FanFic, 4.kafli 4. kafli, Hýdran

Svarti fönixinn var djöfullegur. Hann hlaut að vera eitthvað annað og meira en venjulegur fönix.

Fönixinn flaug í hring og eftir varð eldhringur á grasi skólalóðarinnar. Jörðin innan þessa hrings opnaðist og út streymdu skepnur sem Harry þekkti, en hafði aldrei séð svona illilegar. Hann sá kolsvartan Kentár með rauð augu og broddsverð í hendi
og líka hryllilegustu sjón sem hann hafði séð. Út kom búr, dregið af 20 kolsvörtum einhyrningum og inn í búrinu var níu höfða skepna sem beit í þá tvo einhyrningana sem voru næst henni. Þetta gat ekki verið neitt annað en Hýdra.

Skyndilega birtust tákn í kringum vagninn á jörðinni og taumar einhyrninganna gufuðu upp. Einhyrningarnir hlupu frá vagninum og réðust á kennarana. Þá opnaðist allt í einu búrið og Hýdran kom út. Hún teygði eitt höfuðið upp og beit Norbert í barkann meðan hún hakkaði McGonagall í sig með öðru höfði. Norbert féll og Hagrid lenti á baki skepnunnar. Í fyrsta skipti á ævi sinni varð Harry feginn hrifningu Hagrids í garð hræðilegra skepna. Hann gat virkilega stjórnað Hýdrunni!

Það kom samt ekki í veg fyrir það að Hýdran æti Hooch og Pomfrey, enda gat
Hagrid ekki bælt niður þarfir Hýdrunar. Hann snéri þó Hýdrunni í átt til Dráparanna, og lét sig detta af baki. Skyndilega fann hýdran þó betri lykt af kennurunum og hljóp í átt til þeirra meðan Harry hljóp inn, minnugur orða Merlins. Hermione hitti hann í forsalnum og spurði um Ginny. Hann snökti við öxlina á Hermione. ,,Við þurfum að
koma okkur. Grágoggur er uppi í norðurturni.”

Harry lét Hermione leiða sig upp, en velti einu fyrir sér á leiðinni. Hann spurði Hermione loks „Hvað um hina?”
„Ég bjó til leiðarlykil handa þeim, svo að það ætti ekki að vera vandamál
sagði Hermione”.
„Auðvitað hugsar þú fyrir öllu.” sagði Harry feginn.

Þegar upp var komið beið Ron eftir þeim. ,,Hvar er Ginny?” spurði hann.
Harry sagði honum sannleikann, sem hryggði Ron mjög, enda eina
systir hans.

Að lokum lögðu þau að stað út í kalda nóttina.

kv. Amon

Ps. ég veit pires!