FanFic, kafli 2 Vegna áskorunar Inguausu fann ég nafn á íslensku það er:

Harry Potter og Fönix hryllingsins (verður spennandi ha?)

2. kafli, Einvígið

Skyndilega sagði ísköld rödd „Þá hittumst við aftur Harry og ég
geri ekki sömu
skissuna aftur.”…

Voldemort gekk hægum skrefum í átt að Harry og beindi
löngum sprotanum að honum. „Verst að Priori Incantatem
virkar aðeins einu sinni…” Harry gnísti tönnum og teygði sig í
sprotann sinn. Rödd Voldemorts gall við og grænt leiftur þaut
út úr sprotanum hans. Harry hafði undirbúið sig síðan á fjórða
ári fyrir þetta, þetta gat ekki brugðist. “Accio” hrópaði hann, og
töfrasproti Siriusar þaut í hendur hans. “Crusio! Expellarmus!”
æpti hann og sproti Harrys sendi frá sér gult leiftur á sama
augnabliki og rautt leiftur þaut frá sprotanum hans Siriusar.
Þetta hafði þau áhrif sem Harry hafði óskaði að þau hefðu…
næstum því…

Yfirþyrmandi sársauki heltist yfir líkama Harrys þegar
Crusiobölvun endurkastaðist á hann. Sameinaðar höfðu
bölvanirnar hitt þá báða. Voldemort engdist um þegar Avada
Kedavra lenti á honum auk Crusios en Expelliarmus verndaði
hann þar sem galdurinn hafði mist marks. Það sama gilti um
Harry, nema hann var veikari, of veikur. Harry lyppaðist niður
og fann hvernig meðvitundarleysið byrjaði að taka völdin. hann
reyndi að halda sér vakandi en að lokum náði myrkrið valdi yfir
honum og hugur hans sveif burt frá Hogwartskastalanum…

Ginny leit út um gluggann á Hogwartskastalanum til að geta
fylgst með þessu heljar stríði sem geisaði yfir á grasvellinum
fyrir framan kastalann. Þarna sá hún alla kannarana, fullt af
vitsugum að berjast við heljar stórar og ógeðfeldar kóngulær
og svo meðlimi Fönixreglunnar, svífandi að kastalanum á
rauðleitum drekum. Hún svipaðist um eftir Voldemort og sá
hann skamt fyrir utan skólann. Hún sá ekki almennilega hvað
hann var að gera úr þessari fjarlægð, en bara hugsunin um
að hann væri á skólalóðinni hennar hryllti við henni. Að hugsa
sér að einu sinni hafi hann verið einn af fegurstu mönnunum
sem hún hafði á ævi sinni séð. Ja, sennilega bara sá
fallegasti, það er að segja að undanskildum Harry.
Hún rankaði við sér upp úr þessum hugsunum við að Neville
var að öskra á Hermione. ,,Harry fór út! Hann fór út úr
kastalanum! Hann var að elta Sirius! Ég sá hann fara!”
Það tók hana smá stund að skilja hvað hann var að segja.
Hjartað hennar missti hreinlega úr slag. Hún leit aftur út um
gluggan og sá hvar einhver sást hlaupa frá Hogwarts í átt að
Voldemort. Hún sá hvar Hermione var að reyna að róa aðra
nemendur, hún var nú einu sinni umsjónarmaður…
,,Ég verð að elta hann hugsaði Ginny með sjálfri sér. Ég get
ekki bara látið hann ana út í dauðann.” Hún stökk af stað,
hljóp svo hratt niður stigann að hún snert varla þrepin, kastaði
sér á hurðina og beinustu leið út á grasvöllinn. Hún hugsaði
með sjálfri sér að hún hefði aldrei hlaupið svona hratt á
meðan hún nálgaðist Voldemort. Þegar hún kom nær sá hún
hvar Harry lá á kaldri jörðinni. Ó hvað hún vonaði að hann
myndi ranka við sér.

„CRUSIO!!!” öskraði Ginny og gulur neisti þaut frá sprota
hennar að Voldemort. Voldemort kipptist við og öskraði af
sársauka. „Þú munt sjá eftir þessu, krakkaskömmin þín!”
öskraði Voldemort og tók upp sprotann sinn sem lá hjá
meðvitundarlausum líkama Harrys. Ginny beindi sprotanum
að Voldemort, ræskti sig, fór með galdraorðin. Orð hennar
blönduðust vindinum. Skyndilega varð Voldemort stífur, beindi
sprotanum sínum að sér og sagði: „Avada Keda…”. Ginny sá
hvernig Voldemort tókst að hrista af sér stýribölvunina sem
hún hafði lagt á hann.
Hann stóð upp og beindi sprotanum að Ginny. „Enginn getur
sigrað Voldemort!…”

Harry fann hvernig meðvitundin streymdi aftur til hans og hann
rankaði við sér. Hann átti mjög erfitt með að opna augun, en
þráaðist við það. Hann hafi haldið að hann væri dáinn og var
því hálfhissa þegar hann áttaði sig á því að hann var enn
staddur fyrir framan Hogwarts. Þegar honum tókst loks að
fókusa á umhverfið sá hann hvar Voldemort stóð örfáa metra í
burtu og beindi sprotanum að einhverjum. Það tók hann
andartak að þekkja manneskjuna sem stóð dauðskelfkuð í
skugga Voldemorts, enda hafði hann ekki búist við að sjá vini
sína nokkurntíman aftur, hvað þá Ginny. Hundrað hugsannir
þustu í kollinn á honum en hann bægði þeim frá sér þegar
hann heyrði Voldemort muldra drápsbölvunina. Hann stökk á
fætur á hraða sem Gullna Eldingin sjálf hefði getað verið stolt
af. Hann tók undir sig stökk og kastaði sér á milli Voldemorts
og Ginnyar.

Hann fann sársaukann hríslast um líkamann. Allt varð grænt
það síðasta sem hann fann var tilfinningin hvernig lífið fjaraði
úr líkamanum…

_______________________________________ ______

Ginny gat ekkert gert nema starað á Voldemort. ,,Jæja, lífi
mínu líkur þá svona.” hugsaði hún, ,,það verður þó víst að
teljast að einhverju leiti hetjulegt að falla undan voldugasta
galdramanni heims” Ginny velti fyrir sér hvort að dauðinn væri
sársauka fullur og lokaði augunum, því að hana langaði ekki
að Voldemort væri það sem hún sæi þegar hún dæi. Hún
fann hvernig grænn skuggi breiddist út um allt og augnlokin
voru ekki nógu þykk til að byrgja hann frá. Hún beið í smá
stund. Þetta hafði nú bara alls ekki verið sásaukafullt, reyndar
hafði hún ekki fundið neitt eftir að græna ljóstið hvarf. Hún
ákvað að opna augun og líta í kring um sig.
Hún leit upp og sá hvar Voldemort með sitt flata andlit starði
bara á jörðina. Hún leit þá niður og sá hvar Harry lá á jörðinni.
Harry var dáinn! Hún starði bara þarna skelfingu lostin. Hún
heyrði Voldemort muldra eitthvað og fann hvernig allt varð
svart…