Loksins er keppninni sem er búin að standa í 2 vikur lokið! Fyrir þá sem ekki vita birti ég hér á eftir spurningarnar og svörin við þeim:

1. Hvað heitir eiginkona Aragogs(kóngulóarinnar)? Mosag
2. Hvað heitir Crabbe fullu nafni? Vincent Crabbe
3. Hvaða ár fæddist Harry P.? 1980 eða 1979
4. Hvað heitir kærasta Persys fullu nafni? Penelope Clearwater
5. Hver semur Almennu álagabækurnar? Miranda Goshawk
6. Hvað hefur Lockhart gefið út margar bækur? 8
7. Hvað heitir Lupin fullu nafni? Remus Lupin
8. Hvað heita foreldrar Harry Potters? Lily og James Potter
9. Hver er heimavistardraugur Huffelpuff? Feiti ábótinn
10. Hvað heita foreldrar Draco Malfoy fullu nafni? Lucius og Narcissa Malfoy
11. Nefndu eitt nafn á bróður Dumbledors. Aberforth
12. Hvað heitir halakarta Neville? Trevor
13. Hvernig datt Harry í hug að kalla ugluna sína Hedwig? Hann fann það í sögu galdrana, það á að vera dýrlingsnafn en það þarf ekki að vita það.
14. Hvað eru margir liðsmenn í venjulegum Quidditchleik? 7 á hverju liði, semsagt, 14.
15. Á hvaða skólaári var Oliver Wood í fyrstu bókinni? 5.
16. Hvað heita leikmenn írska liðsins? Connoly, Ryan, Troy, Mullet, Moran, Quigley og Lynch
17. Hvaða ár sigraði Dumbledore Grindlewald, galdramann myrkru aflanna? 1945
18. Hver eru áhugamál Dumbledors? Kammertónlist og keiluspil
19. Í hvaða heimavist er tvíburasystir Parvati Patil? Ravenclaw
20. Hvaða “töfraþulu” fer maður með þegar maður notar kvalabölvunina? Crucio

Og sá sem vann keppnina var sá sem að hafði allt rétt, stinkytoe!!!
Og hér á eftir kemur topplistinn:

1.Stinkytoe (20)
2-6. Evelyn (19)
2-6.BudIcer (19)
2-6.Pires (19)
2-6.Tobba3 (19)
2-6.Sun (19)
2-6 Sindro (19)
7-10.Hjalti1 (18)
7-10.Ingaausa (18)
7-10.Disaman (18)

Það voru nokkuð margir sem voru í öðru sæti svo ég var að hugsa um að semja nokkrar aukaspurningar sem ég ætla að senda til einstakra hugara sem voru jafnir. Um leið og allir eru búnir að skila þeim birti ég endurröðuð sæti hér á eftir í áliti á greininni.
Njótið vel, kveðja, sverrsi.