie Macmillian, nemandi úr Hufflepuff, grípur svo til orða: “Hvert skipti sem að árás hafði átt sér stað, var Harry nærri. Sjálfur er ég sannfærður um að Harry hefði verið ábyrgur fyrir þessu öllu, eftir að ég greip hann glóðvolgan við að hafa bæði komið Justin Finch-Fletcley og Gryffindordraugnum, herra Nicholas de Mimsy-Poripington, nærri fyrir kattanef.”
Justin Finch-Fletcley vildi einnig taka til máls: “Ég held að ástæðan fyrir öllum árásunum hafi einfaldlega verið vegna haturs Harry á öllum galdramönnum sem eiga muggaforeldra. Eiginlega skil ég ekki af hverju Dumbledore er ekki ennþá búinn að reka hann, því það eina sem ég get gert til að forðast árásir er að halda mér í góðri fjarðlægð frá Harry.
Að lokum vildi Draco Malfoy segja eitt orð: “Harry Potter er einfaldlega geðsjúkur. Ég hef margoft séð hann ásamt félögum sínum á stelpnaklósetti, þar sem einn sérlega viðbjóðslegur draugur gengur aftur. Það sem ég held, ásamt flestum nemendum í Slytherin, að eina markmið sitt með því að fara á þetta klósett sé að geta fengið stað fyrir sig til að skipuleggja árásirnar gegn blóðníðingunum.”
Albus Dumbledore ætti svo sannarlega að endurskoða hvort að slíkur drengur ætti skilið að ganga í jafn virtan skóla og Hogwartsskóla. Með kærri kveðju, Rita Skeeter.
Hvernig finnst ykkur þessi áður óbirta grein Ritu Skeeter í spámannstíðindum? Ég kem þá tillögu að hver og einn hugari sem að hefur áhuga á gæti reynt að semja sína eigin Ritu Skeeter grein, kannski í greinarformi, kannski sem álit á þessari grein.
Með kærri kveðju, sverrsi.