8. kafli, inn og út um turninn
Svartar hurðir þessa risastóra turns opnuðust hægt og rólega.
Skyndilega heyrðist stutt, hvellt hljóð og þær voru þarna,
galopnar. Harry starði ringlaður á opnar hurðirnar.
„Svo þetta virkaði?”
„Já, þú gast það!” sagði drísillinn, „Ég vissi að þú gætir þetta!”.
Harry kíkti ánægður með sig inn í turninn. Þá mætti honum
sjón sem vakti undrun hans. Í þessum víða hólki, var svo ekki
meira en 1 hringstigi, með þrepum sem voru varla breiðari en
svona hálfur metri… undarlegt…
Harry gekk hægum skrefum inn og hafði varann á. Það var
aldrei að vita hvar vitsugur leyndust. Harry leit til baka og sá
drísilinn elta sig. Harry tók þá skref upp í fyrsta þrep
hringstigans. Ekkert heyrðist í stiganum… hann gæti þá komið
vitsugunum á óvart.
***
Harry hætti að telja þrepin þegar hann var kominn upp í rúm
1000 þrep. Hann gekk í óratíma og honum fannst sem honum
miðaði ekkert áfram. Eftir mikið erfiði og mikinn svita steig
hann á síðasta þrepið og sá þá skyndilega fjórar brautir
birtast. Hann velti fyrir sér hvaða braut hann ætti að velja, en
þá varð hann skyndilega að hoppa niður nokkur þrep í einu því
þarna kom heill her af vitsugum, sem svifu áfram í um það bil
10 mínútur.
Þegar hann hjartslátturinn hafði komist í eðlilegt horf, áttaði
hann sig á því að drísillinn var horfinn! Hvar gæti hann verið?
Hann leit í kringum sig en sá engan.
Þegar vitsugurnar höfðu lokið ferðum sínum hljóp Harry upp.
Hann ákvað að láta eðlisávísunina ráða og hann kaus þá
braut sem lá til hægri. Hann fylgdi brautinni að eldstæði. Harry
starði í það og allt í einu birtist drísillinn í eldinum. Harry greip
í hönd hans og drísillinn breyttist samstundis í vitsugu. Harry
öskraði, meðan hann fann hvernig vitsugan kreisti á honum
höndina. Hann barðist um á hæl og hnakka til að losa sig, en
allt kom fyrir ekki. Vitsugan hélt honum alveg föstum og
nálgaðist munn hans æ meir.
„Expecto Patronum!” gall við í loftinu, og verndari í formi
bjarnar birtist og tók sér stað fyrir framan Harry. Harry fann til
léttis, fyrsta manneskjan sem hann hafði fundið á þessum
stað. Hann leit til hliðar og sá að þetta var unglingur, varla
eldri en 19 ára. Vitsugan hvarf með viðeigandi hrygluhljóði, og
strákurinn brosti.
kv. Amon