Það var ekki nema vika síðan þau höfðu framkvæmt Tryggðargaldurinn, og þótt James Potter hafði verið viss um árangur galdursinns fyrst um sinn þá var hann ekki svo viss núna. Alla vikuna hafði hann haft óþægilega tilfinningu í maganum um að eitthvað væri að, allar nætur velti hann sér um og gat ekki sofnað, gekk um gólf um og leit út um gluggan eins og hann ætti von á að eitthvað væri að.

Á fjölnota klukkuni á veggnum stóð “Ættiru ekki að vera sofandi?” en muggarnir myndu kalla það 2:30 eftir miðnætti. Í tíunda skipti þessa nótt þreifaði hann fyrir gleraugunum sínum og læddist að glugganum, greinilega læddist hann ekki nógu hljóðlega því Lily rumskaði.

,,James…” muldraði hún í koddan sinn.

,,Hmm?“ svaraði hann á þess að taka augun af götuni.

,,Hvað er að, þú hefur verið að vekja mig alla vikuna. Ég mun setja á þig svefnálög ef þú hættir þessu ekki.”

,,Ég er ekki viss en mér finnst eins og eitthvað sé að Tryggðargaldrinum.”

Núna leit Lily uppúr koddanum og starði á hann. ,,Þú veist að Sirius er vörður leyndarmálsinns, hann myndi aldrei svíkja okkur, hann myndi frekar deyja.”

,,Lily, það er vandamálið. Hann er ekki vörðurinn.”

,,Hvað?” spurði hún órólega, takandi hárið úr augunum.

,,Allir vita að Sirius myndi vera okkar fyrsta val, ekki satt? Sirius vissi þetta líka þannig að við ákváðum að skipta á síðustu stundu.”

,,Baðstu Remus?”

,,Ekki láta mig hlægja Lily, við erum nokkuð vissir um að Remus lætur Hann fá upplýsingar.”

,,Hvað? Afhverju hefuru ekki sagt mér neitt af þessu? Remus myndi aldrei…”

,,Lily, þú veist hvað Remus er. Hann hefur greinilega látið sína illu hlið ná tökum á sér”

,,Ég get ekki trúað því að…” hún gat ekki haldið áfram. Hún lokaði augunum og hristi höfuðið. ,,Ef það er ekki Sirius eða Remus, hver er það þá?”

,,Við báðum Peter”

,,Ormshala!?! Báðuð þið Ormshala!?” Lily var of hneyksluð til að halda áfram, en James snéri sér að henni.

,,Hann er jafnmikill vinur minn og Sirius eða Remus, engin myndi halda að við myndum velja hann, en það er bara…”

,,Bara hvað?”

,,Ég er farinn að halda að það hafi verið mistök, hann er einn af mínum bestu vinum en hann er ekki jafn trúr okkur eins og hinir. Ef það fréttist að hann væri vörðurinn og hann rækist á Volde—“

,,James!”

,,Fyrirgefðu. Þú-veist-hvern, en ef hann myndi ná Peter myndi hann brotna saman eins og spýta.”

,,James, hvernig gastu tekið svona áhættu!?! Þú veist að hann er á eftir Harry! Hvernig gastu gert þetta án þess a.m.k. ræða þetta við mig fyrst!?!” Öskraði Lily, ,,Ef þú vissir að Peter var ekki 100% öruggur afhverju treysturu honum þá?”

,,ÉG VEIT ÞAÐ EKKI!” Öskraði James til baka. Hann faldi andlitið með höndunum á sér, ,,Ég veit það ekki.” Hann stóð í þögn í nokkrar sekúntur. Lily var í losti og sagði ekki neitt, starandi á hann með aðra hendi yfir munni sér.

Loksins rauf James þögnina, ,,Ég er að fara niður í eldhús…viltu eitthvað?”

Hún hristi hausin sem svar. James fikraði sig niður í eldhús. Lily hreyfði sig ekki í þónokkrar mínútur, hendurnar skulfu er hún hugsaði um Lord Voldemort: Hann-sem-má-ekki-nefna. Þau höfðu verið á flótta undan honum svo mánuðum skipti, aldrei verið á sama staðnum í meira en 2-3 daga. Þau voru oft í miðbæ muggaborga vegna þess að galdramenn vildu helst ekki fara fjærri galdrasamfélaginu, einu samskiptin voru við besta vin James, Sirus Black, og líka Albus Dumbledore sem gengdi stöðu skólameistara við Hogwarts. Það hafði verið hugmynd Dumbledore´s að framkvæma Tryggðargaldurinn þar sem það virtist vera hin fullkomna hugmynd til þess að felast. Voldemort gæti troðið andlitinu upp að stofugluggunum hjá þeim og ekki séð þau. Sirius var augljósasta valið hjá þeim með að vera vörður leyndamálsins, en Lily gat samt ekki skilið afhverju James og Sirius ákváðu að velja Peter Pettigrew. Ef þeir vildu ekki hafa það augljóst hver það yrði afhverju báðu þeir ekki Dumbledore? Hann var nú einu sinni eina manneskjan í heiminum sem Voldemort þorði ekki að takast á við.

Lily horfði yfir í vöggu sem var horninu við gluggan þar sem ungviðið hennar svaf. Lily undraði sig á því að Harry hafði ekki vaknað yfir öskrunum hjá þeim áðan. Lily stóð upp og gekk yfir að vögguni og hallaði sér yfir handriðið og horfði með stolti á son sinn. Hann var varla 1 árs og afhverju Voldemort vildi hann vissu þau ekki og hvað hann ætlaði að gera við hann. Lily og James höfðu haldið þeirri staðreynd leyndri að Voldemort var á eftir Harry en ekki þeim eins og flestir héldu. Eina vísbendingin sem þau höfðu var furðulegur fæðingarblettur á enni Harry´s, eldingalaga ör.

Örin var mjög ljóst, næstum ósýnilegt og Lily og James héldu að það færi einfaldlega burt þegar hann myndi eldast. Lily sjálf hafði haft fæðingarblett á andlitinu en hann hafði farið um 5 ára aldurinn. Um leið og hún hugsaði um þetta strauk hún fingrinum eftir örinu og Harry geispaði, hálf opnaði annað augað, greip um fingurinn á henni og sofnaði aftur. Hvað er það í sambandi við þetta ör sem fær Voldemort til þess að elta okkur um alla Evrópu?

Niðri í eldhúsi sat James við eldhúsborðið með smá glögg af eldviskí Ogdens. Hann tók fram blekbyttu og smá pergament til að skrifa Siriusi um að óskaði þess að endurgera Tryggðargaldurinn. Hann var varla búinn að bleyta fjaðurstafin þegar það heyrðist bank á útdyrahurðina. James brá svo illilega að hann var næstum búinn að hella öllu blekinu yfir eldhúsborðið. Hann starði niður ganginn í átt að útidyrahurðinni. Aftur var bankað. Hárið á hnakka James stóð út í loftið. Hann hljóp eins og brjálæðingur í átt að sprotanum sínum sem var á arinhillu inní stofu. Bankið heyrðist í þriðja sinn, núna hærra en hin tvö og núna eins og væri verið að berja á hurðina. Og síðan heyrðist rödd.


P.S. Þeir sem ekki vita hvað Tryggðargaldur er skulu fletta upp á síðu 143 í bók nr.3.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25