Upphafið, 2.kafli Úff, ég settist niður áðan og skrifaði kafla tvö í heilu lagi :)

Vona að ykkur líki þetta og þar sem ég fór ekki eins vel yfir og síðast þá biðst fyrirfram afsökunar á öllum villum sem kunna að leynast inn á milli (stafsetningar - , mál - og staðreyndarvillum).

Jæja, here we go:

************************************************ ******************

Upphafið

2. kafli, Dagdraumar

Ljósglæta seitlaðist í gegnum gluggatjöldin. Það styttist haustið, enda ekki langt að bíða þess að september gengi í garð, og ágúst sólin skein óvenju skært. Hún virtist geta smogið hvar sem var, meira að segja inn um gluggatjöldin á skrifstofu einni sem var staðsett upp í einum af turnum Hogwarts, skóla galdra og seiða. Skrifstofa þessi var fagurlega skreytt, á veggjunum mátti sjá galdramenn og skepnur dotta í síðdegissólinni. Upp við einn vegginn var feikistór bókarhilla sem rúmaði mörg hundruð bækur og einn hlut sem var eigandanum hvað kærastur. Sá hlutur hvíldi í heiðurssæti skrifstofunar glæsilegu, efst á hillunni góðu. Þetta var skínandi silfursverð með handfangi sem var alsett rúbínum á stærð við hænuegg. Í brandinn næst hjalti sverðsins var greipt með stórum skrautstöfum Godric Gryffindor. Eigandi þessa sverðs situr við voldugt eikarskrifborð sitt og horfir út í bláinn með brúnum augum sínum. Það hvílir ákveðin ró yfir honum þegar hann er í þessu ástandi, hann einfaldlega gleymir stund og stað og leyfir huganum að fá lausan tauminn.

Hann er gleymir sér algjörlega í hugsunum sínum um atburði síðastliðinna vikna. Honum finnst sem hann og hinir þremenningarnir hafi unnið stórvirki með því að endurreisa þennan kastala og koma honum í sitt fínasta púss. Dýrðarstundin þegar þau gengu fyrst inn í feikistóran forsalinn er honum enn fersk í minni (enda ekki nema nokkrar vikur síðan það gerðist) og enn finnst honum sem sæluhrollurinn hríslist um sig þegar hann stígur inní setustofuna á sinni eigin heimavist. Hann hafði valið sér stærsta turninn fyrir sína heimavist, annað dugði bara ekki til. Godric var sérstaklega stoltur af innréttingunum sínum því hann hafði lagt sig í líma við að láta þær minna sig sem mest á heimkynni sín, Gryffindor-setrið í Godricsdal. Hann strýkur í gegnum rautt hárið og andlitið fyllist söknuði þegar hann hugsar um heimkynni sín. Minningarnar um grænu hólanna, tæru lindirnnar sem hoppa og skoppa niður með hlíðunum og fuglakvakið sem vakti hann á morgnana streyma fram í huga hans. Hann ætlaði svo sannarlega að koma aftur í þorpið í dalnum um leið og hann gæti. Hann saknaði vinalega þorpsins sem var eitt stærsta galdramannaþorp í öllu Englandi. En mest af öllu saknaði hann Elisabeth, ungri konu sem hann hafði hrifist af í langan tíma. Hann hafði alltaf fengið þennan góðlega fiðring í magann þegar hann sá kolsvart hár hennar flaksast í vindinum. Þau höfðu skotið saman nefjum í nokkurn tíma og ekkert hafði hryggt hans eins mikið og að þurfa að yfirgefa þessi fallegu grænu augu hennar sem honum fannst vera það fallegasta í heiminum.

Godric virðist allt í einu ranka við sér. Hann hafði steingleymt sér í hugsunum sínum og varð að drífa sig ef hann vildi ekki verða seinn fyrir. Í kvöld var stórt kvöld, formleg opnum skólans. Þangað var öllu galdramáluráðuneytinu boðið, meira að segja ætlaði sjálfur galdramálaráðherrann að heiðra nærstadda með komu sinni, eins gamall og lúinn hann væri orðinn. Godric dreif sig í flýti í sitt fínasta púss, skarlatsrauða skikkju og girti sig sverðinu sínu góða. Hann hljóp við fót út úr heimavistinni og munaði litlu að hann rækist á Rowenu sem einmitt átti leið hjá.

„Ó, fyrirgefðu Rowena,“ sagði hann í flýti.

„ Í seinna lagi Godric?“ Spurði hún og brosti til hans. „ Þessir menn eru alltaf of seinir, ég og Helga vorum komnar niður áðan og biðum eftir ykkur heillengi. Nú þegar þið sýnduð ykkur ekki þá fór ég að sækja þig og Helga fór á eftir Salazar.“
Godric fann til sektarkenndar og roðnaði pínulítið.

„ Það þýðir ekkert að roðna framan í mig góði, “ sagði hún í hæðnistón. „ Ég veit alveg hvað þessir dagdraumar þínir tefja þig mikið frá hinu daglega lífi“ bætti hún við og brosti. „ Ef þú eyddir tímanum sem fer í dagdrauma í að þróa galdrana þína þá væriru jafn vel kröftugri en Merlin sjálfur“ hélt hún áfram og leit stríðnislega á Godric.

Hann lét ekki á neinu bera, enda vanur stríðni Rowenu.

„ Ætlaði hann ekki að koma í kvöld, galdramálaráðherrann sjálfur?“ Spurði hann til þess að beina umræðunum á betri veg.

„ Ég held það, “ svaraði Rowena. „ Ótrúlega þrautseigja í gamla manninum, búinn að vera lifandi í ein 180 ár! Það mætti halda að hann notaði galdra til að halda sér við.“

Godric kinkaði kolli. „ Heilsunni hefur nú hrakað hjá honum“ bætti hann við. „ En það stoppar hann ekki í að sinna sínum hjartans málum. Enda sýnir það best hversu ótrúlega miklu hann hefur afrekað á ævi sinni. Ótrúlegur maður.“

Rowena kinkaði kolli og þannig hélt samtal þeirra áfram uns þau komu í forsalinn. Um leið og þau komu þangað heyrðu þau raddir Salazars og Helgu óma úr dýflisunum. Á meðan raddirnar hækkuðu jafnt og þétt brosti Godric í kampinn þegar hann hugsaði hvað það væri dæmigert fyrir Salazar að hafa sína heimavist í dýflisunum. Kænn var hann og vildi helst vera í einrúmi og virtust dýflissurnar vera fullkominn staður fyrir hann til þess að þrífast vel í.

Godric hætti síðan þessum hugsunum þegar Helga og Salazar komu gangandi upp síðustu tröppurnar í forsalinn.

„Jæja, allir tilbúnir?“ Silkimjúk rödd Salazars virtist passa fullkomlega við glæsilega grænu skikkjuna sem hann klæddist. Við hlið hans mátti sjá sverð, ekki ósvipað því sem að Godric átti. Glansandi svart hárið var greitt snyrtilega aftur, hann var flottur í tauinu eins og venjulega.

Öll kinkuðu þau kolli og opnuðu voldugar dyrnar að stóra salnum. Kertabjarmi speglaðist í mörgun andlitum sem klöppuðu látlaust þegar fjórmenningarnir stigu inn. Gullin birtan skapaði dulúðlegt andrúmsloft og ekki spillti dynjandi lófatak hundruð galdramanna sem virtust hafa beðið eftir innkomu þeirra.

Fjórmenningarnir gengu inn, ein í ljósgulri skikkju, önnur í blárri, sá þriðji í skarlatsrauðri og fjórði í grænni. Fram undan var fyrsta og svo sannarlega ekki síðasta veislan í Hogwarts, skóla galda og seiða.
Anyway the wind blows…