
Albus Dumbledore er eini galdrakarlinn sem að Voldemort óttast. Vera Dumbledore í Hogwarts um árið 1970 gerði skólann öruggan, Voldemort reyndi aldrei að ráðast inn í skólann. Dumbledore reyndi mikið að sigra hinn illa galdrakarl um þann tíma en nú hefur Voldemort snúið aftur.
Albus Dumbledore er hávaxinn, grannur og mjög gamall. Hár hans og skegg eru nógu löng til að hann geti girt þau ofan í buxur sínar. Hann er með ljósblá augu og nefið hans er svo langt og skakkt að það er eins og það hafi brotnað að minnsta kosti tvisvar.
Albus Dumbledore fæddist árið 1840 og gengur í Hogwarts skóla 1851 og verður þá settur í Gryffindor. Árið 1858 útskrifast hann úr Hogwarts og gerist Ummyndunarkennari árið 1940. 1942 er Hagrid rekinn úr Hogwarts og Dumbledore fær hann til að starfa sem veiðivörð. Dumbledore sigraði hinn illa Grindelwald árið 1945 en verður skólastjóri Hogwarts árið 1971 og hafnar því stöðu Galdraráðherra árið 1970. Árið 1981 tók hann þátt í Fidelius galdrinum til að vernda James og Lily Potter og son þeirra Harry.
Albus Dumbledore á einn bróður sem heitir Aberforth Dumbledore.