Ég er að spá í að Reglan sé nýtt galdramálaráðuneyti sem samanstandi af þeim sem börðust við Voldemort og þjóna hans í fyrsta stríðinu. Dumbledore minntist á gamla liðið í endanum á bók 4 þegar hann bað Bill (Weasley) um að segja föður sínum að ná þeim saman aftur. Ég held að þeir séu að endurreisa Regluna og þeir eigi eftir að reyna einhverskonar valdarán frá Fudge og hans rotna skriffinskubálki til að berjast við Voldemort í annað sinn.
En svo er líka eitt: Eitt sem er oft minnst á í bókunum er “The Order of the Merlin”. Það eru einhverskonar verðlaun eða orða eða staða. Lockhart hafði þetta, og Dumbledore líka. Þetta er býsna líkt, og það hefur sýnt sig að fátt sem JK minnist á er tilviljun. En hvernig verður þetta að bókartitli? Hvernig er orða það mikilvægasta í plotti bókar?
Fönixinn sem er talað um hér gæti verið hvaða fönix sem er, en allt sem kemur fönixum við kemur Fawkes við, virðist vera. Fjaðrirnar úr sprotum Harrys og Voldemorts hafa fjaðrir úr honum, og það bendir til þess að tarna sé nokk merkilegur hani á ferð. Kemur hann þessu við líka?
Þetta er ekki mikil grein í sjálfri sér, en mig langar að byrja samræður um þetta. Hvað haldið þið að “The Order of the Phoenix” sé? Hvernig tengist það Fawkes, ef það gerir það yfirleitt? Hefur það eitthvað með orðu að gera? Munið að þetta er ekki fyrir umræður um sambönd eða kennara, heldur um aðalplott bókarinnar. Ég vona að þetta verði áhugavert :)
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane