Nokkur dæmi um sprota:
Harry Potter: Kristþyrnir, 29cm, sveiganlegur, fönixfjöður
Fleur Delacour: Rósaviður, 24cm, ekki sveigjanlegur, lokkur úr hári válu
James Potter: Móhaníviður, 28cm, þjáll, (góður fyrir ummyndun)
Lily Potter: Pílviður, 26cm, sveigjanlegur, (góður fyrir galdrastörf)
Voldemort: Ýviður, 35cm, fönixfjöður, (mjög kraftmikill)
Hagrid: Eik, 41cm, frekar sveigjanlegur
Viktor Krum: Beikiviður, 26cm, pinnstífur, hjartarót úr dreka
Cedric Diggory: Askur, 31cm, þægilega fjaðurmagnaður, taglhár úr einhyrningi
Ron Weasley: Pílviður, 35cm, taglhár úr einhyrningi
*Kjarninn í sprota Cedric´s var einhyrningshár, Ron hefur líka einhyrningshár. Þetta er ekki merkilegt eins og þetta stendur en á bls 216 í fyrstu bókinni er eftirfarandi samtal milli Hagrid´s og Ronan´s:
“Heyrðu ég er feginn að við rákumst á þig, Ronan, einhyrningur hefur verið særður. Hefuru séð eitthvað óvenjulegt?” Ronan svaraði ekki strax. Hann starði áfram upp í himininn án þess að depla auga. Svo andvarpaði hann aftur. “Það eru alltaf þeir saklausu sem verða fyrstu fórnarlömbin,” sagði hann. ”Þannig hefur það alltaf verið og þannig er það enn”
Gæti hann verið að meina með “fyrstu fórnarlömbin” þá eins og fyrstu fórnarlömbin í stríðinu við Voldemort? Cedric er nú þegar dáinn, hann var meðal fyrstu fórnarlambana síðan Pettigrew kom aftur í þjónustu hanns.*
*Þetta skrifaði ég í korki en áhvað að vekja athygli á þessu aftur.
Og núna ættið öll að vera örlítið fróðari um sprota. Takk fyrir.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25