Vitsugur eru meðal andstyggilegustu kvikinda sem lifa á þessari jörð. Þær sækja í myrka, skítuga staði og gleðjast yfir eyðileggingu og örvæntingu. Þær eyða friði, von og hamingju úr andrúmsloftinu. Jafnvel Muggarnir finna fyrir nálægð þeirra þó þeir sjái þær ekki. Ef þú kemur of nálægt vitsugu sogast allar góðar tilfinningar og ánægjulegar minningar úr þér. Ef vitsugunni gefst tækifæri til, nærist hún á fórnarlambi sínu þangað til það er orðið eins og hún sjálf… sálarlaust og illgjarnt. Ekkert stendur eftir nema hræðilegustu upplifanir fólks.
Vitsugur nærast á jákvæðum mennskum tilfinningum, stór hópur er eins og veisla fyrir þær. Þær taka mátt frá galdramanni ef að þær eru með honum lengi. Vitsugur eru verðir í Azkaban fangelsinu og þær gera fangelsið hræðilegt.
Það eru til varnir gegn vitsugum sérstaklega verndargaldurinn, þá segir maður Expecto Patronum og það kallar fram verndara, sem er nokkurs konar and-vitsuga sem verkar eins og skjöldur milli vitsugunnar og manneskjunnar sem fer með galdurinn. Verndari er jákvætt afl sem varpar frá sér öllum þeim tilfinningum sem vitsuga nærist á - von, hamingju og þránni eftir að lifa af - en hann finnur ekki fyrir örvæntingu á sama hátt og raunverulegar manneskjur og því getur vitsuga ekki skaðað hann.
Þegar vitsuga dregur hægt andann er eins og hún sé að reyna að sjúga að sér eitthvað meira en loft úr umhverfi sínu. Hendur hennar eru skínandi, gráleitar, slímkenndar og skorpnar eins og þær hefðu rotnað í vatni. Í augnastað er aðeins þunn, grá, hreistruð húð sem strekkist yfir tómar augnatóttirnar. Munnurinn er gapandi, formlaust gat sem sogar að sér loft svo að hljóðið minnir á dauðahryglur.