Leikaravalið í myndunum
Þetta hefur verið eitthvað rætt en ekkert svakalega… so here goes
Ég ætla nú ekki að fara í alla leikarana, bara þá helstu.
Fyrst langar mig að byrja á Daniel Radcliffe en hann leikur Harry (döh :)). Mér finnst hann líta alveg út eins og ég ímyndaði mér en leikhæfileikar hans eru nú ekkert sérstakir. Í sumum atriðum er hann alveg glataður en stundum alveg fínn. Hann er allur í framför vonandi.
Svo er það Rupert Grint sem Ron. Hann er líka alveg pottþéttur í útliti, reyndar var honum líst með rosa freknur en það skiptir kannski ekki öllu. Hann er samt betri leikari en Daniel en samt ekkert rosalegur. Mér finnst hann reyndar skásti leikarinn af þeim þremur aðalpersónunum.
Svo kemur Emma Watson sem Hermione. Hún er rosagóð sem Hermione og nær henni alveg finnst mér. Þegar hún grét í annarri myndinni þá fannst mér hún alveg sleppa, ekkert auðvelt að grenja hvenær sem er.
Mér finnst eins og þeir hafi getað valið betri mann sem Dumbledore. Richard Harris fannst mér vera allt of gamall. Sean Connery hefði verið betri, hann reyndar neitaði en þá áttu þeir að tala við Ian Mckellan. Í annarri myndinni þá er Richard Harris alveg greinilega fársjúkur.
Ég man ekki alveg nöfnin á þeim sem leika Dursleyfjölskylduna en þau eru mjög góð. Dudley hefði nú mátt vera feitari.
Robbie Coltrane sem Hagrid. Eini maðurinn sem hefði getað leikið hann. Svo einfalt er það. Hann er alveg óaðfinnanlegur í útliti og hegðun.
Maggie Smith sem Mcgonagall er líka geðveik. Alveg pottþétt, eðal leikkona.
Tom Felton sem leikur Draco finnst mér nú frekar súr, asnalegur leikari og nær Draco engann veginn að mínu mati.
Svo kemur Christian Coulson (held það sé skrifað svona). Hann leikur Tom Riddle, mér fannst hann alveg rosagóður en ég er bara að pæla í hver muni leika Voldemort þegar hann stígur upp úr pottinum í fjórðu bókinni. Ég held að Ralph Fiennes gæti gert það vel, hann lék í Red dragon og svona. Drullugóður leikari.
Mann ekki alveg hvað tvíburarnir heita en þeir eru frekar lítið í myndunum en eru mjög mikilvægir í bókunum. Mér finnst þeir tala eins og stelpur og eru ekki alveg eins og ég ímyndaði mér.
Svo ætla ég að enda þetta á aðalgaurunum. Lucius Malfoy og Severus Snape. Jason Isaacs og Alan Rickman heita leikararnir og mér finnst þeir alveg langbestir í myndunum. Þegar Lucius birtist í annarri myndinni þá var ég sko sáttur, ég var búinn að lesa bækurnar og auðvitað búinn að ímynda mér hann og svona og hann var alveg eins og ég ímyndaði mér, jafnvel betri! Hann nær honum ekkert eðlilega vel, synd að hann komi ekkert í þriðju myndinni en maður bíður þá bara eftir honum í þeirri næstu. Alan Rickman er líka geggjaður og ég held að hann hafi verið eini maðurinn sem hafi getað leikið Snape. Ekki furða að Rowling hafi bara viljað hann.
Jæja ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum, ef svo er þá endilega bætið inn í og komið með ykkar skoðanir.