Sjaldan hefur verið beðið eftir einni bók með meiri eftirvæntingu en fimmtu Harry Potter bókarinnar “Harry Potter & The Order of the Phoenix” en er nú meira en tvö ár síðan að fjórða bókin kom út. En nú hefur það verið staðfest að “Fönix Reglan” mun verða gefin út þann 21. júní næstkomandi í Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu, og mun að öllum líkindum á Íslandi einnig fljótt eftir það. Dagurinn var valinn því að 21. er á laugardegi og var talið að mikið yrði um skróp í skólum ef byrjað væri að selja hana á virkum degi. Bókin mun verða um 255.000 orð og þriðjung lengri en “The Goblet of Fire”. Til að auka spennuna hafa tvö brot verið sýnd almenningi:
“The hottest day of the summer so far was drawing to a close and a drowsy silence lay over the large, square houses of Privet Drive … The only person left outside was a teenage boy who was lying flat on his back in a flowerbed outside number four.”
"Dumbledore lowered his hands and surveyed Harry through his half-moon glasses. ‘It is time,’ he said, ‘for me to tell you what I should have told you five years ago, Harry. Please sit down. I am going to tell you everything.’
Kvikmyndin “The Order of the Phoenix” mun að öllum líkindum koma út árið 2006.
“Harry Potter & The Chamber of Secrets” var önnur vinsælasta mynd ársins 2003 á eftir Spider-Man miðað við heildarinnkomu og mun þriðja myndin “Harry Potter & the Prisoner of Azkaban” koma út í júní 2004 og fjórða “Harry Potter & the Goblet of Fire” árið 2005.