Þá er víst komið að mér að senda inn svona fanfic…vinsamlegast skrifið ykkar álit :)
Fyrsti kafli, Muggsley’s
Það var sem hann flygi. Það var myrkt-varla stjörnu að sjá á himni og tunglið var eins mjótt og mögulegt er. Hann flaug í áttina að litlum bæ, bæ sem hann hafði aldrei séð áður. Í daufu mánaskininu gat hann séð götuheiti á skilti fyrir framan fyrstu götuna sem hann sá; Drekasund. “Skrítið nafn,” hugsaði Harry með sjálfum sér, “alls ekki muggalegt!”. Á sömu stundu tók hann eftir því hvað húsin voru öll skrítin, svolítið lík húsunum á Skástræti. Það rann upp fyrir honum ljós; hann var staddur í galdraþorpi!
Harry sast upp í rúminu, það var mið nótt. Hvað hafði honum eiginlega verið að dreyma? Hann nennti ekki að pæla í því, þetta var nú bara einhver asnalegur draumur sem hann hafði dreymt vegna þess að hann saknaði Hogwartsskóla svo sárt.
Hann horfði á dagatalið sem hékk á veggnum fyrir ofan eina af hillunum hans Dudleys. “Bara tveir dagar eftir af þrældómnum.” hugsaði hann upphátt og leit niður á sigg-grónar hendur sínar. Hann sá útundan sér að Hedwig breiddi út annann vænginn til samsinnis. Þegar hann hugsaði um það var það alveg ótrúlegt hverju einn 15 ára strákur gat áorkað á einu sumri. Garðurinn var alveg frábærlega útlítandi núna, eftir margra vikna vinnu við að reyta arfa, slá, raka, klippa til runnana og mæla með reglustiku hæðina, pússa glerið í sólstofunni og svo framvegis. Það var eins og Dursley fjölskyldan hefði reynt(og hafði ábyggilega) að sinna garðinum ekkert þar til að Harry kom í sumarleyfi frá Hogwartsskóla, þá varð það(auðvitað) að hans vinnu.
En sem betur fer, kæmi Weasley fjölskyldan eftir tvo daga að sækja hann heim til frú Figg. Þau þyrftu að nota hennar eldstæði vegna þess að Vernon Durlsey harðneitaði að hleypa “rauðhausunum” inn í húsið. Harry hafði reynt að fá hann til þess en ekkert gat fengið hann til að skipta um skoðun(“ALDREI! Þessir vitleysingar stíga ekki EINU SKREFI inn í húsið okkar, þetta fólk er stórhættulegt!”). Arthúr hafði þessvegna samand við frú Figg, sem reyndist vera galdranorn, og hún sagði að þeim væri velkomið til að nota hennar eldstæði í stað “Muggsley” hjónanna eins og hún kallaði Dursley hjónin.
Harry geispaði, stóð upp og opnaði búrið hennar Hedwig. Uglan teygði glöð úr vængjunum og flaug út um opinn gluggann. Harry lokaði glugganum og lagðist aftur í rúmið og það leið ekki á löngu þar til að svefninn sveif yfir honum.
Næsta morgun vaknaði Harry við skruðninga í herberginu við hliðiná. ”MAMMA,” öskraði einhver, sem hlaut að vera Dudley. Svo heyrðist svona ”pannaaðdettaágólfið” hljóð frá eldhúsinu, og hröð skref upp stigann. Rétt á eftir heyrði hann áhyggjufullt óp; ”DUDLEY! Hvað kom fyrir?” hrópaði Petunia æst upp yfir sig. Harry hafði ekki hugmynd um hvað gæti hafa gerst, en það næsta sem blasti við honum var rautt andlit Vernons.
”Harry, hvað gerðiru eiginlega?” sagði Vernon með illkvittnu smeðjulegu röddinni. ”Þú veist að það er allt í lagi ef þú segir mér það bara strax..” bætti hann við en svipurinn á andlitinu gaf til kynna að Harry gæti alveg eins hent sér út um gluggann og að viðurkenna eitthvað.
”Öhh..” stundi Harry upp, en gat ekki komið neinu öðru út. Hann hafði ekki hugmynd um hvað verið var að tala um og gat ekki annað en bara gapað. Vernon hélt greinilega að hann væri sekur, augun glóðu af heift. Það leið stutt stund(löng fyrir Harry) þar til hr. Dursley talaði aftur; ”Það er alveg fyrir neðan allar hellur að brjóta rúmið hans Dudleys! Hann hefði getað DÁIÐ, og þú veist Harry, þetta galdra#%&$!/ ykkar kemur bráðum!! Þú MÁTT ekki gera þessi afbrigðilegheit þín þegar þú ert ekki í fja**** skólanum!”. Síðan gekk hann úr herberginu og skellti hurðinni á eftir sér.
Harry sat í nokkrar sekúndur alveg dolfallinn. Svo skellti hann uppúr og eftir smá stund var hann kominn í hláturskast! Dudley var orðinn svo feitur að rúmið brotnaði undan honum, megurnarkúrinn var ekki beint að virka! Harry seildist flissandi eftir pergamenti og fjaðurstaf, og byrjaði á bréfi til Siriusar…