…og síðan heyrðist rödd.

,,James! Lily! Þetta er ég! Ég þarf að tala við ykkur, það er mikilvægt!” kallaði skræk rödd.

James andaði léttar um leið og hann heyrði röddina. Hann þekkti þessa rödd hvar sem er, þetta var Peter. En hvað var Peter að gera heima hjá þeim þegar klukkan var að verða 3 eftir miðnætti? James hugsaði um þetta þegar hann labbaði í átt að útidyrahurðinni, leit í gegnum gægjugatið á hurðinni til að sjá Peter til staðfestingar um að þetta væri hann.

James sá ekki neitt nema nóttina: fyrsta góða táknið. Núna starði hann eins mikið niður á við og hann gat, og sá Peter þar sem hann starði með tár í augunum upp á hurðina. James brosti og opnaði hurðina, við honum blasti lítill maður með þynnandi hár og var skjálfandi frá toppi til táar. James hallaði sér upp að hurðarstafnum og velti fyrir sér hvað gæti verið svona áríðandi.

,,Peter, hvað ertu að gera hérna svona seint?”

,,Þú hefur þjónað mér vel Ormshali.” Heyrðist í rödd sem fékk tíman til að stoppa. James fraus og hjartað ætlaði næstum út úr brjóstkassanum. ,,Þér verður vel launað fyrir þjónustu þína.”

Silfurskykkja féll fyrir aftan Peter sem James þekkti strax sem huliðskykkju, og í ljós kom hettuklædd vera. James starði á manninn; mjóir fingur sem vöfðust utan um sprota, blóðrauð augu, þessi blóðrauðu augu…

,,Við höfum viðskipti um að ræða, Potter.” Sagði hann með sinni skræku rödd.

Lord Voldemort

James horfði með vantrú á Peter áður en hann skellti aftur hurðinni og reyndi að læsa hurðinni með hinum gagnlausu muggalásum. Hann hafði áttað sig á að hann hafði gleymt að ná í sprotan sinn þegar Peter bankaði.

,,LILY!” Öskraði hann á meðan hann reyndi að læsa hurðinni.

Lily stökk upp úr rúminu þegar hún heyrði í James.

,,Taktu Harry og farðu! Þetta er Hann! Farðu! Hlauptu! Ég reyni að halda honum í burtu…"

Hræðsluskjálfti lék um Lily. Hún sópaði Harry í fangið á sér og þaut í átt að stiganum.


James hljóp út ganginn frá útidyrahurðinni í átt að arinhilluni og greip sprotan sinn af henni. Allt í einu heyrðist brakhljóð og útidyrahurðin sprakk. Voldemort steig inn og byrjaði að hlæja þegar hann sá James haldandi á sprotanum sínum, sem var greinilega mjög stressaður vegna þess að sjá mátti svitadropa dangla á augabrún hanns.

,,Þú ert heimskur maður, Potter, ef þú heldur að þú getir haldið honum frá mér”

Lily hljóp niður stigan og keyrði James næstum niður. Hún leit til vinstri og sá Voldemort í fyrsta skipti. Hún öskraði og hélt Harry nær sér. Augu Voldemorts lýstust upp þegar hann sá fæðingarblettin á enni Harry´s.

,,Já, hann er sá rétti”

James snéri sér að Lily, ,,Eftir hverju ertu að bíða!?! Farðu! Hlauptu! Komdu Harry út!” Hann ýtti konu sinni með einni hendi í átt að bakdyrahurðinni. Hún byrjaði að hlaupa.

,,Ertu að fara eitthvað?” spurði Voldemort hálfhlæjandi. ,,Það fer engin út úr þessu húsi nema með mínu leyfi” sagði hann og beindi sprotanum á gólfið. ,, Inlaqueareus.” Fjólublátt ljós skaust úr sprotanum og hitti gólfið, það þaut eftir gólfinu og breiddist um allt hús.


Lily var að koma að bakdyrahurðinni þegar fljólubláa ljósið þaut framhjá henni og fór inn í hurðina. Lily reyndi að opna hana en hún var steypt föst.

,,Nei,” hvíslaði hún og prófaði að toga í hana af öllu afli. Hurðin haggaðist ekki, ,,NEI!” Hún prófaði að sparka í hana og berja í glerið, með hverju höggi kom smá fjólublátt ljós út frá höggstaðnum. Lily lak niður á gólfið og grét með syni sínum.


Voldemort brosti þegar hann heyrði grátur Lilyar þegar hún kom að hurðinni. ,,Það er eingin leið út úr þessu húsi nema með skipun frá mér.”

James andaði djúpt í von um að reiði hanns tæki ekki við völdum. Voldemort ávarpaði nú Peter sem ennþá stóð úti

,,Þú mátt fara,” hvæsti hann, ,,ég óska þess um að sjá um þetta sjálfur.”

Peter leitaði í skykkjuni sinni að sprotanum sínum til að geta tilflust.

,,Svikari!” Öskraði James þegar hann sá að Peter var að flýja. ,,Þú svíkur okkur og þorir ekki einu sinni að horfa á?! Ef ég lifi þetta af þá mun ég drepa þig! Og ef ég get það ekki þá mun Sirius elta þig uppi og gera það fyrir mig!”

Peter hafði fundið sprotan sinn en missti hann við orð James. ,,J-J-James—“ stamaði hann, ,,F-F-Fyrirgefðu.”

,,ÞEIGIÐU! Ég vil ekki heyra rödd þína! Farðu aftur í ræsið sem þú skreiðst upp úr!”

,,Hann sagðist geta verndað mig—-ef ég myndi ganga til liðs við hann—-þú ættir að gera það sama—“

,,Farðu Ormshali,” Hvæsti Voldemort.

Peter hirti upp sprotan sinn og hljóp niður heimkeyrsluna og tilfluttist á miðri leið.

,,Jæja,” sagði Voldemort við James, ,,Ég sé að þú ert mjög staðfastur á því að neita tilboði mínu um son þinn.” Hann hélt á sprotanum sínum í hægri hendi og snerti endan á honum með þeirri vinstri, eins og hann væri að leika sér með hann. Brosgretta laumaðist í annað hornið á munni hanns. ,,Ertu allveg viss? Ég lofa að ef þú lætur drengin af hendi þá verður farið með hann eins og hann væri kóngur, í raun eins og hann væri sonur minn. Eða það að þið viljið vera í sambandi við hann og vera þjónar mínir. Þið yrðuð hæst settu Drápararnir mínir, meira að seigja þessi blóðníðings kona þín. Þetta er í raun mjög sangjarnt tilboð sem þú getur ekki neitað, Potter. Þú munt fá völd í mínum heimi.”

James hlustaði ekki á Voldemort. Það var aðeins eitt sem hann vildi vita: svar.

,,Afhverju viltu son minn?”


Ég þakka stuðning við gerð þessarar sögu. Ég býst við að það verði um 2 kaflar í viðbót.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25