Annar kafli, hjólið
<a href="http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64902 ">Ef þú hefur ekki lesið fyrsta kafla</a>

Það var kalt úti. Harry hljóp í tunglsmyrkrinu. Það var erfitt að hlaupa með allt dótið sitt. Hann hljóp samt. Hann var hræddur um að hann yrði drepinn. Hann hljóp áfram, en hvert, það vissi hann ekki. Hann bara hljóp áfram?
Hann varð samt þreyttur og eftir smá stund varð hann að stoppa. ??Hvert á ég að fara?? sagði hann við sjálfan sig. Hvert á ég að fara? Hann hélt samt bara áfram að fara eithvert.
Við eitt hús nokkrum metrum frá honum var hjól með barnakerru. Þetta var fullorðins reiðhjól með tvíbura-barnakerru aftan á. Harry tók strax hjólið og setti dótið sitt í kerruna og hjólaði áfram.
Hann hjólaði meðfam muggahúsum, muggabúðum, muggalistasöfnum, muggakvikmyndahúsum og fleiri muggabyggingum sem voru miklu skemmilegri í galdraheiminum.

Þegar hann var búinn að hjóla í um það bil tvo klukkutima kom hann að brú. Hún lá yfir straumþunga á og frá brúnni fór vegurinn lengra út í móa. Það var eins og áin afmarkaði borgina. Þar sem Harry stóð var borgin, stór og klunnaleg, og hinumeginn var ekkert, bara gras og nokkrir berjarunnar. Harry settist niður á bekk sem var borgarmeginn við brúnna. Hann sat og hugsaði um það hvað það væri gaman að koma aftur í Hogwartsskóla. Þá myndi hann fara með Ron og Hermione á kvöldin í heimsókn til Hagrid?

Á meðan Harry var að hugsa um þetta voru veran og yfirmaður hennar á leiðinni heim. ??Það var sniðugt að skrifa þetta á rúðuna, herra Malfoy?? sagði veran. Herra Malfoy ansaði þessu ekki en hélt áfram göngu sinni. ??Hann heldur áræðanlega að þetta sé satt og reynir að komast í Hogwartskóla?? hélt veran áfram. ??Nú er hann farinn að bjarga vinum sínum og fer einhvert lengst í burtu?? sagði veran. ??Hvernig virkar þessi galdur sem brendi pönnuna, herra Malfoy?? sagði veran sem virtist ekki geta hætt að tala. Loks sagði Lucius Malfoy eitthvað ??Þessi galdur var til þess að rugla Harry og láta gleyma öllum göldrum. Hann brendi pönnuna og hanskann af því að þú, litla kvikindi, rakst í mig.?? ??Ó, afsakið mig, ég er algjört fífl.?? sagði veran. ??Já, það ertu, litla kvikindi?? bætti herra Malfoy við.

Harry sat á bekknum við brúnna og hugsaði um Hogwartskóla. Kannski myndi hann aldrei komast í Hogwartskóla og svo myndi Voldemort drepa hann. Hann var þreyttur. Hann fór aftur að hjóla en hann datt af hjólinu, beint með andlitið ofan í töfrasprotan sinn. Já hann var með töfrasprotann. Hann notaði töfrasprotann sinn til að kalla á riddaravagninn og um leið þaut gulur ljósgeisli eftir andlitinu á honum svo hann varð blindaður í tvær sekúndur. Vá það var langt síðan hann hafði notað hann. Hann lét hettuna yfir hausinn á sér því hann vildi ekki að bílstjórinn sæi að þetta var hann. ??Aktu mér að leka seiðpottinum?? sagði Harry og maðurinn brunaði af stað.